Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Þórður Ó. Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann og Elín Helga Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.
1. Fyrirspurn frá Valdimar Ólafssyni, Víðiteig 2d, Rvík þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja parhús á lóðinni nr. 22 við Lindarbraut. Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að senda málið í grenndarkynningu.
2. Erindi frá Friðbirni Sigurðssyni og Friðriku Harðardóttur, Vallarbraut 18 þar sem sótt er um leyfi fyrir heitum potti á lóðinni nr.18 við Vallarbraut.
Samþykkt enda sé farið eftir gr. 69 í byggingarreglugerð nr.441/1998 varðandi öryggisráðstafanir.
3. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir niðurstöðu grenndarkynningar vegna umsóknar eigenda Valhúsabrautar 37 um byggingu bílskúra á lóðinni nr. 37 við Valhúsabraut. Mótmæli bárust frá eigendum Hofgarða 20 m.a. vegn skerðingar á útsýni og skuggavarps á lóðina að Hofgörðum 20. Vegna framkominna mótmæla hafnar skipulags- og mannvirkjanefnd umsókninni.
4. Lindarbraut- endurbygging.
Nefndarmenn ræddu ýmsar breytingar á götunni sem til greina koma m.a. með tilliti til þeirra umræðna sem urðu á íbúaþingi um málið.
5. Íbúaþing.
Umræður urðu um nýlokið íbúaþing. Lýstu nefndarmenn yfir ánægju með mætingu og áhuga bæjarbúa á þinginu.
Helstu niðurstöður voru ræddar og voru nefndarmenn sammála um að eftir þingið liggi fyrir mikill og góður efniviður sem nýtast mun við endurskoðun aðalskipulags bæjarins sem nú stendur fyrir dyrum.
Fundi slitið kl.09:10. Einar Norðfjörð.
Inga Hersteinsdóttir (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)
Þórður Ólafur Búason (sign)
Elín Helga Guðmundsdóttir (sign)