Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

17. maí 2011

158. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar - 17. mai kl. 16:15 að Austurströnd 1.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Þórður Búason, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Runar Richardsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann , Örn Þór Halldórsson – Skipulags- og byggingafulltrúi

Byggingamál:

  1. Unnarbraut 9 (2010100031) – Tillaga um breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna umsóknar Guðmundar Kristjánssonar um stækkun húss, skv. Uppdráttum Baldurs Ó. Svavarssonar arkitekts faí,
    Engar athugasemdir hafa borist.
    -Samþykkt-

  2. Hrólfsskálavör 2-reyndar teikningar (2011020070) - Niðurstaða grenndarkynningar.
    -Samþykkt-
  3. Vesturströnd 29-viðbygging (2009060018). Umsókn Haraldar Reynis Jónssonar um leyfi til þess að reysa 28 m2 viðbyggingu við Vesturströnd 29, skv. uppdráttum Gunnlaugs Ó Johnsson, dags. 7.4.2009. Niðurstaða grenndarkynningar. Athugasemdir bárust frá Hrefnu Maríu Gunnarsdóttur og Hafsteini Oddssyni/Fanney Önnu Reinhardsdóttur.
    -Frestað. Skipulagsstjóra falið að leita lausna-
  4. Skólabraut 2 – nýir kvistir (2011050015). Umsókn Önnu Sigríðar Arnardóttur um leyfi til þess að reisa nýja kvisti á austur- og norðurhlið þaks, skv. uppdráttum Einrúm arkitekta dags. 2.3.2011.

    -Frestað. Vísað til umsagnar skipulagsstjóra-

  5. Sæbraut 4 – stækkun á kvisti (2011050019). Umsókn Arnbjörns Ólafssonar um leyfi til stækkunar á kvisti skv. uppdráttum Verkís dags. 5.3.2011. Fyrir liggur samþykki nágranna.
    Samþykkt að vísa í grenndarkynningu-

  6. Tjarnarstígur 10 (2011030035) – Umsókn Önnu G. Fjelsded um leyfi til stækkunar á jarðhæð hússins skv. Uppdráttum Hauks G. Viktorssonar, dags. 10.3.2011.
    -Samþykkt-

  7. Melabraut 40 – endurnýjun byggingarleyfis (2011050018). Umsókn Ásbjarnar Jónssonar um endurnýjun byggingarleyfis vegna stækkunar svala, skv. uppdráttum Plúsarkitekta
    -Samþykkt að grenndarkynna að leiðréttum uppdráttum-

    Önnur mál:

  8. Endurnýjun gangstétta á Seltjarnarnesi – framtíðarsýn (2011050031)
    -Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að stefnt verði að hellulagningu gangstétta í stað núverandi fyrirkomulags. Lagt er til að mótuð verið hönnunarstefna til framtíðar.
  9. Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2010-2022 (2011050009). Verkefnalýsing skipulags- og umhverfismats lögð fram til umsagnar.
    -Gerð er athugasemd við lögsögumörk Kópavogs í verkefnalýsingu. Seltjarnarnesi verði bætt við sem aðila að lögsögu sbr. 6. kafla Aðalskipulags Seltjarnarness 2006-2024, Afréttur Seltjarnarneshrepps hins forna.-

  10. Endurskoðun Aðalskipulags Ölfuss (2011050005) Verkefnalýsing skipulags- og umhverfismats lögð fram til umsagnar.
    -Minnt er á sameiginlegan eignarhlut Seltjarnarness og Ölfuss í Bolöldu-

  11. Vegur að Lækningaminjasafni. (2011050046) Stofnuð verði 3ja manna nafnanefnd vegna nafngiftar á heimreið safnsins. Í nefndina voru valdir: Ólafur Egilsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.

     

    Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Þórður Búason (sign),, Anna Margrét Hauksdóttir (sign),, Hannes Runar Richardsson (sign), Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign), 

     

     

     

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?