184.
fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 19. mars 2013, kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir:
Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson var fjarverandi, Hannes Richardsson boðaði forföll, Stefán Bergmann.
Áheyrnarfulltrúi: Ragnhildur Ingólfsdóttir
Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Þórður Ólafur Búason
Skipulagsmál
- Mál.nr. 2012090066
Heiti máls: Deiliskipulagsvinna á Seltjarnarnesi,
Lýsing: Áform um deiliskipulagsvinnslur á Seltjarnarnesi og þróun verkefna
Afgreiðsla: Kynnt. - Mál.nr. 2013030009
Heiti máls: Forval skipulagsráðgjafa
Lýsing: Seltjarnarnesbær hefur auglýst var eftir áhugasömum deiliskipulagsráðgjöfum og tugur áhugasamra hefur skilað inn erindi.
Afgreiðsla: Kynnt. - Mál.nr. 2013030019
Heiti máls: Aðalskipulag Kópavogs endurskoðun verkefnislýsing
Lýsing: Verkefnislýsing lögð fram að nýju til umsagnar vegna nýrrar skipulagsreglugerðar
Afgreiðsla: Kynnt. - Mál.nr. 2013030012
Heiti máls: Aðalskipulagi Reykjavíkur, verkefnislýsing breytingar vegna Mýrargötu-Geirsgötu
Lýsing: Verkefnislýsing lögð fram að nýju til umsagnar vegna nýrrar skipulagsreglugerð .
Afgreiðsla: Kynnt. Formanni og skipulagsstjóra falið að vinna umsögn í samræmi við umræður á fundinum
Byggingamál
Umsóknir - Mál.nr. 2013030018
Heiti máls: Víkurströnd 9 einbýlishús gluggabreyting og fleira
Málsaðili: Þorkell Bjarnason
Lýsing: Sótt er um breyta gluggum sem þarfnast endurnýjunar ásamt fleiru.
Afgreiðsla: Frestað.
Fyrirspurnir - Málsnúmer: 2013020030
Heiti máls: Grænamýri 1 spurt um mögulega stækkun sólstofu
Málsaðili: Pétur Már Halldórsson
Lýsing: Spurt hvort leyft yrði að stækka sólstofu við Grænumýri 1svipað og við húsið nr. 3.
Afgreiðsla: Jákvætt enda berist byggingarleyfisumsókn sem grenndarkynnt verður eða vísast til deiliskipulagsvinnu á svæðinu.
Önnur mál - Málsnúmer: 2009090037
Heiti máls: Grasvöllur á Valhúsahæð að beiðni Stefáns Bergmann
Lýsing: Deiliskipulag fyrir Valhúsahæð–fyrirmæli aðalskipulags Seltjarnarness 2006-2024.
Afgreiðsla: Málið rætt og og nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsvinnu á Valhúsahæð verði flýtt vegna hagsmuna á svæðinu.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9.15.
Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Stefán Bergmann og Ragnhildur Ingólfsdóttir.