Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

22. október 2009
137. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar fimmtudaginn 22. október 2009  að Austurströnd 2.

Mættir: Ólafur Egilsson formaður, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, og Ólafur Melsteð skipulagsstjóri. Friðrik Friðriksson boðaði forföll.

Fundargerð ritaði Baldur Gunnlaugsson

Fundur settur af formanni kl. 08:10

Þetta gerðist 

Dagskrá:

  1. Deiliskipulagsmál:
    a.    Hjúkrunarheimilisreitur í Valhúsahæð.
    Skipulagsstjóri kynnti stöðu málsins og skýrði frá því að gerður hafi verið samningur við Arkís um gerð deiliskipulags fyrir hjúkrunarheimilis- og kirkjureiti. Drög forsagnar verða lögð fyrir fund 19. nóvember nk. þar sem einnig mun fara fram kynning.      
    b.    Önnur deiliskipulög í vinnslu.
    Lagt var fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. október sl. varðandi Vestursvæði þar sem kemur fram að breytingar á hverfisvernd séu einungis háðar breytingu á deiliskipulagi en ekki aðalskipulagi. Skipulagsstjóra er falið að gera viðeigandi breytingu á greinargerð áður en auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins verður birt í B-deild Stjórnartíðinda.
    c.    Heildarstaða deiliskipulags á Seltjarnarnesi.
    Skipulagsstjóra falið að undirbúa tillögu að verkferlum við deiliskipulag. Drög að áætlun um deiliskipulagsgerð rædd og síðan frestað til næsta fundar.
  2. 2.    Byggingamál:
    a.    Nesbali 5, bygging garðskála. Samþykkt.
    b.    Vesturströnd 29, bygging garðskála. Gögn eru ókomin. Málinu frestað.
    c.    Barðaströnd 1, girðingar á lóð. Lagt fram bréf Ragnars H. Hall hrl. dags. 20. október 2009. Ákveðið að leita frekara álits Ívars Pálssonar hdl. Málinu frestað.
  3. 3.    Umferðarmál:
    a.    Samningur við Umferðastofu. Lagður fram samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar og Umferðarstofu undirritaður 8. október 2009.
    b.    Hraðatakmarkanir innan sveitarfélagsins, erindi frá bæjarstjórn. Lagt fram minnisblað bæjarverkfræðings dags. 17. September sl. varðandi hraðatakmarkanir á hluta Suðurstrandar ásamt ákvörðun bæjarstjórnar á 701. fundi þann 23. september 2009.

    Þórður Ó. Búason vék af fundi
  4. Önnur mál:
    a.    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 6. október 2009 varðandi sameiginlegt mat styrkingar raforkukerfisins á Suðvesturlandi, SV-lína og orkuvera. Nefndin vísar til fyrri bókana sinna og telur ekki tilefni til frekari álitsgjafar um málið af sinni hálfu.

 

Ólafur Egilsson (sign.), Þórður Ó. Búason (sign.), Stefán Bergmann (sign.), Erna Gísladóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?