Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

04. desember 2012

179. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 4.12.2012, kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Hannes Rúnar Richardsson boðaði forföll, Stefán Bergmann

Áheyrnarfulltrúi: Ragnhildur Ingólfsdóttir

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál

  1. Mál.nr. 2009080032
    Heiti máls: Hjúkrunarheimili staðsetning
    Lýsing: Erindi vísað frá Fjárhags- og launanefnd eftir fund 30. nóvember, 2012 þar sem fram hafa komið athugasemdir frá Sóknarnefnd og arkitekt Seltjarnarneskirkju við áform um staðsetningu hjúkrunarheimilis frá 2009
    Afgreiðsla: Kynnt og máli frestað. Skipulagsfulltrúi leggi nefndinni til frekari gögn um afstöðu skipulagssvæðis fyrir hjúkrunarheimili ásamt kirkju og kirkjulóðar.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:45.

Bjarni Torfi Álfþórsson, Halldór Þór Halldórsson, Stefán Bergmann.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?