Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

22. fundur 28. maí 2003

Mættir voru allir nefndarmenn þau: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Tómas M. Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann.

Fundargerð ritaði: Einar Norðfjörð.

1. Aðalskipulag.

Á fundinn mættu þær Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Hlín Sverrisdóttir frá Alta.

Eftirfarandi atriði voru tekin fyrir:

a) Sigurborg og Hlín lögðu fram og fóru yfir drög að forsenduskýrslu fyrir Aðalskipulag Seltjarnarness 2004-2024.

Samþykkt var að nefndarmenn og tæknideild fari yfir skýrsluna og skili inn athugasemdum til formanns innan viku.

b) Tekin var fyrir liðurinn:

Framtíðarsýn – hvert vill Seltjarnarnesbær stefna ?

Guðrún Helga vék af fundi.

c) Fulltrúar Alta lögðu fram minnisblað varðandi áætlun um samráð og kynningu við gerð Aðalskipulagsins.

d) Farið var yfir tímaáætlun aðalskipulagsvinnunnar.

Véku þær Sigurborg og Hlín síðan af fundi.

2. Umsókn frá fasteigafélaginu Stoðir um innréttingu bókasafns að Eiðistorgi 11 sbr. 4. lið síðustu fundargerðar.

Á fundinn mætti bæjarbókavörður Pálína Magnúsdóttir og gerði hún grein fyrir væntanlegri nýtingu safnsins þ.m.t. lesaðstöðu námsfólks. Vék Pálína síðan af fundi.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir umsóknina.

 

3. Umsókn frá bæjarstjóra f.h. bæjarsjóðs um utanhússklæðningu og endurnýjun glugga í Mýrarhúsaskóla samkvæmt uppdráttum Dr. Magga Jónssonar, arkitekts.

Samþykkt.

 

Fundi slitið kl.10:30. Einar Norðfjörð.

Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)

Tómas M. Sigurðsson (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?