Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

16. október 2012

175. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 16.10.2012, kl. 16:30 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Hannes Rúnar Richardsson, Stefán Bergmann

Áheyrnarfulltrúi: Ragnhildur Ingólfsdóttir

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Umferðamál

  1. Mál.nr. 2012080019/
    Heiti máls: Aðgerðir Seltjarnarnesbæjar vegna hraðatakmarkana.
    Lýsing: Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur leggur fram tillögu um hraðahindrun á Nesbala og Nesvegi ásamt þrengingu á Vallarbraut.
    Afgreiðsla: Tillögur bæjarverkfræðings samþykktar en kynning verði send til íbúa.
  2. Mál.nr. 2012100007/2011090072/
    Heiti máls: Grunnnet almenningssamgangna og hjólastíga. Reiðhjóla og göngustígar á Seltjarnarnesi
    Málsaðili: Landssamtök hjólreiðamanna
    Lýsing: Bréf og tillögur að hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu.
    Afgreiðsla: Kynnt.

    Skipulagsmál
  3. Mál.nr. 2010120066
    Heiti máls: Deiliskipulags Suðurstrandar og Hrólfsskálamels breyting og sameining
    Lýsing: Deiliskipulags- og skýringaruppdráttur
    Afgreiðsla: Skipulagsstjóra falið að ljúka málinu í samræmi við umræður á fundinum.
  4. Mál.nr. 2012020029
    Heiti máls: Deiliskipulag Bygggarðar
    Lýsing: Greinargerðir, tillögur um deiliskipulags- og skýringaruppdrætti vegna Bygggarðasvæðis, VA arkitektar mættir á fundi, Richard Briem og Ön Þór Halldórsson.
    Afgreiðsla: VA arkitektar gerðu grein fyrir verkefninu og nefndin samþykkir að kynna hugmyndir fyrir íbúum.
  5. Mál.nr. 2012020064
    Heiti máls: Skerjabraut 1-3, deiliskipulagsbreyting
    Málsaðili: Kaflar ehf
    Lýsing: Að lokinni kynningu eru lagðar fram auk tillögu til breytingar deiliskipulags Lambastaðahverfis vegna Skerjabrautar 1-3, athugasemdir frá Ólafi Gunnarssyni, Ingibjörg Ósk Jónsdóttir, Árni Jón Reginsson og Ágústa Pálsdóttir.
    Afgreiðsla: : Skipulagsstjóra falið að ljúka svörum við athugasemdum í samráði við lögfræðing Seltjarnarnesbæjar
  6. Mál.nr. 2010120031
    Heiti máls: Melabrautar 33, deiliskipulagsbreyting vegna viðbyggingar
    Málsaðili: Jón Gunnsteinn Hjálmarsson
    Lýsing: Að lokinni kynningu lagður fram tillöguuppdráttur að breyttu deiliskipulagi Vesturhverfis vegna Melabrautar 33, engar athugasemdir bárust.
    Afgreiðsla: Samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.

    Byggingamál fyrirspurnir
  7. Mál.nr.: 2012090060
    Heiti máls: Hrólfsskálamelur 10-18.
    Málsaðili: Landey efh
    Lýsing: Spurt hvort leyft yrði að byggja fjölbýlishús að Hrólfsskálamel 10 -18 samkvæmt meðfylgjandi teikningum og ákvæðum byggingarreglugerðar 2011 sbr undanþáguákvæði með tilvísun í reglugerð frá 1998.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari rökstuðningi frá hönnuði.
  8. Mál.nr.: 2012080022
    Heiti máls: Lindarbraut 13 GSM loftnet Vodafone ehf
    Málsaðili: Veitustofnun Seltjarnarness
    Lýsing: Spurt hvort leyft yrði að setja GSM til viðbótar á húsið að Lindarbraut 13
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið með vísan í gr.2.3.1, 2.3.5.d í byggingarreglugerð nr 112/2012, enda verði sótt um byggingarleyfi.

    Önnur mál
  9. Mál.nr.: 2012090013
    Heiti máls: Lindarbraut 13 andmæli granna við GSM loftnet
    Málsaðili: Sófus Guðjónsson og fleiri
    Lýsing: Grannar andmæla samþykkt GSM loftneta á hús Veitustofnunar
    Afgreiðsla: Skipulagsstjóra falið að svara erindi.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:20.

Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Rúnar Richardsson, Stefán Bergmann.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?