Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Þórður Ó. Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann auk Hauks Kristjánssonar, bæjartæknifræðings.
Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.
1. Umsókn frá Ástráði B. Hreiðarssyni, Hofgörðum 26, þar sem sótt er um leyfi til að skipta húsinu að Hofgörðum 26 upp í tvær íbúðir samkvæmt uppdráttum Guðrúnar Stefánsdóttur, arkitekts.
Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.
2. Umsókn frá Guðrúnu Magnúsdóttur og Valdimar Tómassyni, Lambastaðabraut 1, þar sem lögð er fram reyndarteikning af húsinu að Lambastaðabraut 1 vegna eignarskiptasamnings.
Samþykkt.
3. Lagt fram bréf frá Stefáni Hermannssyni, formanni samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins , vegna bréfs Umhverfisráðuneytisins til Reykjavíkurborgar þar sem óskað er eftir umsögn um afgreiðslu Skipulagsstofnunar á tillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
4. Lindarbraut- endurbygging.
Teknir fyrir að nýju uppdrættir Gunnars Inga Ragnarssonar, verkfræðings af endurbyggingu Lindarbrautar. Málið verður rætt nánar á næstu fundum nefndarinnar.
5. Lögð fram kæra frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vegna endurupptökumáls Barkar Ákasonar, Sefgörðum 16, sbr. 3. lið fundargerðar frá 12. september s.l.
6. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun skipulags- og mannvirkjanefndar.
7. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir bréfi bæjarstjóra varðandi fundarsköp nefnda og boðun funda.
Fundi slitið kl.09:10. Einar Norðfjörð.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Inga Hersteinsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)
Þórður Ólafur Búason (sign)
Haukur Kristjánsson (sign)