Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

17. ágúst 2010

147. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar 17. ágúst 2010 kl. 16:15 að Austurströnd 1.

Mættir. Bjarni Torfi Álfþórsson, Þórður Búason, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Runar Richardsson, Stefán Bergmann. Frá Umhverfis – og tæknisviði voru mættir Örn Þór Halldórsson, Stefán Eiríkur Stefánsson sem ritaði fundargerð.

Bjarni Torfi Álfþórsson bauð fundarmenn velkomna og lagði til að Þórður Búason yrði varaformaður nefndarinnar og var það samþykkt. Bjarni Torfi Álfþórsson lagði til að fundir nefndarinnar verði haldnir þriðja þriðjudag í hverjum mánuði, kl. 16:15 og var það samþykkt.

Fundargerð

Skipulagsmál:

Deiliskipulag Bakkahverfis – Bréf Skipulagsstofnunar kynnt

Deiliskipulag Lambastaðahverfis – Bréf Skipulagsstofnunar kynnt

- Bréf Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulaga Bakka- og Lambastaðahverfis var kynnt, unnið er að svörum til stofnunarinnar.

Byggingamál:

2010010095 Vallarbraut 24 – Sótt er um leyfi til þess að byggja garðskála við enda bílskúrs, sbr. Uppdrættir Ellerts B. Jónssonar, dags. 3.12.2009
- Samþykkt

2010060006 Bygggarðar 8a – Sótt er um leyfi til þess að endurbyggja skúr yfir borholu að Byggörðum 8a, skv. uppdráttum Sigurbjarts Halldórssonar, dags. 2.26.2010. Niðurstaða grenndarkynningar kynnt, ásamt drögum að svörum við athugasemdum Þyrpingar.
- Samþykkt, með fyrirvara um að mannvirkið verði aðlagað framtíðaruppbyggingu svæðisins, komi fram krafa um slíkt í fyrirhuguðu deiliskipulagi.

2010040028 Lindarbraut 2a - Sótt er um leyfi til stækkunar hússins skv. uppdráttum Árna Friðrikssonar arkitekts, dags. 4.10.2010 - Niðurstaða grenndarkynningar kynnt.
- Samþykkt

2010040002 Barðaströnd 10 –Sótt er um leyfi til þess að reisa viðbyggingu á grunni sólskála. Samþykki helstu nágranna fylgir umsókn.
- Frestað, vísað til grenndarkynningar

2010070008 Sæbraut 17 – Sótt er um leyfi til þess að stækka á svalir skv. uppdráttum dags.
- Frestað, vísað til grenndarkynningar að fengnum leiðréttum uppdráttum.

2010030096 Tjarnarmýri 2 – Breyttir aðaluppdrættir - Nýr aðalhönnuður
- Frestað, nýjum gögnum vísað til grenndarkynningar

2010050033 Eiðistorg 11- reyndarteikning af verslun / uppdrættir stimplaðir af slökkviliði
- Samþykkt

Fundi slitið kl. 17.48

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.), Anna Margrét Hauksdóttir (sign.)., Hannes Rúnar Richardsson (sign.), Þórður Ó. Búason (sign.), Stefán Bergmann (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?