Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

15. október 2013

2. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 15. október, 2013, kl.16:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Boðaðir: Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Friðrik Friðriksson boðaði forföll, Halldór Þór Halldórsson, Stefán Bergmann. Áheyrnarfulltrúar: Ragnhildur Ingólfsdóttir, frá ungmennaráði Egill Jóhannesson og Steinn Arnar Kjartansson

Stefán Eiríkur Stefánsson, bæjarverkfræðingur, Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson            Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Umferðamál

  1. Mál.nr:  2009050021
    Heiti máls: Umferðaröryggisáætlun.
    Lýsing:  Umferðaröryggisáætlun, formaður lýsir verkefninu.
    Afgreiðsla:   Kynnt.
  2. Mál.nr:  2013090077
    Heiti máls: Umferðaljós og hljóðmerki, hindranir í leið gangandi vegfaranda
    Málsaðili: Arnþór Helgason
    Lýsing:  Erindi um umferðaljós, hljóðmerki og hindranir í leið gangandi vegfarenda.
    Afgreiðsla:   Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarstjórnar.

    Umhverfismál
  3. Mál.nr:  2013050042
    Heiti máls: Sjóvarnir á Seltjarnarnesi 2013
    Lýsing:  Haugsetning efnis vegna viðhalds sjóvarna á Seltjarnarnesi.
    Afgreiðsla: Kynnt og vísað til umhverfisnefndar. Bæjarverkfræðingi verði falið að kanna heildar efnisþörf vegna sjóvarna á Seltjarnarnesi á næstu árum.

    Skipulagsmál
  4. Mál.nr. 2013100035/2009050052
    Heiti máls: Lögn við Sæból og að skolpveitu í Reykjavík
    Lýsing:  Tenging frá dælubrunni við Sæból í skolpveitu í Reykjavík
    Afgreiðsla: Kynnt
  5. Mál.nr: 2013100044
    Heiti máls: Hrólfsskálamelur deiliskipulagsbreyting vegna hliðrunar
    Málsaðili: Tenór ehf
    Lýsing: Hrólfsskálamelur, Suðurströnd breyting á deiliskipulagi vegna hliðrunar á húsinu Hrólfsskálamelur 10-18
    Afgreiðsla:   Samþykkt að vísa til bæjarstjórnar um auglýsingu að leiðréttum uppdrætti.
  6. Mál.nr: 2013100050
    Heiti máls:  Deiliskipulagsvinna, staða verkefna
    Lýsing:  Áform um deiliskipulagsvinnu á Seltjarnarnesi kynnt
    Afgreiðsla:  Kynnt.
  7. Mál.nr: 2013060016
    Heiti máls Ölfus aðalskipulagsbreytingar
    Lýsing:  Breytingar á aðalskipulagi í Ölfusi vegna breyttra reiðleiða nálægt æfingarsvæði fyrir torfæruhjól við Bolöldu og fleira.
    Afgreiðsla:  Kynnt

    Byggingamál
    Umsóknir
  8. Mál.nr: 2013100004
    Heiti máls: Hrólfsskálamelur 10-18 breytingar vegna hliðrunar
    Málsaðili: Tenór ehf.
    Lýsing:  Sótt er um breytingar og minnkun fjölbýlishúss
    Afgreiðsla:  Frestað en nefndin leggst ekki gegn því að bygging húss haldi áfram samkvæmt núgildandi byggingarleyfi.

    Fyrirspurnir
  9. Mál.nr. 2013070020
    Heiti máls: Austurströnd 3, fyrirspurn um gististað áður frestað
    Málsaðili: Fiskafurðir útgerð ehf
    Lýsing: Spurt er hvort leyft yrði að breyta notkun hluta miðhæðar í húsinu að Austurströnd 3 í gististað.
    Afgreiðsla:  Frestað og vísað til væntanlegrar deiliskipulagsvinnu á svæðinu.

    Stjórnsýslumál
  10. Mál.nr:  2013010037
    Heiti máls: Erindisbréf Skipulags- og umferðarnefndar
    Lýsing:  Erindisbréf til umfjöllunar eftir að ný samþykkt um afgreiðslur mála hjá Seltjarnarnesbæ birtist í stjórnartíðindum.
    Afgreiðsla:   Samþykkt en skipulagsstjóra falið að orða nokkrar breytingar og bæta inn vísun til Hafnarlaga á viðeigandi stað.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.18.00.

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign), Halldór Þór Halldórsson (sign), Stefán Bergmann (sign), Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?