Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

28. júní 2011
160. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar  þriðjudaginn 28.6. 2011 kl. 16.15 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Þórður Búason, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Runar Richardsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann.

Örn Þór Halldórsson – Skipulags- og byggingafulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundarritari: Örn Þór Halldórsson – Skipulags- og byggingafulltrúi

 

Dagskrá:

Byggingamál

 

  1. Skólabraut 2 – nýir kvistir (2011050015). Umsókn Önnu Sigríðar Arnardóttur um leyfi til þess að reisa nýja kvisti á austur- og norðurhlið þaks, skv. uppdráttum Einrúm arkitekta dags. 2.3.2011, br. 9.6.2011.

-          Samþykkt að senda í grenndarkynningu að fengnu skriflegu samþykki meðeigenda hússins. Sýna skal götumynd.

 

  1. Sólbraut 10 – breytingar inni. (2011060018). Umsókn Sighvats Bjarnasonar og Ragnhildar Gottskálksdóttur um leyfi til stækkunar anddyris, breytinga innanhúss, leyfi fyrir áðurgerðu grindverki á lóðamörkum og heitum potti,  skv. uppdráttum Helga Hafliðasonar arkitekts faí, dags. 6.6.2011.
  2. -          Samþykkt að senda í grenndarkynningu að fengnu skriflegu samþykki aðliggjandi lóðarhafa Selbrautar 11 og Sólbrautar 12 vegna grindverks á lóðamörkum..

 

  1. Unnarbraut 9 – viðbygging. (2011030059). Umsókn Guðmundar Kristjánssonar um leyfi til þess að reisa 31,2 m2 viðbyggingu skv. uppdráttum Úti & inni arkitekta, dags. 17.5.2011.
  2. -          Samþykkt.

 

  1. Skólabraut 10 – reyndarteikningar (2011050038). Umsókn Hjálpræðishersins á Íslandi um áðurgerðar breytingar skv. uppdráttum Hjörleifs Stefánssonar, dags. apríl 2011.
  2. -          Samþykkt.

 

  1. Selbraut 4 – fyrirspurn um garðskála á svölum. (2011060056) Fyrirspurn Friðgeirs Sigurðssonar um leyfi til þess að reisa glerskála á svölum skv. uppdráttum Gunnars Óskarssonar, dags. 17.5.2011
  2. -          Tekið er jákvætt í fyrirspurnina. Gæta skal samræmis við glerskála á Selbraut 2.


Skipulagsmál

  1. Deiliskipulag fyrir Lambastaðahverfi – önnur auglýsing. (2011020029) Svör við athugasemdum hagsmunaaðila.
  2. -          samþykkt


Önnur mál

 

  1. Lindarbraut 13a - umsókn um rekstrarleyfi (2011050004) Umsókn Guðveigar Nönnu Guðjónsdóttur til Lögreglustjóra um leyfi til reksturs gististaðar í fl. II (íbúðir).  Leyfisveitandi hefur óskað eftir staðfestingu bæjarstjórnar. Byggingarfulltrúi hefur staðfest að starfsemin er í samræmi við byggingaleyfi og skipulagsskilmála. Aðalskipulag leyfir slíka starfssemi sem sótt er um. Lokaúttekt hefur farið fram. 
  2. -          Samþykkt.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:00

 

Bjarni Torfi Álfþórsson, (sign)

Þórður Búason, (sign)

Anna Margrét Hauksdóttir,  (sign)

Hannes Runar Richardsson , (sign)

Ragnhildur Ingólfsdóttir, (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?