Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

20. nóvember 2012
178. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 20.11.2012, kl. 16:15 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Hannes Rúnar Richardsson boðaði forföll, Stefán Bergmann

Áheyrnarfulltrúi: Ragnhildur Ingólfsdóttir
Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Umferðamál

  1. Mál.nr. 2012100007/2011090072
    Heiti máls: Hjólastígar á Seltjarnarnesi og grunnnet almenningssamgangna og hjólastíga.
    Lýsing: Samþykkt fjárhags um að láta vinna heildaráætlun, Gögn um áætlanir og framlög ríkisins til gerðar aðalstíga á Seltjarnarnesi.
    Afgreiðsla: Staða mála kynnt og óskað eftir að bæjarverkfræðingur komi til fundar og kynni drög að áformum um framkvæmdir við hjóla- og göngustíga á Seltjarnarnesi.

    Skipulagsmál
  2. Mál.nr. 2012090077
    Heiti máls: Miðbraut 22 deiliskipulagsbreyting
    Málsaðili: Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir
    Lýsing: Sótt um skipulagsbreytingu, sem miðar að stækkun byggingarreits vegna áforma um viðbyggingu í stað ofanábyggingar sbr fyrirspurn sem S&M hefur áður fjallað um.
    Afgreiðsla: Samþykkt að auglýsa tillögu um breytt deiliskipulag að leiðréttum uppdrætti þar sem sýnd er málsetning byggingareits 3 metra hið minnsta frá lóðamörkum .
  3. Mál.nr. 2011110002
    Heiti máls: Landskipulagsstefna
    Lýsing: Umsagnarfrestur til 20. nóvember, umsögn SÍS (Sambands íslenskra sveitarfélaga) hefur borist nefndinni.
    Afgreiðsla: Skipulagsfulltrúa falið að senda inn til Skipulagsstofnunar athugasemd um að nefndin hafi kynnt sér birt gögn. Nefnin vekur athygli á atriðum sem varða Seltjarnarnes sérstaklega og áskilur sér rétt til að taka nokkur þeirra til sérstakrar umfjöllunar varðandi haf- og strandsvæði svo sem menningarminjar, nýtingu og forsögu höfuðborgarsvæðis.
  4. Mál.nr. 2012100068
    Heiti máls: Holtsgöng í Reykjavík.
    Lýsing: Fjallað hefur verið um breytingu í Samstarfsnefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt því verði Holtsgöng sem sýnd eru í Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 og Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 verði felld niður. Fulltrúar Seltjarnarness í samstarfsnefndinni gerðu athugasemdir við breytinguna fyrir ári.
    Afgreiðsla: Kynnt og þunglega tekið af nefndinni sem óskar eftir að bæjarstjórn feli fulltrúum Seltjarnarness í samstarfsnefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðinu að óska eftir heilstæðari umfjöllun um umferð og rýmingarleiðir um svæðið.

    Byggingamál
    Umsóknir
  5. Málsnúmer: 2012110047
    Heiti máls: Melabraut 29
    Málsaðili: Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson
    Lýsing: Sótt um opna tímabundið milli fasteigna vegna tímabundinnar sameiginlegrar notkunar með því að setja stiga milli hæða eða til 4 ára.
    Afgreiðsla: Samþykkt. Samræmist lögum nr 160/2010. Að fresti liðnum verði sótt um sameiningu í eina fasteign ella skal loka opi milli hæða. Áskilin lokaúttekt.
  6. Málsnúmer: 2012060087
    Heiti máls: Borholuhús við Bygggarða.
    Málsaðili: Seltjarnarnesbær
    Lýsing: Sótt um stækkun húss frá fyrri samþykkt.
    Afgreiðsla: Frestað og vísað til deiliskipulagsvinnu á Vestursvæði.
  7. Málsnúmer: 2012110025
    Heiti máls: Nesvegur 100 áður gerðar breytingar.
    Málsaðili: Magnús Helgi Jakobsson
    Lýsing: Sótt um áður gerðar breytingar. Sameign færð undir íbúð á 1. hæð. Samþykki allra meðeigenda fylgir á teikningu.
    Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist lögum 160/2010 og áskilin lokaúttekt.
  8. Málsnúmer: 2012100065
    Heiti máls: Miðbraut 1, áðurgerð íbúð.
    Málsaðili: Gauti Grétarsson
    Lýsing: Sótt um staðfestingu samþykktar á áðurgerðri íbúð, en þinglýstur eignaskipta-samningur frá 1994 nefnir þessa eign íbúð.
    Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist lögum 160/2010.
  9. Málsnúmer: 2012110026
    Heiti máls: Austurströnd 7, notkun breytt í kökugerð.
    Málsaðili: Hressó ehf
    Lýsing: Sótt er um að breyta notkun hússins að Austurströnd 7 úr bensínafgreiðslu í kökugerð.
    Afgreiðsla: Samþykkt, áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits, vinnueftirlits og lokaúttekt. Samræmist lögum 160/2010.

    Fyrirspurnir
  10. Málsnúmer: 2012110035
    Heiti máls: Austurströnd 2, fyrirspurn um sólstofu á
    Málsaðili: Anna G Hafsteinsdóttir
    Lýsing: Spurt hvort leyft yrði að byggja sólstofu á svalir við nv íbúð efstu hæðar í samræmi við áður innsent erindi. Nú fylgir samþykki húsfélagsstjórna á Austurströnd 4, 6, 8, 10, 12 og 14 og samþykki húsfélags nr. 2. og höfundarréttarhafa.
    Afgreiðsla: Jákvætt að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
  11. Málsnúmer: 2012100071
    Heiti máls: Skólabraut 5, fyrirspurn um sólstofu.
    Málsaðili: Jón Ágúst Ólafsson
    Lýsing: Eigandi íbúðar á 3h spyr hvort leyft yrði að setja svalalokanir úr plasti og gleri á hússins nr. 5 við Skólabraut.
    Afgreiðsla: Jákvætt að uppfylltum skilyrðum enda skyggi sólstofa ekki á þakkant og sótt verði um byggingarleyfi.
  12. Málsnúmer: 2012110044
    Heiti máls: Hofgarðar 16, fyrirspurn um sambýli.
    Málsaðili: Fjársjóður ehf.
    Lýsing: Spurt hvort leyft yrði að byggja sambýli með 4 íbúðum á einbýlishúsalóðinni nr. 16 við Hofgarða.
    Afgreiðsla: Vísað til deiliskipulagsvinnu svæðisins til skoðunar.
  13. Málsnúmer: 2012110045
    Heiti máls: Eiðismýri 4, fyrirspurn um sólstofu.
    Málsaðili: Guðmundur H Þorsteinsson
    Lýsing: Spurt er hvort leyft yrði að byggja sólstofu við raðhúsið að Eiðismýri 4.
    Afgreiðsla: Jákvætt að uppfylltum skilyrðum enda skyggi sólstofa ekki á þakkant og sótt verði um byggingarleyfi.
  14. Málsnúmer: 2012100082
    Heiti máls: Eiðistorg 13-15, fyrirspurn um breytingu iðnaðarhúsnæði í íbúðir.
    Málsaðili: Benedikt Á Guðmundsson
    Lýsing: Spurt hvort leyft yrði að breyta iðnaðarhúsnæði á 3. hæð Eiðistorgi 13-15 í íbúðir.
    Afgreiðsla: Jákvætt að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
  15. Málsnúmer: 2012110038
    Heiti máls: Nesvegur 100, fyrirspurn um skilti.
    Málsaðili: Hrossholt ehf.
    Lýsing: Spurt hvort setja má upp skilti á gangstétt eða á bílastæði við húsið Nesveg 100.
    Afgreiðsla: Neikvætt að setja skilti á gangstétt. Staðsetning á bílastæði er ekki í lögsögu Seltjarnarness.
  16. Málsnúmer: 2012110036
    Heiti máls: Kirkjubraut 10, fyrirspurn um stækkun húss.
    Málsaðili: Geir Óttar Geirsson
    Lýsing: Spurt hvort stækka megi hús og byggingareit.
    Afgreiðsla: Neikvætt, en vísað til deiliskipulagsvinnu svæðisins til skoðunar.

    Önnur mál
  17. Málsnúmer: 2012100066
    Heiti máls: Ráðagerði, umsókn um breytta og stækkaða lóð í kjölfar framkvæmda.
    Málsaðili: Finnur Jónsson.
    Lýsing: Sótt er um breytingu á lóð, leiðréttingu á stærð, stækkun úr þinglýstri stærð 864 fm í 930 fm og hliðrun vegna framkvæmda sem að hluta voru samkvæmt samþykktu byggingarleyfi út fyrir lóðamörk samkvæmt samþykktu lóðablaði.
    Afgreiðsla: Samþykkt hliðrun á lóð en ekki stækkun.
  18. Málsnúmer: 2012100091/2008090073
    Heiti máls: Grótta, veðurstöð.
    Málsaðili: Veðurstofa Íslands.
    Lýsing: Uppsetning veðurstöðvar í Gróttu í samráði við Seltjarnarnesbæ áður samþykkt 20.nóvember, 2008.
    Afgreiðsla: Frestað. Óskað eftir að skoðaður verði möguleiki á annarri staðsetningu en í Gróttu eða lögð fram nánari skýringum á staðsetningu.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:30.

Bjarni Torfi Álfþórsso

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?