3. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 19. nóvember, 2013, kl.16:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Boðaðir: Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Friðrik Friðriksson sem ekki mætti, Halldór Þór Halldórsson, Stefán Bergmann.
Áheyrnarfulltrúar: Ragnhildur Ingólfsdóttir, Egill Jóhannesson og Steinn Arnar Kjartansson
Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson Fundarritari: Þórður Ólafur Búason
Skipulagsmál
- Mál.nr. 2013110027
Heiti máls: Aðalskipulag Hafnarfjarðar
Lýsing: Óskað umsagnar um breytingar á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar
Afgreiðsla: Skipulagsstjóra falið að senda umsögn í samræmi við umræður á fundinum. - Mál.nr: 2013100044
Heiti máls: Hrólfsskálamelur deiliskipulagsbreyting vegna hliðrunar
Málsaðili: Tenór ehf
Lýsing: Hrólfsskálamelur, Suðurströnd breyting á deiliskipulagi vegna hliðrunar á húsinu Hrólfsskálamelur 10-18, auglýsing tefst meðan nr. 1-7 eru enn óseld en áform um sölu voru forsenda fyrir ákvörðun um auglýsingu.
Afgreiðsla: Kynnt. - Mál.nr: 2013100050
Heiti máls: Deiliskipulag á Ströndum, lýsing verkefnis
Lýsing: Lýsing verkefnis um deiliskipulagsvinnu á Ströndunum á Seltjarnarnesi sem var kynnt á íbúafundi 31.10.2013 en áður samþykkt á fundi bæjarstjórnar 30.10.2013.
Afgreiðsla: Kynnt.
Byggingamál
Umsóknir - Mál.nr: 2013110020
Heiti máls: Skerjabraut 1-3 byggingarleyfisumsókn.
Málsaðili: Skerjabraut ehf.
Lýsing: Sótt er um samþykkt áforma um byggingarleyfi vegna fjölbýlishúss á lóðinni Skerjabraut 1-3.
Afgreiðsla: Frestað, vantar afgreiðslu eldvarnareftirlits SHS og fleira, en nefndin leggst ekki gegn því að leyfð verði könnun jarðvegs á lóðinni.
Önnur mál - Mál.nr: 2013040047
Heiti máls: Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 breyting
Lýsing: Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 samkomulag Seltjarnarness og Reykjavíkur vegna samþykktar breytinga sem verða í tilefni af aðalskipulagsbreytingum í Reykjavík og fleiri sveitarfélögum.
Afgreiðsla: Kynnt, nefndin þakkar fulltrúum Seltjarnarnesbæjar í Svæðisskipulagsnefnd árvekni við meðferð málsins . - Mál.nr: 2013090042
Heiti máls: Erindi Svifflugfélags Íslands
Lýsing: Erindi samkvæmt bréfi Svifflugfélags Íslands, svarbréf bæjarstjórnar.
Afgreiðsla: Kynnt - Mál.nr: 2012110036
Heiti máls: Kirkjubraut 10 fyrirspurn um viðbyggingu
Málsaðili: Margrét Harðardóttir
Lýsing: Bréf fyrirspyrjanda vegna afgreiðslu nefndarinnar á fyrirspurn á fundi sínum 20.11.2012.
Afgreiðsla: Skipulagsnefndin telur sér ekki fært að taka afstöðu til erindisins fyrr en að lokinni deiliskipulagsvinnu á svæðinu. - Mál.nr: 2013100050
Heiti máls: Deiliskipulag á Seltjarnarnesi
Lýsing: Fyrirspurnir um deiliskipulag á Seltjarnarnesi í tilefni af viðtali við Skipulagsstjóra í nóvemberhefti Nesfrétta.
Afgreiðsla: Skipulagsstjóri svaraði fyrirspurnum.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa
Skerjabraut 1-3 nýtt lóðablað. Mnr.2013110020
Unnarbraut 3 tímabundið leyfi fyrir gám. Mnr. 2013090076
Vesturströnd 16 smáhýsi, skv. gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð. Mnr. 2013100056
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.17.31.
Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign), Halldór Þór Halldórsson (sign), Stefán Bergmann (sign), Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)