Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

18. desember 2012

181. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 18. desember.2012, kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Hannes Rúnar Richardsson boðaði forföll, Stefán Bergmann

Áheyrnarfulltrúi: Ragnhildur Ingólfsdóttir boðaði forföll

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál

  1. Mál.nr. 2012020029
    Heiti máls: Bygggarðar nýtt deiliskipulag.
    Lýsing: Lögboðinni kynningu á deiliskipulagi fyrir Bygggarðasvæðið og athugasemdafresti lauk 17. desember. Athugasemdir hafa borist.
    Afgreiðsla: Kynnt .
  2. Mál.nr. 2010120066
    Heiti máls: Suðurströnd, Hrólfsskálamelar nýtt deiliskipulag
    Lýsing: Lögboðinni kynningu sameiginlegs deiliskipulags fyrir Suðurströnd og Hrólfsskála-mela, athugasemdafresti lauk 17. desember. Athugasemd hefur borist..
    Afgreiðsla: Kynnt .
  3. Mál.nr. 2012080003
    Heiti máls: Vesturhverfi deiliskipulagsbreyting vegna Miðbrautar 34
    Málslaðili: Árný Sigríður Jakobsdóttir.
    Lýsing: Lögboðinni kynningu á breytingu deiliskipulags Vesturhverfis og athugasemdafresti lauk 17. desember. Athugasemdir hafa borist.
    Afgreiðsla: Kynnt .
  4. Mál.nr. 2012110022
    Heiti máls: Lambastaðahverfi deiliskipulag og breyting vegna Skerjabrautar 1-3, endurauglýsing,
    Lýsing: Bæjarstjórn samþykkti í samræmi við 40. grein skipulagslaga lýsingu fyrir deiliskipulagsverkefnið sem Skipulagsstofnun hefur fjallað um og gerir ekki athugasemdir.
    Kynningarfundur er áformaður 10. janúar, 2013.
    Afgreiðsla: Kynnt.

    Byggingamál
    Umsóknir
  5. Málsnúmer: 2012120032
    Heiti máls: Hrólfsskálamelur 2-8, reyndarteikningar
    Málsaðili: Landey ehf.
    Lýsing: Sótt um samþykkt reyndarteikningar fyrir fjölbýlishúsið á lóðinni Hrólfsskálamelur 2-8 vegna lokaúttektar.
    Afgreiðsla: Samþykkt að leiðréttum teikningum sannreyndum rúmmálsstærðum, áskilin lokaúttekt.
  6. Málsnúmer: 2012110058
    Heiti máls: Austurströnd 2, endurbyggð stofa á vestursvölum 6 hæðar.
    Málsaðili: Anna G Hafsteinsdóttir
    Lýsing: Sótt um að endurbyggja stofu með breyttu útlit á svölum íbúðar 0606 að Austurströnd 2 sbr. fyrirspurn nýlega sem fylgdi samþykki húsfélaga á Austurströnd 2 til 14 og eigenda í húsinu.
    Afgreiðsla: Samþykkt, áskilin lokaúttekt .

    Fyrirspurnir

    Málsnúmer: 2012100062
    Heiti máls: Nesbali 36.
    Málsaðili: Ásta Pétursdóttir og Júlíus Pétursson
    Lýsing: Fyrirspurn um hvort byggja megi hús sem er stærra en upphaflegir byggingaskilmálar leyfa. Áður frestað þess vegna á 176. fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar..
    Afgreiðsla: Vísað til deiliskipulagsvinnu svæðisins sem áformuð er árið 2013 .

    Önnur mál

    Málsnúmer: 2012110055
    Heiti máls: Tímabundnar jarðefnageymslur Seltjarnarnesbæjar
    Lýsing: Bæjarverkfræðingur spyr hvort áður notaðir safnstaðir fyrir jarðefni vegna verkefna hvers árs megi framvegis notast með sama hætti og áður hefur verið, frá borholuhúsi við Bygggarðasvæði að austan og á svæði þar sem áður voru matjurtagarðar.
    Afgreiðsla: Tillaga um eystra svæðið er ásættanlegri og lagt er til að öll áform um efnismóttöku verði metin hvað magn og nýtingu bæjarfélagsins varðar. Nefndin vekur athygli á að jarðefnahaugar hafa valdið truflun í náttúru Vestursvæðis og fjöldi athugasemda borist. Gæta þarf þess að jarðefnalager rísi ekki svo hátt að sjónlínur frá helstu útivistarstöðum spillist.

    Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:00.

Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Stefán Bergmann

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?