Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

11. fundur 12. nóvember 2002

Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann og Þorvaldur Árnason.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

1.             Fyrirspurn frá Rúnu Gísladóttur, Látraströnd 7, varðandi leyfi til að byggja turn ofan á garðskála hússins að Látraströnd 7, samkvæmt uppdráttum Jóns Guðmundssonar, arkitekts.

Samþykkt var að senda málið í grenndarkynningu.

 

2.             Umsókn frá bæjarsjóði Seltjarnarness um stækkun anddyris við Valhúsaskóla samkvæmt uppdráttum Vilhjálms Hjálmarssonar, arkitekts.

Samþykkt enda rýri þetta fyrirkomulag ekki breidd rýmingarleiðar og að sjálfvirk útihurð opnist við straumrof.

 

3.             Lögð fram tillaga bæjarfulltrúa Neslistans um vinnu við nýtt aðalskipulag, sem lögð var fram í bæjarstjórn þann 27. nóvember s.l. og vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

Afgreiðslu tillögunnar frestað.

 

4.             Bæjarmörk við Norðurströnd.

Á fundinn mætti Ragnhildur Skarphéðinsdóttir, landslagsarkitekt, ásamt Steinunni Árnadóttur, garðyrkjustjóra.

Ragnhildur gerði grein fyrir tillögu sinni að frágangi við bæjarmörkin.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að unnið verði að frekari útfærslu tillögunnar.  Þorvaldur Árnason situr hjá.

 

5.             Tekin til afgreiðslu skýrsla um undirbúning áhættumats fyrir höfuðborgarsvæðið sbr. 3. lið 3. fundar og 7. lið 2. fundar.

Formaður lagði fram eftirfarandi bókun:

Skipulags- og mannvirkjanefnd lýsir ánægju sinni með gerð þessarar skýrslu sem er greining á helstu áhættuþáttum sem gætu valdið almannavarnarástandi á höfuðborgarsvæðinu.

Nefndin óskar eftir því að tæknideildin geri úttekt á hugsanlegum áhrifum á innviði bæjarins miðað við umræddar áhættur sem gætu orsakað alvarlegt ástand á Seltjarnarnesi,  jafnvel almannavarnarástand.

Hver væru viðbrögð Seltjarnarness við þeim ?

Meðal þeirra eru:

·        Aðfærsla rafmagns.

·        Hitaveita bæjarins.

·        Aðfærsla neysluvatns.

·        Frárennsli og dælur.

·        Fjarskipti.

·        Vegakerfið.

·        Hönnunarforsendur helstu bygginga bæjarins skoðaðar (mannmargar byggingar t.d. skólar, íþróttamiðstöð, félagsheimili, kirkja). 

·        Skilgreind fjöldahjálparstöð.

·        Beðið um skýrslu um áhættumat vegna olíutanka í Örfirisey. 

 

Sett verði upp neyðaráætlun um fyrstu viðbrögð. 

Drög að skýrslunni verði tilbúin fyrir lok mars 2003.

              

Inga Hersteinsdóttir (sign).

 

Bókunin var samþykkt samhljóða.

 

6.             Framhald umræðna um kærumál þeirra Barkar Ákasonar, Sefgörðum 16 og Rögnvalds Sigurðssonar, Sefgörðum 24 sbr. 6. lið síðasta fundar.

Samþykkt var að boða aðila málsins á fund nefndarinnar þann 9. janúar 2003.

    

Fundi slitið kl.10:00.  Einar Norðfjörð.

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)       

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ólafur Búason (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Þorvaldur Árnason (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?