180. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, föstudaginn 7.12.2012, kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir:
Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Hannes Rúnar Richardsson boðaði forföll, Stefán Bergmann
Áheyrnarfulltrúi: Ragnhildur Ingólfsdóttir
Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Þórður Ólafur Búason
Skipulagsmál
-
Mál.nr. 2009080032
Heiti máls: Hjúkrunarheimili staðsetning
Lýsing: Erindi vísað frá Fjárhags- og launanefnd eftir fund 30. nóvember, 2012 þar sem fram hafa komið athugasemdir frá Sóknarnefnd og arkitekt Seltjarnarneskirkju við áform um staðsetningu hjúkrunarheimilis frá 2009, áður frestað á 179. fundi.
Afgreiðsla: Skipulags- og mannvirkjanefnd ályktar að óbreytt tillaga Arkís dags. 23.11.2012 falli ekki að byggðamynstri og götumynd svæðisins og skyggi á ásýnd kirkjunnar. Breytt þjónustuleið er þó til bóta. Skoða mætti tilfærslu og minnkun til þess að mæta athugasemd skipulagsnefndar ásamt athugasemdum arkitekts kirkjunnar og Sóknarnefndar.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 8:59.
Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Stefán Bergmann.