163. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 18.10.2011, kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Halldór Þór Halldórssong, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Rúnar Richardsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir, (Stefán Bergmann)
Örn Þór Halldórsson – Skipulags- og byggingafulltrúi
Fundinn sat einnig Þórður Búason, sem mun taka við embætti skipulags- og byggingafulltrúa.
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson
Fundarritari: Örn Þór Halldórsson
Halldór Þór Halldórsson tók við sæti Þórðar Búasonar og Hannes Rúnar Richardsson var kosinn varaformaður.
Byggingamál
- Mál.nr. 2011030033
Heiti máls: Valhúsabraut 25
Eigandi: Erna Gísladóttir
Lýsing: Umsókn um leyfi til niðurrifs núverandi húss á lóðinni. Fyrirliggjandi eru teikningar Björgvins Snæbjörnssonar dags. 26.9.2011 að nýju húsi þess í stað.
Afgreiðsla: Heimild til niðurrifs veitt. - Mál.nr. 2010040028.
Heiti máls: Lindarbraut 2a – endurnýjun byggingaleyfis
Eigandi: Guðmundur Hafsteinsson, Lindarbraut 2a
Lýsing: Breytingar á áðurútgefnu byggingarleyfi, svo leyft verði að reisa grindverk á lóðamörkum skv. uppdráttum ASK arkitekta, dags. 4.10.2007, með breytingum dags. 25.5.2011. Umsóknin var grenndarkynnt frá 27. júni til 8. ágúst. 1 athugasemd bars. Áður frestað og vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Afgreiðsla: Í ljósi sérstakra aðstæðna er umsóknin samþykkt með þeim skilyrðum um að hæð lokaðra veggja fari ekki yfir 1.8m og yfirhæð úr hertu öryggisgleri verði eigi meiri en 30 cm. v
Bókun: (Ragnhildur Ingólfsdóttir, Neslista) Bent er á að hæð girðingarinnar getur verið fordæmisgefandi - Mál.nr. 2010100047.
Heiti máls: Tjarnarmýri 16
Eigandi: Guðbrandur Sigurðsson
Lýsing: Umsókn um leyfi til þess að stækka glugga í kjallara auk endurnýjunar á lóð, þ.a.m. girðingar á lóðamörkum, skv. uppdráttum ASK-arkitekta, dags. 31.3.2011. Fyrir liggur samþykki 4/5 hluta eigenda Tjarnarmýrar 10-18. Niðurstaða grenndarkynningar – engar athugasemdir bárust
Afgreiðsla: Samþykkt - Mál. nr. 2010100048.
Heiti máls: Tjarnarmýri 18
Eigandi: Hörður Kvaran
Lýsing: Umsókn um leyfi til þess að setja kjallaratröppur og inngang við kjallara. Einnig er sótt um að setja nýjan glugga á úthlið kjallara, auk endurnýjunar á lóð, þ.a.m. girðingar á lóðamörkum að nr. 14, skv. uppdráttum ASK-arkitekta, dags. 31.3.2011. Fyrir liggur samþykki 4/5 hluta eigenda Tjarnarmýrar 10-18. Niðurstaða grenndarkynningar – engar athugasemdir bárust
Afgreiðsla: Samþykkt - Mál.nr. 2011080124.
Heiti máls: Selbraut 4 – Glerskáli á svölum
Eigandi: Friðgeir Sigurðsson
Lýsing: Umsókn um leyfi til þess að reisa glerskála á svölum skv. uppdráttum Gunnars S. Óskarssonar arkitekts faí, dags. 29.8.2011.
Niðurstaða grenndarkynningar. Engin athugasemd barst
Afgreiðsla: Samþykkt - Mál.nr. 2011080125.
Heiti máls: Selbraut 6 – Glerskáli á svölum
Eigandi: Jón Sigurðsson
Lýsing: Umsókn um leyfi til þess að reisa glerskála á svölum skv. uppdráttum Gunnars S. Óskarssonar arkitekts faí, dags. 29.8.2011.
Niðurstaða grenndarkynningar. Engin athugasemd barst
Afgreiðsla: Samþykkt - Mál.nr. 2011080125.
Heiti máls: Selbraut 8 – Glerskáli á svölum
Eigandi: Halldórs Gunnlaugsson
Lýsing: Umsókn um leyfi til þess að reisa glerskála á svölum og stækka anddyri skv. uppdráttum Gunnars S. Óskarssonar arkitekts faí, dags. 29.8.2011.
Niðurstaða grenndarkynningar. Engin athugasemd barst
Afgreiðsla: Samþykkt - Mál.nr. 2011090051.
Heiti máls: Golfklúbbur Ness – Stækkun æfingasvæðis á Suðunesi
Eigandi: Golfklúbbur Ness
Lýsing: Umsókn um leyfi til stækkunar æfingasvæðis við Kóngsstein, skv. framlögðum uppdráttum og bréfi dags. 27. september 2011. Í gildi er deiliskipulag Vestursvæðis, birt í B-deild 9.11.2009. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar.
Afgreiðsla: Útgáfa framkvæmdaleyfis vegna stækkunar æfingasvæðis samþykkt í samræmi við álit Umhverfisstofnunar og Fornleifaverndar. Ekki verða veitt leyfi til nýrra framkvæmda án þess að fyrir liggi samþykktur heildaruppdráttur af svæðinu, þar sem m.a. verði tekið tillit til varpsvæða.
Bókun: (Halldór Þór Halldórsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins): Ég harma að leyft hafi verið að moka jarðvegi yfir fornleifar og eitt sterkasta kríuvarp í Suðurnesi á Seltjarnarnesi. Svæðið er á náttúruminjaskrá og tel ég þessa gjörð algerlega í blóra við þá stefnu og lög sem gilda um þjóðminjar og náttúruvernd. Það sætir furðu að helstu rökin fyrir því að leyfa þessa gjörð megi rekja til jákvæðra undirtekta Umhverfisstofnunar þar sem deildarstjóri hjá UST undirritaði bréf þar sem lýst er velþóknun á þessari gjörð. - Mál.nr. 2011060010.
Heiti máls: Ráðagerði – setlaug/framkvæmdir á lóð
Eigandi: Jónína Ragnarsdóttir
Lýsing: Umsókn um leyfi til breytinga á lóð og staðsetningar setlaugar, skv. uppdrætti Áslaugar Katrínar Aðalsteinsdóttur, landslangsarkitekts FÍLA, dags. 1. 11.2010. Hjálagt er bréf lóðarhafa dags. 5.6.2011. Erindinu var frestað á 159. fundi. Skipulagsstjóri hefur árangurslaust leitað frekari gagna í skjalasafni og með bréfi til lóðarhafa. Ítarlegri hönnunargögnum hefur ekki verið skilað inn. . Í gildi er deiliskipulag Vestursvæðis, birt í B-deild 9.11.2009.
Afgreiðsla: Frestað. Óskað er eftir ítarlegri hönnunargögnum. - Mál.nr. 2010090057.
Heiti máls: Lækningaminjasafn - aðkomuvegur
Eigandi: Seltjarnarneskaupstaður
Lýsing: Hönnun heimreiðar að Lækningaminjasafni lögð fram . Í gildi er deiliskipulag Vestursvæðis, birt í B-deild 9.11.2009 og hluti deiliskipulags Nýjatúns/Norðurstúns frá 1996.
Afgreiðsla: Íbúar verði upplýstir um framkvæmdina og tengingu heimreiðar við Sefgarða.
Önnur mál: - Mál.nr. 2011090058.
Heiti máls: Lindarbraut 19 – stöðvun framkvæmda
Eigandi: Ragnheiður Pétursdóttir Melsted
Lýsing: Bréf byggingafulltrúa til eiganda lagt fram þar sem tilkynnt er um stöðvun framkvæmda án byggingaleyfis. Bréf eiganda einnig lagt fram.
Afgreiðsla: Umrædd viðbygging við bílskúr er skv. uppdætti sem fallinn er úr gildi. Skila skal inn nýjum uppdráttum ásamt byggingaleyfisumsókn með fyrirvara um samþykki nefndarinnar. - Mál.nr. 2011100005.
Heiti máls: Lindarbraut 11 – athugasemdir vegna eldvarna
Eigandi: Helga Ingibjörg Pálmadóttir
Lýsing: Erindi Haraldar Ólafssonar, eiganda Lindarbrautar 9 lagt fram ásamt afriti af bréfi eldvarnareftirlits. Áðursent bréf byggingafulltrúa til eigenda Lindarbrautar 11 um niðurfellingu fyrri samþykktar byggingarnefndar einnig lagt fram.
Afgreiðsla: Óskað er eftir skýringum eigenda Lindarbrautar 11 um ástæður þess að viðbygging hafi ekki verið fjarlægð. - Mál.nr. 2010030045.
Heiti máls: Nesvegur 107 – Framkvæmdir á lóð og í fjöru
Eigandi: Fasteignafélagið B-16 ehf
Lýsing: Bréf Seltjarnarnesbæjar til lóðarhafa lagt fram að nýju, ásamt bréfi lóðarhafa til Seltjarnarnesbæjar. Einnig er lagt fram að nýju bréf Sjafnar Guðmundsdóttur og Guðna Þórðarsonar, dags. 15.03.2010 þar sem fram koma mótmæli vegna ýmissa framkvæmda á lóðinni. 157. fundi skipulags og mannvirkjanefndar Seltjarnarness,var eftirfarandi bókað: Afgreiðslu við fyrirspurn er frestað þar til deiliskipulagi Lambastaðahverfis er lokið.
Afgreiðsla: Skipulagsstjóra falið að ítreka fyrri afstöðu skipulagsnefndar vegna sjóvarnargarðs. - Mál.nr. 2011050046.
Heiti máls: Lækningaminjasafn - nafnanefnd
Eigandi: Seltjarnarneskaupstaður
Lýsing: Fundargerð nafnanefndar frá 4.7.2011 lögð fram.
Nefndin þakkar Erni Þór Halldórssyni, fráfarandi skipulags- og byggingafulltrúa, fyrir ánægjulegt samstarf.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:49
Bjarni Torfi Álfþórsson, (sign)
Halldór Þór Halldórsson, (sign)
Anna Margrét Hauksdóttir, (sign)
Hannes Runar Richardsson , (sign)
Ragnhildur Ingólfsdóttir, (sign)