Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

21. september 2009

Framhald 136. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar mánudaginn 21. september 2009 að Austurströnd 2.

Mættir: Ólafur Egilsson formaður, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir; Friðrik Friðriksson boðaði forföll. Ennfremur mættur Ólafur Melsteð skipulagsstjóri.

Fundargerð ritaði Baldur Gunnlaugsson

Fundur settur af formanni kl. 15.40

Þetta gerðist:

Tekinn fyrir á ný dagskrárliður

  1. Deiliskipulagsmál:
    b. Önnur deiliskipulagsmál.
    Bakkahverfi: Nefndin samþykkti deiliskipulagstillöguna á ný til afgreiðslu bæjarstjórnar eftir smávægilegar breytingar varðandi annarsvegar innakstur á lóðir Valhúsabrautar 19 og Melabrautar 20 og hinsvegar þakhæð tengibyggingar við bílskúr að Unnarbraut 19, auk áhrifa breytinganna á grannlóðir. Ennfremur er felld inn í tillöguna heimild fyrir bílskúr við Unnarbraut 2 sem sótt var um eftir fyrri afgreiðslu hennar. Nánar lýst í fylgiskjali A við fundargerð.
    Lambastaðahverfi: Nefndin samþykkti 3 gegn 1 deiliskipulagstillöguna á ný til afgreiðslu bæjarstjórnar með breytingum á byggingarreitum og hæð húsa Nesvegar 115 og 119a, sbr. nánar fylgiskjal B. Áréttaðir eru skilmálar um að við staðsetningu og hönnun húsa á lóðunum skuli þess sérstaklega gætt að skerða sem minnst útsýni nærliggjandi húsa. Við skilmálana verði bætt svohljóðandi setningu: Jafnframt verði þess gætt að meginhluti húss verði í hæfilegri fjarlægð frá mörkum byggingarreits sjávarmegin.
    Stefán Bergmann lagði fram eftirfarandi bókun:
    Tel ekki eðlilegt að byggja svo stór hús svo nálægt opnu útivistarsvæði við sjó. Tveggja hæða hús tel ég óheppileg á þessum stað og í ósamræmi við meginstefnu deiliskipulagsins um lágreista byggð við sjó. Minni jafnframt á bókun mína við fyrri afgreiðslu deiliskipulagstillögu á 135. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 25. ágúst sl.

Fundi slitið kl. 17.10

Ólafur Egilsson (sign.), Þórður Ó. Búason (sign.), Stefán Bergmann (sign.), Erna Gísladóttir (sign.).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?