Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

22. janúar 2013

182. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 22.janúar 2013, kl. 16:15 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson boðaði ekki forföll, Friðrik Friðriksson boðaði forföll, Stefán Bergmann.

Áheyrnarfulltrúi: Ragnhildur Ingólfsdóttir

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál

  1. Mál.nr. 2012090066
    Heiti máls: Deiliskipulagsáform Seltjarnarnesbæjar
    Lýsing: Lögð fram tillaga að röðun áframhaldandi deiliskipulagsvinnu á Seltjarnarnesi
    Afgreiðsla: Tillaga samþykkt.
  2. Mál.nr. 2013010032
    Heiti máls: Aðalskipulag Kópavogs tillaga að breytingu aðalskipulags.
    Málslaðili: Kópavogsbær
    Lýsing: Aðalskipulag Kópavogs bréf um tillögu að breytingu aðalskipulags sent til kynningar. Óskað er umsagnar eigi síðar en 3. febrúar, 2013.
    Afgreiðsla: Skipulagsstjóra falið að svara erindinu í samráði við fulltrúa bæjarins í Svæðisskipulagsnefnd SSH .
  3. Mál.nr. 2009080032
    Heiti máls: Hjúkrunarheimili deiliskipulag staðsetning
    Lýsing: Ósk frá Stefáni Bergmann um að ræða túlkun á bókun Skipulags- og mannvirkjanefndar á 180. fundi 7.12.2013.
    Afgreiðsla: Af gefnu tilefni áréttar nefndin að bókun á 180. fundi miðar að því að fella húsið betur að umhverfi en ekki gegn staðsetningunni sem slíkri.
  4. Mál.nr. 2012020029
    Heiti máls: Bygggarðar nýtt deiliskipulag.
    Lýsing: Lögboðinni kynningu á deiliskipulagi fyrir Bygggarðasvæðið og athugasemdafresti lauk 17. desember. Umsagnir bárust frá Húsafriðunarnefnd, OR og Veitustofnun Seltjarnarness. Athugasemdir bárust frá Kristínu og Sigurði Sefgörðum 28, Ívari Ívarssyni, Þór Sigurgeirssyni og Hirti Nielsen. Lagðar fram hugmyndir að svörum
    Afgreiðsla: Drög að svörum rædd og mótuð.
  5. Mál.nr. 2010120066
    Heiti máls: Suðurströnd, Hrólfsskálamelar nýtt deiliskipulag
    Lýsing: Lögboðinni kynningu sameiginlegs deiliskipulags fyrir Suðurströnd og Hrólfsskála-mela, athugasemdafresti lauk 17. desember. Aðeins eitt erindi barst frá nokkrum íbúum á Hrólfsskálamel 2-8 sem við athugun reyndist ekki athugasemd heldur ábending um breytingu skilmála í 4h hús. Byggingaráform hafa verið samþykkt og framkvæmdir eru þegar hafnar samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Bæjarstjórn hefur samþykkt að senda tillögu áfram til umfjöllunar Skipulagsstofnunnar.
  6. Afgreiðsla: Kynnt.
    Mál.nr. 2012080003
    Heiti máls: Vesturhverfi deiliskipulagsbreyting vegna Miðbrautar 34
    Málslaðili: Árný Sigríður Jakobsdóttir.
    Lýsing: Lögboðinni kynningu á breytingu deiliskipulags Vestur hverfis og athugasemdafresti lauk 17. desember. Athugasemdir hafa borist sem undirskriftalisti frá ýmsum nágrönnum sem fylgt er eftir með bréfi frá Draupnir ehf lögmannsþjónusta.
    Afgreiðsla: Frestað.
  7. Mál.nr. 2012110022
    Heiti máls: Lambastaðahverfi deiliskipulag og breyting vegna Skerjabrautar 1-3, endurauglýsing,
    Lýsing: Bæjarstjórn hefur samþykkt í samræmi við 40. grein skipulagslaga lýsingu sem Skipulagsstofnun hefur fjallað um og gerir ekki athugasemdir og að kynnt verði á íbúafundi öll gögn fyrir deiliskipulagsverkefnið.
    Íbúafundur vegna lýsingar var haldinn 10. janúar, 2013 og íbúafundur vegna kynningar er áformaður 31. janúar, 2013.
    Afgreiðsla: Kynnt.

    Byggingamál
    Umsóknir
  8. Málsnúmer: 2013010041
    Heiti máls: Skólabraut 3-5 - svalalokun
    Málsaðili: Húsfélag Skólabraut 3- 5
    Lýsing: Sótt er um samþykkt fyrir glerlokanir á svölum fyrir allt húsið en áform nú varða aðeins eina íbúð.
    Afgreiðsla: Samþykkt að leiðréttum teikningum enda verði samþykkt að endurnýjast fyrir hverja svalalokun þegar að áformum kemur. Áskilin lokaúttekt.

    Önnur mál
  9. Málsnúmer: 2013010067
    Heiti máls: Hugmyndir um hraðvagnakerfi hjá Strætó b.s.
    Lýsing: Bréf frá Strætó bs um hraðvagnakerfi sem óskað er að verði kynnt fyrir sveitarfélögum.
    Afgreiðsla: Kynnt.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:20.

Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Stefán Bergmann.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?