Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

24. apríl 2012

169. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 24.4.2012, kl. 16:15 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Hannes Rúnar Richardsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Stefán Bergmann áheyrnarfulltrúi

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Byggingamál umsóknir

  1. Málsnúmer: 2011050038
    Heiti máls: Skólabraut 10, Umsókn um breyttar flóttaleið á þaki
    Málsaðili: Hjálpræðisherinn á Íslandi
    Lýsing: Svölum breytt í flóttasvalir, eldri samþykkt verði felld úr gildi. Fyrirspurn fékk jákvæða umsögn. Teikningar áritaðar af SHS. hafa borist.
    Afgreiðsla: Samþykkt

    Fyrirspurnir
  2. Málsnúmer: 2012020064
    Heiti máls Skerjabraut 1-3 fyrirspurn um nýbyggingu fjölbýlis
    Málsaðili: Kaflar ehf
    Lýsing: Fjölbýlishús 2500 fm með bílastæði á lóð 18 til 24 íbúðir nýjar fyrirspurnarteikningar og skuggavarps athugun fylgir
    Afgreiðsla: Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í fyrirspurn en felur skipulagsstjóra að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri við málsaðila.

    Skipulagsmál
  3. Málsnúmer: 2012020029
    Heiti máls: Deiliskipulag Bygggarðar
    Lýsing: Lýsing verkefnis sem Bæjarstjórn hefur samþykkt til sendingar til Skipulagsstofnunar
    Afgreiðsla: Skipulags- og Mannvirkjanefnd hefur verið kynnt verklýsing við deiliskipulag Bygggarðasvæðis og lýsir ánægju með lýsingu á kynningarferli og samráði við íbúa. Nefndin leggur áherslu á að ný byggð rísi ekki hærra en núverandi byggð.

    Önnur mál.
  4. Málsnúmer:
    Heiti máls: Skipulagsmál á Seltjarnarnesi
    Málsaðili: Ragnhildur Ingólfsdóttir
    Lýsing: Aðalskipulag, deiliskipulagsverkefni.
    Afgreiðsla: Málið rætt.

    Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18.

Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Hannes Rúnar Richardsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Stefán Bergmann

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?