Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

12. fundur 09. janúar 2003

Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Tómas M. Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

    

1.             Erindi frá Páli Kára Pálssyni f.h. Íslandssíma þar sem óskað er leyfis fyrir GSM., loftneti á slysavarnarhúsið við Bakkavör.

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti enda verði lagðir fram fullkomnir uppdrættir.

 

2.             Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir niðurstöðu grenndarkynningar vegna fyrirspurnar Valdimars Ólafssonar, Víðiteigi 2d., R.vík um byggingu parhúss á lóðinni nr.22 við Lindarbraut sbr 1. lið 9. fundar.

Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum.

Frestað.

 

3.             Tekið fyrir bréf frá Gesti Ólafssyni arkitekti og skipulagsfræðingi vegna samanburðar rannsóknar  Skipulags- arkitekta – og verkfræðistofunnar ehf., á nýlegum íbúahverfum í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Formanni falið að óska eftir  nánari upplýsingum m.a. varðandi  kostnað við verkefnið.

 

4.      Lindarbraut – endurbygging.

Lagðir voru fram útfærsluuppdrættir Gunnars Inga Ragnarssonar, verkfræðings í samræmi við tillögu hans að  endurbyggingu Lindarbrautar sbr. 4. lið fundargerðar frá 28. nóvember s.l.

Samþykkt var að óska eftir áliti garðyrkjustjóra varðandi tillögu höfundar  að gróðri í götunni.

 

5.             Framhald umræðna um kærumál vegna girðinga í Sefgörðum sbr. 6. lið síðasta fundar.

 

6.             Aðalskipulag.

Formaður gerði grein fyrir stöðu mála varðandi lokaskýrslu Alta ehf., um íbúaþingið.

Ennfremur upplýsti formaður að von sé á tillögu frá Alta ehf., um næstu skref í skipulagsferlinu og tilboði í verkið. 

Guðrún Helga óskaði eftir að drögum að lokaskýrslu íbúaþingsins sem fyrir liggur verði dreift til stýrihópsins og var það samþykkt.

 

  1. Önnur mál.

 

a)   Fyrirspurn frá Júlíusi Finnssyni, byggingafræðingi, Bjarmahlíð 2, Hafnarfirði f.h. lóðareigenda að Miðbraut 32, varðandi heimild til að reisa 2ja hæða  viðbyggingu við húsið að Miðbraut 32.

Skipulags- og mannvirkjanefnd  tekur jákvætt í fyrirspurnina  og óskar jafnframt eftir teikningum af viðbyggingunni.

 

b) Tekið fyrir að nýju erindi Írisar B. Guðnadóttur, Kirkjubraut 17, varðandi bílastæðamál sbr. 2. lið 10. fundar.

     Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu í samræmi við umræður sem fram fóru á fundinum.

 

Fundi slitið kl.09:40.  Einar Norðfjörð.

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)       

Ingimar Sigurðsson (sign)

Tómas M. Sigurðsson (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?