Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Tómas M. Sigurðsson, Ingimar Sigurðsson og Stefán Bergmann.
Fundargerð ritaði: Einar Norðfjörð.
1. Greinargerð um niðurstöður íbúaþings.
Á fundinn mætti Sigurborg K. Hannesdóttir frá Alta og fór hún yfir helstu þætti greinargerðarinnar.
Í umræðum um niðurstöður íbúaþingsins lýstu nefndarmenn yfir ánægju sinni með greinargerðina og vinnu Alta við íbúaþingið.
Vék Sigurborg síðan af fundi.
2. Bæjarmörk við Norðurströnd.
Lagðar fram sérteikningar Ragnhildar Skarphéðinsdóttur, landslagsarkitekts að frágangi við bæjarmörkin sbr. 4. lið 11. fundar.
Samþykkt.
3. Lindarbraut – endurbygging.
Á fundinn mætti Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri.
Umræður voru um fyrirliggjandi tillögu að gróðri í götunni sbr. 4. lið 12. fundar.
Steinunn gerði grein fyrir skoðun sinni á þeim trjágróðri sem höfundur tillögunnar leggur til.
Lagði hún til að í gróðurbeðunum verði notaður lággróður ásamt grjóti.
Nefndin fól Steinunni að útfæra tillögu sína nánar.
4. Tekið fyrir að nýju erindi frá Jóhanni Helgasyni og Þórhildi G. Egilsdóttur, Melabraut 31, varðandi lóðarmörk lóðanna Melabraut 31 og Miðbraut 34 sbr. 2. lið 5. fundargerðar. Íbúar Miðbrautar 34 gera ekki ágreining varðandi girðingu enda sé hún samkvæmt reglugerð og samþykkja færslu runna á lóðamörkum séu þeir ekki rétt staðsettir.
Tæknideild var falið að mæla út lóðarmörkin.
Nefndin bendir jafnframt á að hafi aðilar hug á að girða við lóðarmörk þarf að sækja um það til skipulags- og mannvirkjanefnd og að girðing á mörkum lóða er háð samþykki beggja lóðarhafa.
5. Tillaga Neslista um vinnu við aðalskipulag.
Í ljósi þess verkferlis sem nefndin hefur þegar samþykkt að fylgja telur meirihluti skipulags- og mannvirkjanefndar ekki þörf á að skipa sérstakan starfshóp við hlið skipulags- og mannvirkjanefndar við gerð nýs aðalskipulags og hafnar því tillögunni fyrir sitt leyti.
Nefndin mun í vinnu sinni leggja höfuð áherslu á að taka mið af niðurstöðum íbúaþingsins eins og lagt er til í tillögu Neslistans.
6. Önnur mál.
a) Sefgarðar – girðingarmál, framhald.
Formaður greindi frá viðræðum sínum við aðila málsins.
Byggingarfulltrúa falið að semja tillögu að svari til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í samráði við lögmann bæjarins.
Fundi slitið kl.09:30. Einar Norðfjörð.
Inga Hersteinsdóttir (sign)
Tómas M. Sigurðsson (sign)
Ingimar Sigurðsson (sign)
Stefán Bergmann (sign)