154. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar 18. janúar 2011 kl. 16:15 að Austurströnd 1.
Mættir. Bjarni Torfi Álfþórsson, Þórður Búason, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Runar Richardsson,. Ragnhildur Ingólfsdóttir.
Örn Þór Halldórsson – Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Byggingamál:
- Nesbali 36 (2010120065) Kynning á tillögum Ívars Arnar Guðmundssonar, arkitekts faí.á nýbyggingu á lóð Ástu Pétursdóttur.
- Melabraut 33 (2010120031) Fyrirspurn Jóns Gunnsteins Hjálmarssonar um leyfi til stækkunar bílskúrs á lóðinni, skv. uppdráttum Rafns Guðmundssonar TFÍ
Fyrirhuguð stækkun er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra - Sævargarðar 14 (2010020088) Niðurstaða grenndarkynningar á umsókn Kristjáns Jónssonar um byggingu bílskúrs við austurgafl hússins að Sævargörðum nr. 14, skv. aðaluppdráttum Jóns Hrafns Hlöðverssonar, dags. 14.10.2010.
Engar athugasemdir bárust . Samþykkt. - Selbraut 80 (2010110046) Niðurstaða grenndarkynningar vegna breytingar á áður samþykktum uppdráttum. Hólmfríðar Ósmann Jónsdóttur, arkitekts FAÍ, dags. 13.08.2010.
Frestað. Málinu vísað til skipulagsstjóra. - Bygggarðar 5- kjötvinnsla (2010120012) Umsókn S.W. um að starfrækja kjötvinnslu skv. uppdráttum VA arkitekta, dags. 10.12.2010.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu með fyrirvara um samþykki heilbrigðisfulltrúa, slökkviliðs og vinnueftirlits. - Lindarbraut 2a (2010040028)– Umsókn Guðmundar Hannessonar um breytingu á áður samþykktum uppdráttum, vegna leiðréttingar á stærðum, skv. nýjum uppdrætti Ask-arkitekta, dags 4.1.2011.
Samþykkt - Kirkjubraut 3 –(2009060016)– Breyting á áður samþykktu erindi. Sótt er um leyfi til þess að fella niður áðursamþykkta kalda geymslu fyrir garðáhöld.
Samþykkt - Valhúsabraut 17 – (2011010060) – Umsókn Hannesar Ríkharðssonar um leyfi til þess að reisa nýtt anddyri, skv. uppdráttum Einrúm arkitekta, dags. 4.1.2011.
Hannes vék af fundi - Samþykkt - Endurbygging leiðamerkis í Suðurnesi (2011010064) – Umsókn Guðmundar Ásgeirssonar skv. uppdrætti Verkfræðiþjónustunar Strendings, dags. nóvember 2007.
Vísað til umsagnar umhverfisnefndar.
Önnur mál - Suðurmýri 58 2010080039) – Bréf byggingafulltrúa til lóðarhafa lagt fram. Jafnframt er óskað eftir leyfi sveitastjórnar til þess að ráðast í nauðsynlegar lagfæringar á byggingarstað á kostnað lóðarhafa, sbr. gr. 61.6 í byggingareglugerð 44/1998. - Samþykkt
- Nágrannavarsla (2011010056) – Verklagsreglur kynntar.
Samþykkt - Gatnagerðagjöld - gjaldskrárbreyting (2010120070)
Lagt er til að við álagningu gatnagerðargjalda við úthlutun lóða verði miðað við 70% af leyfðum fermetrafjölda á lóð. Þetta verði lágmarksgatnagerðargjöld og ekki verði endurgreitt ef minna er byggt. Ef byggt er stærra komi til viðbótarálagningar samkvæmt gjaldskrá fyrir hvern fermeter umfram 70%.
Samþykkt - Tjarnarmýri 2 - (2011010038) Kæra til úrskurðanefndar skipulags- og byggingamála
Bréf nágranna til kærunefndar lagt fram til kynningar, ásamt bréfi kærunefndar. - Sjóvarnargarður við Nesveg 107. Bréf skipulagsstjóra lagt fram.
Þar sem lóðarhafi hefur ekki lagfært sjóvörn, er lagt til að bæjaryfirvöld ráðist í lagfæringar á kostnað lóðarhafa.
Skipulagsmál: - Friðlýsing Skerjafjarðar (2011010070) – Tillögur Umhverfisstofnunar kynntar.
Ragnhildur vék af fundi - Deiliskipulags Lambastaðahverfis (2008100023): Bréf frá Lögfræðingi eiganda Nesvegs 115 lagt fram.
Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Þórður Búason (sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign), Hannes Runar Richardsson(sign), Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign),.