176. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, fimmtudaginn 18.10.2012, kl. 16:30 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Boðaðir:
Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Hannes Rúnar Richardsson, Stefán Bergmann
Áheyrnarfulltrúi: Ragnhildur Ingólfsdóttir
Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Þórður Ólafur Búason
Skipulagsmál
Mál.nr. 2010120066
- Heiti máls: Deiliskipulags Suðurstrandar og Hrólfsskálamels breyting og sameining
Lýsing: Deiliskipulags- og skýringaruppdráttur lagður fram að nýju.
Afgreiðsla: Samþykkt til auglýsingar og vísað til bæjarstjórnar
Mál.nr.: 2012020029 - Heiti máls: Deiliskipulag Bygggarða
Lýsing: Tillaga: deiliskipulagsuppdráttur, greinargerð og skýringargögn sem kynnt verða á almennum fundi 23. október, 2012.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir deiliskipulagstilllögu til auglýsingar komi ekki til stórvægilegra athugasemda á íbúafundi og vísar til bæjarstjórnar.
Byggingamál - Mál.nr. 2012100049
Heiti máls: Hrólfsskálamelur 10-18, fjölbýlishús
Málsaðili: Landey ehf
Lýsing: Sótt um byggingaleyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með 31 íbúð að Hrólfsskálamel 10 til 18
Afgreiðsla: Frestað með vísan til bókunar um fyrirspurn á 175. fundi og naumrar byggingalýsingar.
Byggingamál fyrirspurnir - Mál.nr.: 2012100002
Heiti máls: Eiðistorg 13-15 Fyrirspurn um breytingu á notkun sem er iðnaður í gististað
Málsaðili: Héðinn Þór Helgason
Lýsing: Spurt hvort leyft yrði að setja upp gistihúsarekstur á 3. hæð húss.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina enda verði sótt um byggingarleyfi sem fylgi samþykki húsfélags auk samráðs við heilbrigðiseftirlit og aðrar eftirlitsstofnanir sem fylgjast með búnaði gististaða. - Mál.nr.: 2012100045
Heiti máls: Melabraut 29 fyrirspurn um stigagat milli hæða
Málsaðili: Charlotta Björk Steinþórsdóttir
Lýsing: Spurt hvort leyft yrði að setja stiga milli hæða.
Afgreiðsla: Jákvætt enda verði sótt um byggingarleyfi - Mál.nr.: 2012090077
Heiti máls: Miðbraut 22 fyrirspurn um stækkun.
Málsaðili: Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir
Lýsing: Spurt hvort leyft yrði að byggja við á 1.hæð út fyrir byggingareit í stað 2. hæðar.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í að umsækjandi láti vinna deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað og sótt verði um byggingarleyfi. - Mál.nr: 2012100062
Heiti máls: Nesbali 36 fyrirspurn um húsbyggingu
Málsaðili: Ásta Pétursdóttir og Júlíus Pétursson
Lýsing: Spurt hvort leyft yrði að byggja á lóð samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum
Afgreiðsla: Frestað, samræmist ekki upphaflegum byggingaskilmálum sem fylgdu lóð, og gerðu ráð fyrir nýtingarhlutfalli 0,3.
Önnur mál - Mál.nr.: 2011070110
Heiti máls: Granaskjól 82, andmæli við bókun Skipulags og mannvirkjanefndar
Málsaðili: Ingþór Guðni Júlíusson
Lýsing: Granaskjól 82, bréf aðila til Seltjarnarnesbæjar vegna bréfs eftir fyrri samþykkt.
Afgreiðsla: Bókun nefndarinnar á 173. fundi var ósk Seltjarnarnesbæjar, sem landeiganda, varðandi lokun á hliði á girðingu á lóð Granaskjóls 82. Granaskjól 82 er innan marka Reykjavíkurborgar og því ekki í lögsögu Skipulagsnefndar Seltjarnarnesbæjar að gera athugasemdir sem yfirvald. Varðandi lokafrágang lands telur nefndin eðlilegt að því verki verði lokið sem fyrst. Að öðru leyti lítur nefndin svo á að ágreiningur milli íbúa að Granaskjóli 82 og Grænumýri 6-8 komi ekki inn á verksvið Skipulags- og mannvirkjanefndarinnar. - Mál.nr.:: 2012090063
Heiti máls: Gjaldsskrá byggingarfulltrúa breyting
Lýsing: Breytingar á gjaldskrá byggingarfulltrúa, leyfisveitingar og þjónusta
Afgreiðsla: Frestað - Mál.nr.: 2012090063
Heiti máls: Gjaldsskrá vegna skipulags
Lýsing: Ný gjaldsskrá vegna skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfa
Afgreiðsla: Samþykkt - Mál.nr.: 2009040071
Heiti máls: Bílastæði við Íþróttamiðstöð, bréf Íþrótta og tómstundaráðs til Skipulags og mannvirkjanefndar frá 2009
Lýsing: Bréf um bílastæði við Íþróttamiðstöð lagt fram til upprifjunar.
Afgreiðsla: Kynnt. - Mál.nr.:: 2011010038/2010030096
Heiti máls: Tjarnarmýri 2 Kæra til USB v/samþykktar um byggingaráform
Málsaðili: Margrét Þorsteinsdóttir
Lýsing: Úrskurður Úrskurðanefndar umhverfis og auðlindamála vegna kæru, þar sem breytt byggingaráform samþykkt 2.12.2010 eru felld úr gildi og áform þá felld úr gildi samþykkt 14.5.2010 taka gildi að nýju.
Afgreiðsla: Nefndin vekur athygli umsækjanda á að endurnýja þarf samþykkt eldri áforma um byggingarleyfi og sækja um breytingar að nýju. - Mál.nr.: 2012100068
Heiti máls: Landsspítali, háskólasjúkrahús
Lýsing: Landsspítali athugasemdir við deiliskipulag í Reykjavík
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að senda athugasemdir við deiliskipulagstillögu um Nýja- Landsspítala-háskólasjúkrahús.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:40.
Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Rúnar Richardsson, Stefán Bergmann.