168. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 20.3.2012, kl. 16:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Boðaðir:
Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir kom kl.17:30, Halldór Þór Halldórsson, Hannes Rúnar Richardsson boðaði forföll, Ragnhildur Ingólfsdóttir.
Stefán Bergmann áheyrnarfulltrúi
Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson. Fundarritari: Þórður Ólafur Búason
Byggingamál umsóknir
- Málsnúmer: 2012030004
Heiti máls Sæbraut 19 gluggar
Málsaðili: Þór Arnarson
Lýsing: Sótt um að gera glugga á kjallara
Afgreiðsla: Samþykkt - Málsnúmer: 2009060018
Heiti máls: Vesturströnd 29 sólstofa
Málsaðili: Haraldur Jónsson
Lýsing: Viðbygging 28 fm, 84 rm,
Afgreiðsla: Samþykkt. Áskilin lokaúttekt.
Fyrirspurnir - Málsnúmer: 2010120031
Heiti máls Melabraut 33 viðbygging
Málsaðili: Jón Gunnsteinn Hjálmarsson
Lýsing: Tómstundaherbergi verði í núverandi bílskúr og nýr verði byggður út fyrir byggingareit, samþykki granna fylgir á teikningu, sjá meðf.
Afgreiðsla: Málsaðila er heimilt að láta vinna deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað. Samþykki breytingar á deiliskipulagi er forsenda samþykktar og útgáfu byggingaleyfis. - Málsnúmer: 2012030029
Heiti máls Miðbraut 30 fyrirspurn um stækkun bílskúrs
Málsaðili: Bergmann Magnús Bjarnason
Lýsing: Breikkun og hækkun bílskúrs innan byggingareits
Afgreiðsla: Jákvætt, enda verði stótt um byggingaleyfi. Umsækjanda bent á að lækka mestu hæð bílskúrs. - Málsnúmer: 2012020059
Heiti máls Miðbraut 34 fyrirspurn um hækkun þaks
Málsaðili: Ívar Ívarsson
Lýsing: Hækkun þaks í mænishæð 2,5 m fékk áður neikvæða umfjöllun. Nú spurt hvort deiliskipulagsbreyting er möguleg.
Afgreiðsla: Sýna þarf grennd og ásýnd nærliggjandi húsa áður en málsaðila verður heimilað að láta vinna deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað. Samþykki breytingar á deiliskipulagi er forsenda samþykktar og útgáfu byggingaleyfis.
Skipulagsmál - Mál.nr. 2010120066
Heiti máls: Deiliskipulag skóla og stofnanasvæðis á Seltjarnarnesi
Lýsing: Athugasemdir við kynningu
Afgreiðsla: Kynnt, skipulagsfulltrúa falið að undirbúa breytta skipulagstillögu í samræmi við umræður á fundinum. - Mál.nr. 2012020029
Heiti máls: Deiliskipulag Bygggarðar
Lýsing: Verkstaða, tilboð hafa verið opnuð.
Afgreiðsla: Kynnt . - Mál.nr. 2012020062
Heiti máls: Kirkjugarður á Seltjarnarnesi, fyrirspurn
Málsaðili: Seltjarnarnessókn
Lýsing: Hugmyndir um staðsetningu kirkjugarðs í Nesi áður kynntar, hugmyndir um duftreit við Seltjarnarneskirkju væntanlegar.
Afgreiðsla: Kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að vinna að frumkönnun með sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju um duftkirkjugarð við kirkjuna.
Framkvæmdir - Málsnúmer: 2012020073, 2012050072, 2011110001 og 2011010066,
Heiti máls Framkvæmdir við veitur og strandvarnir
Lýsing: Strandvarnir, veitur, kynnt lauslega á síðasta fundi, bæjarverkfræðingur gerir grein fyrir málum
Afgreiðsla: Kynnt.
Önnur mál. - Mál.nr. 2012030035
Heiti máls: Miðbraut 28, óleyfisframkvæmdir
Málsaðili: Friðrik Örn Hjaltested
Lýsing: Málsaðili hafði áður komið til viðtals bæði við fyrri og núverandi byggingarfulltrúa í haust viðrað hugmyndir um framkvæmdir. Nú hafa verið reistar grindur klæddar byggingaplasti. Rætt við eiganda og væntanlegan hönnuð á staðnum fyrr í mánuðinum vegna ábendinga granna. Aðilar boðuðu að erindi bærist mjög fljótlega.
Afgreiðsla: Kynnt. Byggingarfulltrúa falið að stöðva framkvæmdir með bréfi þegar í stað. - Málsnúmer: 2008020048
Heiti máls Staðsetning útilistaverksins – Skyggnst bak við tunglið, yið Íþróttamiðstöð
Lýsing: Fyrr var samþykkt tillaga um staðsetninga á lóð sem ekki var í eigu Seltjarnarnesbæjar og nýr staður því valin nú sem menningarnefnd hefur þegar fjallað jákvætt um.
Afgreiðsla: Nefndin fellst á staðsetningu. - Málsnúmer:
Heiti máls Dæmi um breytt bréf sem senda þarf eftir samþykkt eftir grenndarkynningu eða synjun umsókna
Lýsing: Bréf Seltjarnarnesbæjar eftir gildistöku Mannvirkjalaga og nýrrar byggingarreglugerðar.
Afgreiðsla: Kynnt.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:40.
Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir