Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

15. nóvember 2011

 

164. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 15.11.2011, kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

 

Boðaðir:

Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Halldór Þór Halldórsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Stefán Bergmann

Þórður Ólafur Búason, skipulags- og byggingarfulltrúi

Hannes Rúnar Richardsson boðaði forföll

 

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundarritari: Örn Þór Halldórsson/Þórður Ólafur Búason

 

Byggingamál

  1. Mál.nr. 2011060017
    Heiti máls: Melabraut 11
    Eigandi: Rán Sævarsdóttir
    Lýsing: Umsókn um leyfi til þess að reisa glerskála skv. uppdráttum  Jóns Guðmundssonar arkitekts, dags. 2.6.2011. Um er að ræða breytingu á áðursynjaðri umsókn. Niðurstaða grenndarkynningar, skv. 162. fundi: Engin athugasemd
    Afgreiðsla:  Samþykkt. Lokaúttekt áskilin.
  2. Mál.nr. 2011090017
    Heiti máls: Barðaströnd 14 – Arinn / sólskáli
    Eigandi: Árni Benedikt Árnason, Barðaströnd 14
    Lýsing:  Sótt er um leyfi til fyrir áðurbyggðum sólskála úr timbri, auk arins í vesturhluta. Sólskálans, skv. uppdráttum Haraldar Ingvarssonar arkitekts FAÍ, dags. 1.7.2011.. Einnig er sótt um 11 m2 geymslu í útgröfnum kjallara. Niðurstaða grenndarkynningar, skv. 162 fundi: Engin athugasemd
    Afgreiðsla:  Samþykkt. Lokaúttekt áskilin.
  3. Mál.nr. 2010020098
    Heiti máls: Tjarnarstígur 2 – Endurbygging bílskúrs
    Eigandi: Ragnar Hauksson
    Lýsing: Sótt um leyfi til þess að reisa nýjan bílskúr í stað eldri skv. uppdráttum Valdimars Grétarssonar, dags 15.2.2010. Erindi var áður verið frestað til gildistöku deiliskipulags Lambastaðahverfis en er nú lagt fram að nýju.
    Afgreiðsla:  Samþykkt.að leiðréttum uppdráttum.  Lokaúttekt áskilinn
  4. Málsnúmer. 2011110019
    Heiti máls  Valhúsabraut 25 – Endurbygging einbýlishúss
    Eigandi: Erna Gísladóttir
    Lýsing:  Sótt er um leyfi til þess að reisa nýtt einbýlishús í stað eldra, skv. teikningum Björgvins Snæbjörnssonar, dags. 26. október, 2011. Áður kynnt áform fylgdu umsókn  (2011030033) um niðurrif sem samþykkt var 18. október, 2011.
    Afgreiðsla:  .Frestað. Lagfæra teikningar
  5. Málsnúmer. 2011090010
    Heiti máls  Melabraut 13 – svalir
    Eigandi: Sigurþór H Tryggvason
    Lýsing:  Umsókn um leyfi til þess að reisa nýjar svalir í stað eldri, skv. teikningum Níelsar Indriðasonar fyrir Verkís dags. 14. nóvember, 2011. Áður fengið jákvætt svar við fyrirspurn.
    Afgreiðsla:  Samþykkt að lagfærðum uppdráttum.Lokaúttekt áskilin
  6. Málsnúmer. 2011110025
    Heiti máls  Eiðistorg 17 fyrirspurn
    Fyrirspyrjandi:  Krisztina G. Agueda
    Eigandi: Lífeyrisstjóður verslunarmanna
    Lýsing:  Fyrirspurn um breytta samþykkta notkun fasteignar 01 0202, Fastnúmer  206734, þar sem samþykkt notkun 1981 var verslun/skrifstofa og yrði líkamsræktarstöð  fyrir mæður með ungabörn, á 2. hæð húss á lóðinni nr.17 við Eiðistorg .
    Afgreiðsla:  .Tekið er jákvætt í fyrirspurnina að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

    Skipulagsmál
  7. Mál.nr. 2011070062
    Heiti máls: Beiðni um umsögn um drög að nýrri skipulagsreglugerð
    Málsaðili: Umhverfisráðuneytið
    Lýsing: Bréf Umhverfisráðuneytis, dags. 3. nóvember lagt fram, þar sem óskað er eftir umsögn um lokadrög Skipulagsstofnunar að nýrri skipulagsreglugerð. Slóð á ný reglugerðardrög: http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Skipulagsreglugerd-lokadrog-PDF-27102011.pdf
    Frestur til 15.11.2011
    Afgreiðsla:  Kynnt, engar athugasemdir
  8. Mál.nr. 2011110002
    Heiti máls: Landsskipulagsstefna
    Málsaðili: Skipulagsstofnun
    Lýsing: Bréf Skipulagsstofnunar, dags.25. október, 2011 lagt fram, þar sem óskað er eftir áhugasömum aðilum til samstarfs.
    Afgreiðsla:  Kynnt. Skipulag og mannvirkjanefnd lýsir áhuga á að tilnefndur verði fulltrúi Seltjarnarness
  9. Mál.nr. 2011110012, . 2011110022
    Heiti máls: Deiliskipulag Lambastaðahverfis kærur v/Skerjabrautar 3a og Nesvegs 115
    Málsaðili:
    Lýsing: Bréf Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála og kærugögn.
    Afgreiðsla:  Kynnt nefndarmönnum og sagt frá að ætlunin væri að óska eftir lengri  fresti hjá ÚS&B til andsvara.
  10. Mál.nr.  20111090057
    Heiti máls: Samstarf aðildarsveitarfélaga SSH vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, dags. 21.09.2011.
    Málsaðili: SSH
    Lýsing: Bréf SSH og tillögur rýnihóps um fyrirkomulag lagt fram til kynningar. Vísað frá F&L til umfjöllunar . Frestur til 1. 11.2011.
    Afgreiðsla: Óskað frekari kynningar

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:20

 

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)

Anna Margrét Hauksdóttir (sign)

Halldór Þór Halldórsson (sign)

Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?