Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

17. fundur 14. mars 2003

Mættir voru þau Inga Hersteinsdóttir,  Tómas M. Sigurðsson, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir  og Þorvaldur K. Árnason.

Fundargerð ritaði: Einar Norðfjörð.

1.             Aðalskipulag.

Tekin til umræðu drög að verksamningi við Alta um ráðgjöf og sérfræðiþjónustu við gerð aðalskipulags Seltjarnarness.

Eftir að hafa rætt og farið yfir samningsdrögin var formanni og bæjarstjóra falið að ganga til samninga við Alta á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga og athugasemda nefndarmanna sem fram komu á fundinum.

 

2.            Tekið fyrir bréf frá Lögreglustjóranum í Reykjavík, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Magnúsar Kjartanssonar til reksturs bílaleigu að Látraströnd 54.

Skipulags- og mannvirkjanefnd  getur ekki fallist á að rekin verði bílaleiga að Látraströnd  54  þar sem staðsetning bílaleigunnar yrði í hreinu íbúðahverfi og myndi óhjákvæmilega hafa í för með sér  verulegt ónæði fyrir íbúa í hverfinu.

 

3.             Umsókn frá eigendum hússins að Melabraut 34, þar sem sótt er um leyfi til að klæða húsið að Melabraut 34 að utan með stenexplötum.

Samþykkt.

 

4.            Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir afturköllun eigenda Miðbrautar 25 á kæru sinni til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna synjunar skipulags- og mannvirkjanefndar á leyfi til að byggja bílskúr á lóðinni nr.25 við Miðbraut.

Jafnframt er lagt fram erindi þar sem óskað er leyfis til að byggja bílskúr á lóðinni samkvæmt breyttri teikningu.

Málinu  frestað.
 

5.             Tekin til umræðu nýting á bílastæði vestan Bygggarða. 

Tæknideild falið að móta  tillögur að úrlausn á þann hátt að komið verði í veg fyrir  að stæðið sé notað til geymslu bílhræja og ógangfærra bíla.
 

Fundi slitið kl.09:00.  Einar Norðfjörð.

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)       

Tómas M. Sigurðsson (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Guðrún Brynleifsdóttir (sign)

Þorvaldur K. Árnason (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?