189. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 23. júlí, 2013, kl.16:15 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Boðaðir:
Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Friðrik Friðriksson mætti ekki, Halldór Þór Halldórsson, Stefán Bergmann. Áheyrnarfulltrúi: Ragnhildur Ingólfsdóttir,
Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi
Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson Fundarritari: Þórður Ólafur Búason
Umferðamál
- Mál.nr: 2012100073
Heiti máls: Kortlagning hávaða innan sveitarfélagsins,.
Lýsing: Bæjarverkfræðingur Stefán Eiríkur Stefánsson kynnir tillögu að aðgerðaáætlun gegn hávaða
Afgreiðsla: Nefndin leggur til að bæjarstjórn auglýsi framlagða tillögu að aðgerðaráætlun gegn hávaða.
Skipulagsmál - Mál.nr. 2013070017
Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfis umsókn um breytingu v/Unnarbrautar 20
Málsaðili: Kristín G Gunnlaugsdóttir
Lýsing: Sótt er um deiliskipulagsbreytingu í Bakkahverfi vegna Unnarbrautar 20 til stækkunar á byggingarreit um ca 25 fm.
Afgreiðsla: Samþykkt að beina því til bæjarstjórnar að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 1. málsgrein 43.greinar Skipulagslaga nr.123/2010. - Mál.nr. 2013060013
Heiti máls: Nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, lýsing
Málsaðili: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Lýsing: Til umsagnar er Verkefnislýsing fyrir nýtt Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins
Afgreiðsla: Nefndin telur nauðsynlegt að benda á að taka þarf tillit til hagsmuna Seltjarnarnesbæjar vegna afréttarsvæðis Seltjarnarneshrepps hins forna.
Einnig þarf að taka tillit til mats á afleiðingum breytinga skipulags á höfuðborgarsvæðinu sem rýrt geta gæði samgönguleiða að og frá Seltjarnarnesi um höfuðborgarsvæðið í daglegri umferð.
Sömuleiðis þarf að taka tillit til mats á áhrifum nefndra skipulagsbreytinga á rýmingarleiðir í neyðartilvikum og minnt er á bókanir fulltrúa Seltjarnarnesbæjar í Svæðisskipulagsnefnd Höfuðborgarsvæðisins þar um .
Nefndin felur skipulagsstjóra að orða nánar ábendingar um fyrrgreind atriði í umsögn um verklýsinguna ásamt tilvísun í áður innsendar ábendingar og athugasemdir við skipulagsáform í Reykjavík og Kópavogi og umræður um þau á fyrri fundum nefndarinnar. - Mál.nr: 2013070018
Heiti máls: Deiliskipulag auglýst í Ölfusi fyrir akstursíþróttasvæði við Bolaöldu
Málsaðili: Sveitarfélagið Ölfus
Lýsing: Sveitarfélagið Ölfus kynnir tilllögu að deiliskipulagi fyrir aksturskennslusvæði og vélhjólaakstursbrautir við Bolaöldur.
Afgreiðsla: Nefndin felur skipulagsstjóra að ítreka áhyggjur af mengun og utansvæðisakstri. - Mál.nr: 2013070019
Heiti máls: Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík vegna niðurfellingar Mýrargötustokks og gatnamóta Geirsgötu og Kalkofnsvegar
Málsaðili: Reykjavíkurborg, Umhverfis- og skipulagssvið
Lýsing: Auglýsing Reykjavíkurborgar á breyttu aðalskipulagi vegna niðurfellingar Mýrargötustokks og gatnamóta Geirsgötu og Kalkofnsvegar
Afgreiðsla: Nefndin felur skipulagsstjóra að ítreka fyrri athugasemdir og rök.
Byggingamál
Umsóknir - Mál.nr: 2013070015
Heiti máls: Melabraut 33, umsókn um stækkun húss
Málsaðili: Jón Gunnsteinn Hjálmarsson
Lýsing: Sótt er um stækkun hússins að Melabraut 33 um 47 fm.
Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist deiliskipulagsskilmálum. Lokaúttekt.áskilin. - Mál.nr: 2013060044
Heiti máls: Miðbraut 22, umsókn um stækkun húss.
Málsaðili: Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir
Lýsing: Sótt er um byggingarleyfi fyrir 35 fm stækkun hússins að Miðbraut 22 vegna áforma um stækkun glugga, gerð svala og fleira.
Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist deiliskipulagsskilmálum. Lokaúttekt áskilin.
- Mál.nr: 2013060034
Heiti máls: Bollagarðar 1-7 leiðrétting skráningar.
Málsaðili: Theódóra Gísladóttir og fleiri
Lýsing: Sótt um byggingarleyfi vegna leiðréttrar skráningar á stærðum húsanna 1-7 sem byggð voru við Bollagarða á lóðinni Bollagarðar 1-41
Afgreiðsla: Samþykkt. Lokaúttekt áskilin.
Fyrirspurnir
- Mál.nr. 2013070020
Heiti máls: Austurströnd 3 fyrirspurn um gististað
Málsaðili: Fiskafurðir útgerð ehf
Lýsing: Spurt er hvort leyft yrði að breyta notkun fasteigna í húsinu að Austurströnd 3 sem eru íbúð og skrifstofur í gististað.
Afgreiðsla: Málið tekið til skoðunar afgreiðslu frestað.
- Mál.nr. 2013070001
Heiti máls: Lambastaðabraut 1 fyrirspurn um breytta notkun fasteignar.
Málsaðili: Ríkhardur Valtingojer
Lýsing: Spurt er hvort leyft yrði að breyta notkun fasteignar í húsinu að Lambastaðabraut 1 sem er atvinnuhúsnæði í íbúð.
Afgreiðsla: Neikvætt, samræmist ekki deiliskipulagi.
- Mál.nr. 2013070021
Heiti máls: Valhúsabraut 29 fyrirspurn um svalir
Málsaðili: Magnús Ó Óskarsson
Lýsing: Spurt hvort setja megi svalir á húsið að Valhúsabraut 29 samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Afgreiðsla: Samræmist deiliskipulagi, en svalir þurfa að falla betur að útliti hússins.
Önnur mál
- Mál.nr. 2013070002
Heiti máls: Nesbali, Göngustígur
Málsaðili: Gunnar Kr. Gunnarsson
Lýsing: Spurt um fyrirætlanir bæjarins um stíga um Nesbala.
Afgreiðsla: Erindinu vísað til deiliskipulagsvinnu í hverfinu og til vinnuhóps um merkingu gönguleiða á Seltjarnarnesi .
- Mál.nr. 2012090083
Heiti máls: Bollagarðar stígar og umferðaöryggi
Málsaðili: Gunnar G Gunnarsson
Lýsing: Spurt um stíga sem aðalteikningar húsa við Bollagarða 1-41 sýnir á lóð.
Afgreiðsla: Erindinu vísað til deiliskipulagsvinnu í hverfinu.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.19.45.
Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign), Halldór Þór Halldórsson (sign), Stefán Bergmann (sign),
Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)