Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

17. desember 2009
140. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar fimmtudaginn 17. desember  2009  að Austurströnd 2.

 

Mættir: Ólafur Egilsson formaður, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, Friðrik Friðriksson og Ólafur Melsteð skipulagsstjóri.

Fundargerð ritaði Baldur Gunnlaugsson

Fundur settur af formanni kl. 08:10

Dagskrá:

  1. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins: Stækkun athafnasvæðis á Tungumelum, erindi frá Mosfellbæ. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið enda fái það eðlilega meðferð í samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
  2. Deiliskipulagsmál:
    a.     Deiliskipulag hjúkrunaheimilisreits/kirkjureits. Lagt fram minnisblað, tekið saman af Einari Norðfjörð, þar sem greint er frá heimildum vegna kirkjulóðar í fundargerðum skipulagsnefndar og bæjarstjórnar. Einnig lagður fram skipulagsuppdráttur þar sem afmörkuð er 6000 ferm. kirkjulóð. Ljóst virðist að fram þurfi að fara viðræður milli bæjarins og sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju þar sem umrædd kirkjulóð og áformaður reitur fyrir hjúkrunarheimili skarast og eðlilegt að niðurstaða fáist áður en deiliskipulagsvinnu er lengra haldið.
    b.    Deiliskipulag Lambastaðahverfis. Lögð fram og rædd samantekt tækni-og umhverfissviðs á athugasemdum sem borist hafa við deiliskipulagið. Samþykkt að fela stýrihópi að fara yfir athugasemdirnar og undirbúa svör í samstarfi við nefndarmenn og skipulagsstjóra.
    c.     Deiliskipulag Bakkahverfis. Lögð fram og rædd samantekt tækni-og umhverfissviðs á athugasemdum sem borist hafa við deiliskipulagið.  Samþykkt að fela stýrihópi að fara yfir athugasemdirnar og undirbúa svör í samstarfi við nefndarmenn og skipulagsstjóra.
  3. Byggingamál:
    a.     Barðaströnd 1 (girðing á lóð). Samþykkt með hliðsjón af framlögðu minnisblaði dagsettu 3. desember 2009, þar sem m.a. kemur fram að breytt girðing samkvæmt umsókn auki umferðaröryggi.
    b.    Tjarnarstígur 2 (endurbygging bílskúrs). Lagt fram til kynningar.
    c.     Vallarbraut 24 (garðskáli). Synjað. Ekki í samræmi við staðfest deiliskipulag.
    d.    Vesturströnd 29 (garðskáli). Nefndin áréttar að byggingarleyfi verði ekki gefið út fyrr en fram koma uppdrættir er sýni viðunandi útfærslu á skilyrðum í samþykkt síðasta fundar.
  4. Sjóvarnir. Rætt um heimildarlausa framkvæmd í fjörunni við Marbakka. Tækni- og umhverfissviði falið að gera viðeigandi ráðstafanir gagnvart eiganda Marbakka vegna framkvæmdanna sem raska sjóvörnum á svæðinu og umferð um fjöruna. Siglingastofnun vinnur að greinargerð um málið.
  5. Önnur mál: Engin.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10.40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?