Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

06. september 2011

 

161. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 6.9.2011, kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

 

Boðaðir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Þórður Búason, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Runar Richardsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir, (Stefán Bergmann)

Örn Þór Halldórsson – Skipulags- og byggingafulltrúi

 

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundarritari: Örn Þór Halldórsson

 

Dagskrá:

 

Byggingamál

 

  1. Hofgarðar 18 – garðhýsi (2011050054). Umsókn Guðjóns Vilbergssonar um leyfi til þess að reisa 9m2 jarðfast smáhýsi skv. uppdráttum ASK artkitekta dags. 23.5.2011.Umsóknin var grenndarkynnt frá 27. júni til 8. ágúst. – engin athugasemd barst.
  2. -samþykkt-

 

  1. Skólabraut 2 – nýir kvistir (2011050015). Umsókn Önnu Sigríðar Arnardóttur um leyfi til þess að reisa nýja kvisti á austur- og norðurhlið þaks, skv. uppdráttum Einrúm arkitekta dags. 2.3.2011, br. 9.6.2011. Umsóknin var grenndarkynnt frá 4. júlí til 15. ágúst. Engar athugasemdir bárust.
  2. -Samþykkt-

 

  1. Lindarbraut 2a – endurnýjun byggingaleyfis (2010040028) Umsókn Guðmundar Hafsteinssonar um breytingar á áðurútgefnu byggingarleyfi, svo leyft verði að reisa grindverk á lóðamörkum skv. uppdráttum ASK arkitekta, dags. 4.10.2007, með breytingum dags. 25.5.2011. Umsóknin var grenndarkynnt frá 27. júni til 8. ágúst. – 1 athugasemd barst.
  2. -Frestað- Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

 

  1. Valhúsabraut 25 (2011030033) – Umsókn Ernu Gísladóttur um leyfi til niðurrifs núverandi húss á lóðinni. – Ný bygging reist þess í stað skv. tillögum Björgvins Snæbjörnssonar, áður frestað
  2. -Heimild til niðurrifs samþykkt, að fenginni byggingarleyfisumsókn byggðri á fyrirliggjandi uppdráttum-

 

  1. Selbraut 4 – Glerskáli á svölum (2011080124) Umsókn Friðgeirs Sigurðssonar um leyfi til þess að reisa glerskála á svölum skv. uppdráttum Gunnars S. Óskarssonar arkitekts faí, dags. 29.8.2011.
  2. -Samþykkt að vísa til grenndarkynningar-

 

  1. Selbraut 6 – Glerskáli á svölum (2011080125) Umsókn Jóns Sigurðssonar um leyfi til þess að reisa glerskála á svölum skv. uppdráttum Gunnars S. Óskarssonar arkitekts faí, dags. 29.8.2011
  2. -Samþykkt að vísa til grenndarkynningar-

 

  1. Selbraut 8 – Glerskáli á svölum / stækkun anddyris (2011080126) Umsókn Halldórs Gunnlaugssonar um leyfi til þess að reisa glerskála á svölum og stækka anddyri skv. uppdráttum Gunnars S. Óskarssonar arkitekts faí, dags. 29.8.2011
  2. -Samþykkt að vísa til grenndarkynningar-

 

 

  1. Látraströnd – Klæðning dreifistöðvar (2011080075) Umsókn Orkuveitu Reykjavíkur um leyfi til þess að klæða áðurbyggða dreifistöð með sléttum álplötum, skv. uppdráttum Gísla Tryggvasonar, tæknifræðings, dags 5.8.2011
  2. -Frestað- Vísað til umsagnar skipulagsstjóra m.t.t. annarra dreifistöðva.

 

  1. Suðurströnd 12 / Heilsugæsla Seltjarnarness (2011050024) Umsókn Fasteigna ríkissjóðs og Seltjarnarnesbæjar um breytingar utanhúss skv. uppdráttum Jes Einars Þorsteinssonar arkitekts faí, dags.  mars 2011. Um er að ræða nýja glugga á norður og vesturhlið jarðhæðar auk breytingar á veggþykkt yfir anddyri.
  2. -Samþykkt-

 

  1. Melabraut 11 - sólskáli. (2011060017) Umsókn Ránar Sævarsdóttur um leyfi til þess að reisa glerskála skv. uppdráttum Jóns Guðmundssonar arkitekts, dags. 2.6.2011. Um er að ræða breytingu á áðursynjaðri umsókn.
  2. -Frestað- Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

 

  1. Melabraut 13 – svalir (2011090010) Fyrirspurn Sigurþórs H Tryggvason um leyfi til þess að reisa nýjar svalir í stað eldri, skv. teikningum og bréfi dags. 9.1.2011.
  2. -Frestað- Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.


Skipulagsmál

 

  1. Friðlýsing Skerjafjarðar (2011010070) Minnisblað Umhverfisstofnunar, unnið að beiðni Seltjarnarnesbæjar lagt fram til kynningar.

 

  1. Breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 – Verkefnalýsing skipulagsgerðar og umhverfismats (2011070001).  Lögð fram til kynningar og umsagnar.
  2. -Óskað er eftir nánu samstarfi varðandi þá þætti er varða hagsmuni sveitarfélagsins.

 

  1. Yfirlitsskýrsla um sjóvarnir júlí 2011 (2011010066) Skýrsla Siglingastofnunar Íslands um stöðu sjóvarna á Seltjarnarnesi lögð fram til kynningar.

            -Óskað er eftir samstarfi við hönnun og gerð sjóvarna-


Önnur mál

 

  1. Granaskjól 82 / Grænamýri 6-8 – Girðing á lóðarmörkum (2011070110)  Fyrirspurn Ingþórs Guðna Júlíussonar um leyfi til þess að reisa 175 cm grindverk á lóðamörkum að landi Seltjarnarness við Grænumýri.
  2. -Ekki eru gerðar athugasemdir-

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:49

 

Bjarni Torfi Álfþórsson, (sign)

Þórður Búason, (sign)

Anna Margrét Hauksdóttir,  (sign)

Hannes Runar Richardsson , (sign)

Ragnhildur Ingólfsdóttir, (sign)
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?