143. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar þriðjudaginn 30. mars 2010 að Austurströnd 2.
Mættir: Ólafur Egilsson formaður, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Friðrik Friðriksson; einnig Stefán E. Stefánsson bæjarverkfræðingur og Örn Þór Halldórsson ráðgjafi tækni- og umhverfissviðs. Erna Gísladóttir var fjarverandi.
Fundargerð ritaði Baldur Gunnlaugsson.
Fundur settur af formanni kl. 8:15.
Þetta gerðist:
- Skipulagsmál:
a. Deiliskipulag Lambastaðahverfis. Tekin afstaða til nokkurra lykilatriða í athugasemdum. Stýrihópi falið að ljúka við svör í samræmi við það. Samþykkt með fyrirvara um að ekki komi fram athugasemdir af hálfu nefndarmanna við textana.
Stefán Bergmann minnir á bókun sína og afstöðu til nýbygginga við ströndina sem fram kom á 135. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar við afgreiðslu deiliskipulagstillögunnar til bæjarstjórnar 2009.
Stefán Bergmann lét bóka eftirfarandi: Undirritaður getur ekki vegna búsetu tekið þátt í afgreiðslu svara við athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi Lambastaðahverfis er varða fjörur vestast á skipulagssvæðinu.
b. Deiliskipulag Bakkahverfis. Nokkur lykilatriði rædd. Stýrihópi falið að ljúka við svör. - Byggingamál:
Hitaveita. Umsókn um leyfi til endurnýjunar hitaveituskúrs við Bygggarða. Samþykkt til grenndarkynningar. - Önnur mál.
Deiliskipulag Vestursvæða. Lagður fram leiðréttur skipulagsuppdráttur með breytingu gerðri 16. mars 2010 þar sem lagfærð er villa á landnotkunarkorti: Grænn þekjulitur hverfisverndar hefur verið settur undir skilgreint safnasvæði, í samræmi við skýringarlykil á sama korti, gildandi skipulagsskilmála og deiliskipulagsuppdrátt sama svæðis.
Fundi slitið kl. 09.55
Ólafur Egilsson (sign.), Þórður Ó. Búason (sign.), Stefán Bergmann (sign.), Friðrik Friðriksson (sign.).