Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

47. fundur 03. september 2004

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Þórður Ólafur Búason, Stefán Bergmann, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Elín Helga Guðmundsdóttir auk þess sem Pétur Fenger fulltrúi Stætó sat fundinn.

Fundargerð ritaði Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Dagskrá:

1. Fundur settur
2. Nýtt leiðakerfi Strætó. Fulltrúi frá Strætó bs mætir á fundinn
3. Erindi frá ÆSÍS um mögulega stækkun fimleikahúss.
4. Erindi frá ÆSÍS um staðsetningu sparkvallar skv. samn. við KSÍ
5. Erindi frá fimleikadeild Gróttu þar sem óskað er eftir fundi með skipulags og mannvirkjanefnd Seltjarnarness, vegna nýs deiliskipulags.
6. Sefgarðamál
7. Erindi Áhugahóps um betri byggð á Seltjarnarnesi um skipulagsmál varðandi tölvumyndir af fjölbýlishúsum og fl, dags. 22. júlí 2004 móttekið 11. ágúst 2004.
8. Erindi frá Lilju Kjartansdóttir Melabraut 2 Seltjarnarnesi varðandi framkvæmdir við skilvegg á svölum 2. hæðar við húsið nr. 2 við Melabraut.
9. Umsókn frá Kristjáni H. Helgasyni Miðbraut 28 Seltjarnarnesi um klæðningu og nýtt þakjárn á húsið nr. 28 við Miðbraut.
10. Umsókn frá Þorsteini Guðjónssyni og Bjargey Aðalsteinsdóttir Bakkavör 8 Seltjarnarnesi varðandi leyfi fyrir byggingu garðskýlis og stiga af svölum. Einnig lagt fram skriflegt samþykki Helgu Kristínar Gunnarsdóttir Bakkavör 8 Seltjarnarnesi á teikningu Bjargeyjar Guðmundsdóttir arkitekts.
11. Umsókn frá Sigurði Kr. Árnasyni og Erni Sigurðssyni Miðbraut 12 Seltjarnarnesi um byggingu garðskála á lóð við Miðbraut 12 Seltjarnarnesi.
12. Umsókn frá Sigurjóni Gunnarssyni Lambastaðabraut 9 Seltjarnarnesi um viðbyggingu blómastofu við Lambastaðabraut 9 Seltjarnarnesi.
13. Erindi frá Halldór Haraldssyni Kirkjubraut 15 Seltjarnarnesi varðandi eignaskiptasamning á húseigninni Kirkjubraut 15 Seltjarnarnesi.
14. Umsókn frá Halldóri Haraldssyni, Katrínu Magnúsdóttir og Birni Péturssyni Kirkjubraut 15 Seltjarnarnesi um samþykki á reyndarteikningu af Kirkjubraut 15 Seltjarnarnesi.
15. Önnur mál.
a. Lagður fram úrskurður dags 29. júlí 2004 frá Úrskurðarnefnd skipulags og byggingamála vegna kæru íbúa Miðbrautar 27 á samþykkt skipulags og mannvirkjanefndar Seltjarnarness um byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóðinni nr. 25a við Miðbraut á Seltjarnarnesi.
b. Lagt fram erindi dags 17. ágúst frá Björk Hreinsdóttir og Birni G Aðalsteinssyni Lindarbraut 24 þar sem hætt er við fyrirhugaða viðbyggingu við hús nr. 24 við Lindarbraut.
c. Starfslýsing skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness.
16. Fundi slitið

1. Fundur settur af varaformanni kl. 08:04

2. Pétur Fenger fulltrúi Strætó bs var mættur á fundinn og kynnti breytingar sem fyrirhugaðar eru á leiðakerfi Strætó. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um áramót. Pétur vék af fundi.

3. Lagt fram erindi frá ÆSÍS um mögulega stækkun fimleikahúss, í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir við gervigrasvöll. Skipulagsnefnd minnir á að í framlögðu deiliskipulagi er gert ráð fyrir stækkun íþróttahúss og getur stækkun fimleikahúss vel fallið undir þann ramma. Nú þegar hefur verið gert ráð fyrir ákveðnu svæði norðan við fimleikahúsið, sem gæti fallið að þessum hugmyndum. Vísað til deiliskipulagsvinnu.

4. Lagt fram erindi frá ÆSÍS um staðsetningu sparkvallar skv. samn. við KSÍ. Samþykkt að vísa því til aðalskipulagsvinnunnar.

5. Lagt fram erindi frá fimleikadeild Gróttu þar sem óskað er eftir fundi með skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarness, vegna nýs deiliskipulags. Samþykkt að Inga Hersteinsdóttir formaður nefndarinnar og Ragnhildur Ingólfsdóttir hitti formann fimleikadeildar.

6. Lagt fram afrit af kæru eiganda Sefgarða 16 til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Byggingarfulltrúa falið að undirbúa svar.

7. Lagt fram erindi Áhugahóps um betri byggð á Seltjarnarnesi um skipulagsmál varðandi tölvumyndir af fjölbýlishúsum og fl, dags. 22. júlí 2004, móttekið 11. ágúst 2004. Tölvumyndir af byggð samkv. tillögu að skipulagi komu til bæjarskrifstofu 30. júní sl. og voru þær settar samdægurs upp á tölvur á bókasafni og á 2. hæð að Austurströnd 2. Þær voru settar út á vefinn 4. ágúst sl. Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.

8. Lagt fram erindi frá Lilju Kjartansdóttir, Melabraut 2, Seltjarnarnesi varðandi framkvæmdir við skilvegg á svölum 2. hæðar við húsið nr. 2 við Melabraut. Byggingarfulltrúa falið að svara bréfinu.

9. Lögð fram umsókn frá Kristjáni H. Helgasyni, Miðbraut 28, Seltjarnarnesi um klæðningu og nýtt þakjárn á húsið nr. 28 við Miðbraut. Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.

10. Lögð fram umsókn frá Þorsteini Guðjónssyni og Bjargey Aðalsteinsdóttir, Bakkavör 8, Seltjarnarnesi þar sem sótt er um leyfi fyrir byggingu garðskýlis og stiga af svölum. Fyrir liggur skriflegt samþykki Helgu Kristínar Gunnarsdóttir, Bakkavör 8, Seltjarnarnesi á teikningu Bjargeyjar Guðmundsdóttir arkitekts. Málinu frestað og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.

11. Lögð fram umsókn frá Sigurði Kr. Árnasyni og og Erni Sigurðssyni, Miðbraut 12, Seltjarnarnesi um byggingu garðhýsis á lóðinni Miðbraut 12, Seltjarnarnesi. Frestað.

12. Lögð fram umsókn frá Sigurjóni Gunnarssyni, Lambastaðabraut 9, Seltjarnarnesi um byggingu blómastofu við Lambastaðabraut 9, Seltjarnarnesi. Samþykkt að senda erindið í grenndarkynningu.

13. Lagt fram erindi frá Halldóri Haraldssyni, Kirkjubraut 15, Seltjarnarnesi varðandi eignaskiptasamning á húseigninni Kirkjubraut 15, Seltjarnarnesi. Erindið dregið til baka með nýju bréfi dags. 1. sept. 2004 frá Halldóri Haraldssyni.

14. Lögð fram umsókn frá Halldóri Haraldssyni, Katrínu Magnúsdóttur og Birni Péturssyni, Kirkjubraut 15, Seltjarnarnesi um samþykki á reyndarteikningu af Kirkjubraut 15, Seltjarnarnesi. Samþykkt.

15. Önnur mál:
a. Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 29. júlí 2004 vegna kæru íbúa Miðbrautar 27 á samþykkt skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness um byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóðinni nr. 25a við Miðbraut á Seltjarnarnesi.
b. Lagt fram erindi dags 17. ágúst frá Björk Hreinsdóttir og Birni G. Aðalsteinssyni, Lindarbraut 24 þar sem tilkynnt er að hætt er við fyrirhugaða viðbyggingu við hús nr. 24 við Lindarbraut.
c. Lögð fram lokaútgáfa af starfslýsingu (erindisbréfi) skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, eins og hún verður lögð fyrir bæjarstjórn.
d. Athugasemdafrestur við aðalskipulagið rennur út 3. sept. n.k. og athugasemdafrestur við deiliskipulagið rennur út 10. sept. n.k. Nefndarmenn óska eftir að fá innsendar athugasemdir sendar til sín við fyrsta tækifæri.

16. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 10:00

Ingimar Sigurðsson (sign) Elín Helga Guðmundsdóttir (sign)
Þórður Búason (sign) Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?