Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

15. maí 2012

170. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 15.5.2012, kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Boðaðir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Hannes Rúnar Richardsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Stefán Bergmann áheyrnarfulltrúi kom ekki til fundarins

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Byggingamál umsóknir

  1. Málsnúmer: 2012040039
    Heiti máls: Eiðistorg 17
    Málsaðili: ISKOD ehf
    Lýsing: Reyndarteikningar af þjálfunarhúsnæði
    Afgreiðsla: Samþykkt
  2. Málsnúmer: 2012050010
    Heiti máls Kolbeinsmýri 11
    Málsaðili: Kristín Björk Jónsdóttir
    Lýsing: Sótt um að gera stærri glugga á kjallara, samþykki granna fylgir á teikningu.
    Afgreiðsla: Samþykkt
  3. Málsnúmer: 2012020077
    Heiti máls: Lindarbraut 13
    Málsaðili: Nova ehf
    Lýsing: GSM loftnet á hús, afgreitt jákvætt á 99. fundi stjórnar veitustofnunar
    Afgreiðsla: Samþykkt
  4. Málsnúmer: 2012050005
    Heiti máls: Tjarnarstígur 14
    Málsaðili: Albert Guðmundsson og Björgúlfur Ólafsson
    Lýsing: Stækkun húss og hækkun þaks. Áður fjallað um fyrirspurn óbreytta.
    Afgreiðsla: Samþykkt, enda um óveruleg frávik frá deiliskipulagi að ræða.
  5. Málsnúmer: 2012050013
    Heiti máls: Vallarbraut 18,
    Málsaðili: Friðrika Þóra Harðardóttir
    Lýsing: Sólstofa, endurbygging.
    Afgreiðsla: . Samþykkt, að lagfærðum uppdráttum, samræmist deiliskipulagi.

    Fyrirspurnir
  6. Málsnúmer: 2012020064
    Heiti máls Skerjabraut 1-3
    Málsaðili: Kaflar ehf
    Lýsing: Breyttar fyrirspurnateikningar eftir aths. síðasta fundar.
    Afgreiðsla: Skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarness heimilar að Kaflar ehf hefji undirbúning að breytingu deiliskipulags miðað við framlögð gögn og umræður um efstu hæð hússins. Ragnhildur Ingólfsdóttir fagnar minnkuðu byggingamagni en situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Halldór Þór Halldórsson leggur fram svohljóðandi bókun varðandi fjölda bílastæða við Skerjabraut 1-3:

    Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu þann 28. mars 2012 , voru 2657 ökutæki skráð á Seltjarnarnesi. Samkvæmt upplýsingum Póstsins eru um 1430 heimili á Seltjarnarnesi. Því eru um 1,86 bílar á heimili. Bílafjöldi hefur aukist mjög á liðnum áratugum og mun sú þróun væntanlega halda áfram.
    Samkvæmt gildandi skipulagi eiga að vera tvö bílastæði á lóð fyrir hverja íbúð á þessu svæði. Frávik frá því tel ég ekki skynsamlega. Rúmist ökutæki ekki á lóð viðkomandi húsnæðis leggja ökumenn bílum sínum við nærliggjandi götur. Nesvegurinn er önnur aðalaðkomuleiðin að Seltjarnarnesi. Mjög slæmt væri ef þar freistuðust ökumenn til að leggja bílum sínum. Hinn valkosturinn er Skerjabraut. Sú gata er íbúðargata og einnig eina akstursleið íbúa við Selbraut, Sólbraut og Sæbraut.
    Tel ég rétt að leitað verði eftir áliti og samþykkt íbúa ofangreindra gatna ef víkja á frá skipulagi.

    Skipulagsmál
  7. Málsnúmer:  2012020029
    Heiti máls: Deiliskipulag Bygggarðar
    Lýsing: VA arkitekar mæta á fundinn og gera grein fyrir forsendum og vinnu í kjölfar kynningarfundar.
    Afgreiðsla: Skipulags- og mannvirkjanefnd telur margar áhugaverðar tillögur hafa komið fram og er einróma meðmælt lágri byggð að mörkum svæðisins austan, sunnan og vestan og aukinni hæð að norðan. Stefnt verði að kynningu um mánaðarmótin maí, júní.

    Önnur mál
  8. Málsnúmer:  2010040021 og 2011100055
    Heiti máls: Fornleifarannsóknir í Nesi
    Lýsing: Áframhald rannsókna 2012
    Afgreiðsla: Kynnt.
  9. Málsnúmer:  2012030035
    Heiti máls: Miðbraut 28, óleyfisframkvæmdir
    Málsaðili: Friðrik Örn Hjaltested
    Lýsing: Óleyfisframkvæmdir, stöðvun, fyrsta svar aðila
    Afgreiðsla: Ófullnægjandi gögn.
  10. Málsnúmer: 2011070110
    Heiti máls Granaskjól 82 Grænamýri 6-8
    Málsaðili: Ingþór Guðni Júlíusson
    Lýsing: Breytt erindi um girðingu á mörkum lóðar í Reykjavík að Seltjarnarnesi.
    Afgreiðsla: Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar til ákvæða í byggingarreglugerð og gerir ekki athugasemd við ef hæð girðingar verður ekki hærri en sem nemur fjarlægð frá bæjarmörkum.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10.30.

Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Hannes Rúnar Richardsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?