172. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 17.7.2012, kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir:
Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Rúnar Richardsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir. Stefán Bergmann áheyrnarfulltrúi boðaði forföll
Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Þórður Ólafur Búason
Skipulagsmál
- Mál.nr. 2012020029, 2012070010
Heiti máls: Deiliskipulag Bygggarðar forkynningum lokið.
Lýsing: Forkynningu er lokið. Óskir íbúa í Sefgörðum 22-28 eru að gert verði skriflegt samkomulag um aðkomu að Lækningaminjasafni.
Afgreiðsla: Erindið lagt fram. - Málsnúmer:2012020064
Heiti máls: Skerjabraut 1-3, deiliskipulagsbreyting
Málsaðili: Kaflar ehf
Lýsing: Leiðréttur uppdráttur, breyting einnig varðandi kvaðir um lagnir á lóð.
Afgreiðsla: Tillaga samþykkt til auglýsingar. Ragnhildur Ingólfsdóttir sat hjá . - Málsnúmer: 2010120031
Heiti máls: Melabraut 33, deiliskipulagsbreyting vegna viðbyggingar
Málsaðili: Jón Gunnsteinn Hjálmarsson
Lýsing: Tillöguuppdráttur að breyttu deiliskipulagi frá Einari Ólafssyni arkitekt.
Afgreiðsla: Tillaga samþykkt til auglýsingar - Málsnúmer: 2011020045
Heiti máls: Holtsgöng breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins
Lýsing: Tillaga samþykkt í skipulagsráði Reykjavíkur til kynningar 10.7 til 4.9.2012
Afgreiðsla: Kynnt - Málsnúmer: 2010120066
Heiti máls: Suðurströnd/Hrólfsskálamelur samkomulag aðila
Lýsing: Samkomulag við húsfélag á Hrólfsskálamel um breytta stíga og sameiginlegt sorpgerði.
Afgreiðsla: Kynnt
Fyrirspurnir - Málsnúmer: 2012070024
Heiti máls Miðbraut 17 fyrirspurn um gluggabreytingar
Málsaðili: Björn Gunnlaugsson
Lýsing: Spurt er hvor leyft yrði að bæta við póstum og opnanlegu fagi í glugga á 1. hæð
Afgreiðsla: Jákvætt enda verði sótt um byggingarleyfi. - Málsnúmer: 2012070016
Heiti máls Vesturströnd 1 fyrirspurn um áður gerða stækkun og breytt burðarvirki.
Málsaðili: Björn Jóhannesson
Lýsing: Spurt er samþykkt yrði áðurgerð stækkun út yfir svalir að norðaustan og leyft að fjarlægja steyptan vegg undir glugga sem áður var að svölum.
Afgreiðsla: Jákvætt enda verði sótt um byggingarleyfi. - Málsnúmer: 2012070014
Heiti máls: Vallarbraut 3 fyrirspurn um byggingu bílskúrs
Málsaðili: Elín Jórunn Baldvinsdóttir
Lýsing: Spurt.er hvort leyft yrði að að byggja bílskúr eins og áformað var í upphafi.
Afgreiðsla: Samræmist skipulagi. Jákvætt enda verði sótt um byggingarleyfi. - Málsnúmer: 2012070027
Heiti máls Skerjabraut 5A fyrirspurn um viðbyggingu
Málsaðili: Gísli Kristján Ólafsson
Lýsing: Spurt er hvort leyfð yrði viðbygging á tveimur hæðum suðaustan við hús.
Afgreiðsla: Samræmist skipulagi. Jákvætt enda verði sótt um byggingarleyfi.
Byggingamál umsókn - Málsnúmer: 2012070020
Heiti máls: Sefgarðar 3, breytt notkun húsnæðis í leikhús og vínveitingastað í eitt ár.
Málsaðili: Þyrping ehf
Lýsing: Sótt um breytt notkun húsnæðis úr leikhúsi í leikhús og veitingastað í flokki III vegna umsóknar um rekstrarleyfi hjá lögreglustjóra.
Afgreiðsla: Synjað,vegan grenndar við íbúðahverfi.
Önnur mál - Málsnúmer: 2011100005
Heiti máls: Lindarbraut 9 og Lindarbraut 11 verkstæðisskúr á lóð, bréf dags. 14.3.2012
Málsaðili: Haraldur Ólafsson
Lýsing: Óskað er svara Seltjarnarnesbæjar vegna Lindarbrautar 9 og 11.
Afgreiðsla: Lóðamörk eru samkvæmt þinglýstu mæliblaði. Mæliblaði sem gert var 1991 hefur ekki verið þinglýst og er því ekki í gildi. Varðandi spurningu um að fjarlægja verkstæðisskúr vísast til svars nefndarinnar til eiganda Lindarbrautar 9 frá 157. fundi 19.4.2011 - Málsnúmer: 2011120026
Heiti máls: Vegvísir í friðlandinu, framkvæmdaleyfi
Málsaðili: Umhverfisstofnun
Lýsing: Sótt er um leyfi til að setja upp skilti við friðlandið við Bakkatjörn og Gróttu
Afgreiðsla: Samþykkt.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10.15.
Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Rúnar Richardsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir