Mættir voru allir nefndarmenn þau Inga Hersteinsdóttir, Tómas M. Sigurðsson, Ingimar Sigurðsson, Stefán Bergmann og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Fundargerð ritaði: Einar Norðfjörð.
1. Erindi frá Íslandspósti varðandi merkingu utanhúss á Eiðistorgi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd beinir þeim tilmælum til húsfélags rekstraraðila á Eiðistorgi að þeir komi sér saman um tillögu að útimerkingu fyrirtækjanna í samráði við hönnuð Torgsins, Ormar Þór Guðmundsson, arkitekt.
2. Erindi frá bæjarstjóra, Jónmundi Guðmarssyni, þar sem óskað er heimildar til niðurrifs útihúsanna í
Nesi.
Fyrir liggur samþykki menntamálaráðuneytisins. Ennfremur bréf frá Húsfriðunarnefnd ríkisins þar sem fram kemur að hún gerir ekki athugasemdir við niðurrif húsanna.
Samþykkt.
3. Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá Valdimar Ólafssyni, Víðiteigi 2d, Reykjavík um byggingu parhúss á
lóðinni nr. 22 við Lindarbraut sbr. 4. lið 13, fundar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að auglýsa breytt deiliskipulag á grundvelli 2. mgr. 26. gr. sbr. 7. mgr. 43. gr. Skipulags- og byggingarlaga.
4. Lindarbraut - endurbygging.
Á fundinn mætti Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri til að kynna tillögur sínar að gróðurbeðum í götunni. Steinunni var falið að þróa tillögur sínar áfram.
5. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni í úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála varðandi staðsetningu
dælustöðvar við Tjarnarstíg.
Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.
6. Lagðar fram til kynningar tillögur Æskulýðs- og íþróttaráðs að staðsetningu íþróttavallar og breytingum
á sundlauginni samkvæmt uppdráttum Margrétar Leifsdóttur, arkitekts.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að gerð verði hagkvæmnisathugun á byggingu íþróttavallar miðað við þær staðsetningar sem fram komu á íbúaþinginu.
7. Önnur mál.
1. Sefgarðar – girðingarmál.
Lagt var fram uppkast að svari til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.
2. Formaður lagði fram bréf frá umhverfisnefnd þar sem vakin er athygli á þætti skipulags- og mannvirkjanefndar í að undirbúa og framkvæma fjölmörg atriði í Staðardagskrá 21 fyrir Seltjarnarnes með von um gott samstarf þar um.
Fundi slitið kl.09:10. Einar Norðfjörð.
Inga Hersteinsdóttir (sign)
Tómas M. Sigurðsson (sign)
Ingimar Sigurðsson (sign)
Stefán Bergmann (sign)
Guðrún Brynleifsdóttir (sign)