Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

20. desember 2011

165. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 20.12.2011, kl. 16:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Boðaðir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Hannes

Rúnar Richardsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Stefán Bergmann

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Páll Guðjónsson framkvæmdarstjóri SSH kemur til fundinn um það bil kl 17.

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Byggingamál

  1. Málsnúmer. 2011110030
    Heiti máls: Sefgarðar 3 – breytt innra fyrirkomulag, fjölgun sæta í sal
    Eigandi: Þyrping ehf
    Lýsing: Umsókn um byggingaleyfi til þess að breyta innréttingu og fjölga sætum í sal A og B um 68 í 282 og samkvæmt. uppdráttum Þorleifs Eggertssonar arkitekts, dags. 11.11.2011, sem SHS hefur áritað.
    Afgreiðsla: Samþykkt, áskilin lokaúttekt
  2. Málsnúmer. 2011110019
    Heiti máls Valhúsabraut 25 –nýtt einbýlishúss
    Eigandi: Erna Gísladóttir
    Lýsing: Umsókn um byggingaleyfi til þess að reisa nýtt einbýlishús í stað eldra, samkvæmt. teikningum Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts, dags. 12. desember, 2011.
    Afgreiðsla: Samþykkt, áskilin lokaúttekt
  3. Málsnúmer. 2011120016
    Heiti máls Eiðistorg 17 breytt innrétting og notkun
    Eigandi: Icecod ehf
    Lýsing: Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytta innréttingu og notkun fasteignar 010202, fastnúmer 206734, í líkamsræktarstöð fyrir mæður með ungabörn eftir teikingu Gísla Gunnarssonar byggingafræðings sem SHS hefur áritað, Fyrirspurn um sama efni studd bréfi húsfélags sem ekki gerði athugasem fékk jákvæða afgreiðslu á síðasta fundi.
    Afgreiðsla: Samþykkt, áskilin lokaúttekt
  4. Málsnúmer. 2011050046
    Heiti máls Safnatröð og húsnúmer.
    Lýsing: Tillaga byggingarfulltrúa um númer húsa við Safnatröð sem er nýtt götuheiti samkvæmt tillögu nafnanefndar undirnefndar S&M sem Bæjarstjórn staðfesti á 754. fundi 9. nóvember, 2011. Nesstofa verði nr. 1, Lyfjafræðisafn nr. 3 og Lækningaminjasafn verði nr. 5
    Afgreiðsla: Samþykkt
  5. Málsnúmer. 2011120037
    Heiti máls Tjarnarból 14, Fyrirspurn um yfirbyggðar svalir
    Málsaðili: Jón E Gústafsson
    Lýsing: Spurt hvort leyft yrði að byggja yfir svalir á íbúð 0401 eins og meðfylgjandi ljósmynd með áformum sýnir.
    Afgreiðsla: Tekið jákvætt í fyrirspurn enda verði sótt um byggingarleyfi og samþykki annarra meðeigenda í húsi fylgi.

    Skipulagsmál
  6. Málsnúmer. 2010120066
    Heiti máls: Deiliskipulagsbreyting Suðurströnd skóla/íþróttasvæði
    Málsaðili: Seltjarnarnes
    Lýsing: Breyttur deiliskipulagsuppdráttur Ögmundar Skarphéðinssonar, auglýsingu áður frestað vegna væntanlegra áforma um stækkun og breytingar á Íþróttamiðstöð Seltjarnarness.
    Afgreiðsla: Samþykkt.
  7. Málsnúmer. 2011110002
    Heiti máls: Landsskipulagsstefna tilnefning samstarfsaðila
    Málsaðili: Skipulagsstofnun
    Lýsing: Tilnefning, staðfest móttaka Skipulagsstofnunar, dags. 23. nóvember, 2011 á tilnefningu Seltjarnarness á fulltrúa í samstarfsnefnd frá 746 fundi bæjarstjórnar á lögð fram.
    Afgreiðsla: Kynnt.
  8. Málsnúmer. 2011110012, . 2011110022 og 2011120004
    Heiti máls: Deiliskipulag Lambastaðahverfis, kærur v/Skerjabrautar 1-3, 3A og Nesvegs 115, 103, 105, 107
    Málsaðili: Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála
    Lýsing: Bréf Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála og kærugögn, sem bárust á tímabilinu frá 9. nóvember, 2011 til 1. desember, 2011.
    Afgreiðsla: Kynnt
  9. Málsnúmer. 2011120065
    Heiti máls: Erindi frá Íþróttafélaginu Gróttu vegna hættu ástands
    Lýsing: Bréf íþróttafulltrúa til ÍTS um hættur fyrir gangandi vegfarendur á leið frá íþróttavelli að íþróttamiðstöð, yfir götu, framsent S&M af ÍTS.
    Afgreiðsla: Samþykkt að sett verði hraðahindrun ofan við aðalhlið íþróttavallar .
  10. Málsnúmer. 2011120066
    Heiti máls: Endurskoðun aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022
    Lýsing: Tillaga um breytt skipulag send til kynningar.
    Afgreiðsla: Kynnt.
  11. Málsnúmer.. 2011030066
    Heiti máls: Skipulagslög nr 123/2011, bráðabirgðaákvæði í 5.tl u/frest til áramóta.
    Lýsing: Skipulagsáætlanir og skilmálar sem bæjarstjórn á árum áður hefur samþykkt sem taka þarf afstöðu til hvort óskað verði að verði gildar skipulagsáætlanir samkvæmt 5. tölulið ákvæðis.
    Afgreiðsla: Kynnt
  12. Málsnúmer. 2011120067
    Heiti máls: Stjórnunaráætlun fyrir Reykjanesfólkvang
    Lýsing: Bréf VSÓ til umsagnaraðila og leyfisveitenda
    Afgreiðsla: Kynnt
  13. Málsnúmer. 2011090072
    Heiti máls: Framkvæmdahópur - Stefnumótun á svið almenningssamgangna, vistvænar samgöngur Grunnnet almenningssamgangna og hjólastíga.
    Lýsing: Bréf hóps 8 SSH til framtíðarhóps vísað til umsagnar frá F&L til S&Mþ
    Afgreiðsla: Kynning, Páll Guðjónsson framkvst. SSH .
  14. Málsnúmer. 20111090057
    Heiti máls: Samstarf aðildarsveitarfélaga SSH vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.
    Málsaðili: SSH
    Lýsing: Bréf SSH , dags. 21.09.2011 tillögur rýnihóps um fyrirkomulag lagt fram til kynningar. Vísað frá F&L til umfjöllunar S&M.
    Afgreiðsla: Kynning, Páll Guðjónsson framkvst. SSH .

    Önnur mál.
  15. Málsnúmer. 2011120068
    Heiti máls: Staða steinsteypuframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu
    Lýsing: Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu rekstrarleyfa og vottunar NMI fyrir þrjár steypustöðvar.
    Afgreiðsla: Kynnt
  16. Málsnúmer. 2011120064
    Heiti máls: Rauða ljónið Eiðistorgi 13-15 1.h, umsagnarbeiðni
    Lýsing: Á síðastafundi bæjarstjórnar var samþykkt umsögn um rekstrarleyfi Lögreglustjóra fyrir Rauða ljónið en áður hafði verið óskað umsagnar S&M fyrst.
    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa fallið að afgreiða umsögn.
  17. Málsnúmer. 2010040028
    Heiti máls: Lindarbraut 2A Bréf lögfræðings vegna samþykktar á hæð girðngar
    Lýsing: Á 164. fundi S&M var samþykkt girðing 1,8m auk 30 cm gegnsærrar hækkunar alls 2,1 m á hæð. Samþykktin virðist tilefni þessa bréfs.
    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:22.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?