Mættir voru þau: Inga Hersteinsdóttir, Þórður Búason, Elín H. Guðmundsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann.
Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.
1. Tekið fyrir að nýju erindi frá Golfklúbbi Ness um stækkun golfvallar í Suðurnesi með landfyllingu sbr. fundargerð frá 6. nóvember s.l.
Fyrir liggur umsögn umhverfisnefndar, þar sem hún mælir gegn hugmyndum um landfyllingu í Seltjörn.
Með tilvísun í umsögn umhverfisnefndar er erindinu hafnað.
2. Fyrirspurn frá Jóhanni Gunnari Jóhnnssyni og Guðrúnu Kaldal um stækkun hússins að Melabraut 21. Frestað.
3. Tekið fyrir að nýju fyrirspurn frá Eiríki Sigurðssyni og Helgu Gísladóttur um byggingu einbýlishúss að Hrólfsskálavör 2.
Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir niðurstöðu grenndarkynningar.
Athugasemd barst varðandi hæð og lengd garðveggjar á suðurlóð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd fellst á athugasemdina og óskar eftir breytingu á hugmyndum að garðveggjum, að öðru leyti fellst nefndin á fyrirspurnina.
4. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sveini Gíslasyni um byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 25 við Miðbraut sbr. fundargerð frá 6. nóvember s.l.
Byggingarfulltrúinn gerði grein fyrir niðurstöðu grenndarkynningar, en athugasemdir bárust frá eigendum tveggja húseigna.
Frestað.Byggingarfulltrúa falið að kynna umsækjanda framkomin gögn og sjónarmið nefndarinnar.
5. Lögð fram tillaga að fundardögum skipulags- og mannvirkjanefndar árið 2004.
6. Tekin fyrir að nýju girðingarmál í Sefgörðum.
Lögð fram greinargerð Ragnars Hall, hrl.
Ákvörðun um næstu skref í málinu vísað til lögmanns bæjarins.
7. Önnur mál.
a) Lögð fram tillaga Ragnhildar Skarphéðinsdóttur, landslagsarkitekts að bæjarmörkunum
viðVegamót.
b) Byggingarfulltrúi lagði fram gögn varðandi endurskipulagningu leiðarkerfis Strætós bs.
Fundi slitið kl.18:10. Einar Norðfjörð.
Inga Hersteinsdóttir (sign) Þórður Búason (sign)
Elín H. Guðmundsdóttir (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)