Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

04. júní 2013
187. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 4. júní, 2013, kl.16:15 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

 

Boðaðir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Friðrik Friðriksson mætti ekki, Halldór Þór Halldórsson, Stefán Bergmann. Áheyrnarfulltrúi: Ragnhildur Ingólfsdóttir,

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson            Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

 

Skipulagsmál

  1. Mál.nr:  2013040028
    Heiti máls: Deiliskipulagsskilmálar varðandi grunnskóla,.
    Lýsing:  Erindi frá Skipulagsstofnun og Menntamálaráðuneyti
    Afgreiðsla:  Kynnt.
  1. Mál.nr. 2013060016
    Heiti máls: Deiliskipulag Vestursvæðis.
    Lýsing:  Drög að lýsingu deiliskipulagsverkefnis fyrir Vestursvæði að Lindarbraut.
    Afgreiðsla:  Nefndin samþykkir drögin til íbúakynningar.
  1. Mál.nr: 2013050030
    Heiti máls: Deiliskipulag Kolbeinsstaðamýri (Lambastaðamýri)
    Lýsing: Nýlega var haldin íbúafundur þar sem kynnt var lýsing deiliskipulagsverkefnis sem bæjarstjórn hefur samþykkt og send til umsagnar, Skipulagsstofnunar, Minjaverndar og Reykjavíkurborgar.
    Afgreiðsla:  Kynnt.
  2. Mál.nr: 2013020052
    Heiti máls:  Bygggarðasvæði endurauglýsing
    Lýsing:  Endurbætt drög að svörum við athugasemdum sem bárust þegar deiliskipulagstillaga var auglýst, kynnt.
    Afgreiðsla:   Skipulagsstjóra falið að ljúka svörum við athugasemdum.
    SB og RI viku af fundi við umfjöllun um svör sem snertu þeirra athugasemdabréf.
  3. Mál.nr: 2012110022
    Heiti máls  Lambastaðahverfi endurauglýsing
    Lýsing:  Drög að svörum við athugasemdum sem bárust þegar deiliskipulagstillaga var auglýst kynnt.
    Afgreiðsla: Skipulagsstjóra falið að ljúka svörum við athugasemdum.

    Byggingamál
    Umsókn
  4. Mál.nr: 2013050052
    Heiti máls: Hrólfsskálavör 8 stækkun glugga.
    Málsaðili: Helgi Þorsteinsson
    Lýsing: Sótt er um byggingarleyfi við húsið Hrólfsskálavör 8 vegna áforma um stækkun glugga, gerð svala og fleira.
    Afgreiðsla:  Samþykkt, samræmist byggingaskilmálum. Lokaúttekt áskilin.
  1. Mál.nr: 2013050050
    Heiti máls: Hrólfsskálamelur 10-18 ýmsar breytingar á íbúðum.
    Málsaðili: Tenór ehf.
    Lýsing: Sótt um byggingarleyfi vegna áforma um ýmsar smávægilegar breytingar á íbúðum í húsinu að Hrólfsskálamel 10-18 frá fyrri samþykkt.
    Afgreiðsla: Samþykkt. Lokaúttekt áskilin.

    Fyrirspurnir
  1. Mál.nr. 2013060004
    Heiti máls: Nesbali 8 fyrirspurn um svalalokun
    Málsaðili: Ágúst Fjeldsted
    Lýsing: Spurt er  hvort leyft yrði að loka svölum á Nesbala 8 með svipuðum hætti og granni hefur gert.
    Afgreiðsla: .Jákvætt að setja svalalokun en samræma þarf útlit við aðrar svalalokanir í raðhúsalengjunni.
  1. Mál.nr. 2013060026
    Heiti máls: Unnarbraut 20 fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu.
    Málsaðili: Kristín Gunnlaugsdóttir
    Lýsing: Spurt hvort breyta megi deiliskipulagi Bakkahverfis og stækka byggingareit fyrir stækkun og hækkun viðbyggingar við húsið Unnarbraut 20 í norðaustur meðfram bílskúr á Unnarbraut 18 og að lóðamörkum við Melabraut 7 og 9.  
    Afgreiðsla:  .Jákvætt, sækja þarf um deiliskipulagsbreytingu.

    Umferðar og hafnarmál
  1. Mál.nr. 2013050042
    Heiti máls: Smábátahöfn og sjóvarnir
    Lýsing: Bæjarverkfræðingur óskar framkvæmdaleyfa til að halda áfram gerð varanargarða við Smábátahöfn eftir upphaflegri hönnun Lofts Árnasonar og að bæta sjóvarnir sem Siglingastofnun lét gera við Gróttu sem hefur látið á sjá.
    Afgreiðsla:  Framkvæmdaleyfi ekki veitt, þar sem atkvæði féllu jafnt með og móti.
    Halldór Þór Halldórsson leggur fram svohljóðandi bókun: Undirritaður Halldór Þór Halldórsson leggur til að ekki verði ráðist í neinar framkvæmdir við höfnina nema með fullu samþykki þess fólks sem býr í námunda við hana. Hefur ekki orðið vart við neina umræðu um þetta mál og eðlilegt að fyrsta skrefið verði gerð deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið.
    Stefán Bergmann lagði fram eftirfarandi bókun: Undirritaður telur ekki tímabært að veita framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við smábátahöfn þar sem ekki hafa verið lögð fram verkfræðileg gögn vegna hennar. Varðandi framkvæmd við Gróttu liggur ekki fyrir formlegt mat á þörf og áhrifum með hliðsjón af friðlýsingu svæðisins og staðfestingu umsagnaraðila.

    Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:30

    Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign), Halldór Þór Halldórsson (sign), Stefán Bergmann (sign), 
    Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?