152. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar 4. nóvemberber 2010 kl. 16:15 að Austurströnd 1.
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Þórður Búason, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Rúnar Richardsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir. Stefán Bergmann (áheyrnarfulltrúi)
Fundargerð
Skipulagsmál:
- Deiliskipulag Lambastaðahverfis (2008100023) - Svör við athugasemdum Skipulagsstofnunar kynnt, ásamt tillögum að breytingum á deiliskipulagstillögu.
Breytingar voru gerðar á deiliskipulagstillögu Lambastaðahverfis frá júní 2010 þar sem komið var til móts við athugasemdir hagsmunaaðila eftir auglýsingatíma. Einnig voru gerðar orðalagsbreytingar í greinargerð og skilmálum í nóvember 2010 til að verða við athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar. Þá hefur verið gerð minniháttar breyting á byggingarreitum Nesvegar 115 og 119A til þess að verða ennfrekar við innsendum athugasemdum íbúa. Nefndin telur þessar breytingar vera þess eðlis að ekki þurfi að auglýsa deiliskipulagstillögu Lambastaðahverfis á ný.
Ragnhildur Ingólfsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun:
Undirrituð fagnar þeim breytingum sem gerðar eru á tillögum á deiliskipulagi í Lambastaðahverfi og mæta athugasemdum íbúa varðandi Nesveg 115 og 119a, þ.s. hámarkshæð nýbyggingar fer ekki yfir hæð núverandi húss nr. 115 við Nesveg.
Í upphaflegum tillögum fyrri skipulags- og mannvirkjanefndar var gert ráð fyrir einnar hæða húsum á þessum lóðum sem breyttust á síðustu stundu í tveggja hæða hús og var skipulagið auglýst þannig við mikil mótmæli íbúa á svæðinu.
Einnar hæða hús á þessu svæði skiptir miklu fyrir skipulag og byggðamynstur hverfisins.
Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)
Fundi slitið 16:55
Bjarni Torfi Álfþórsson (sign), Þórður Búason (sign), Anna Margrét Hauksdóttir (sign), Hannes Rúnar Richardsson (sign),Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign).