Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

26. fundur 21. ágúst 2003

Mættir voru þau: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

1. Deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar.

a. Á fundinn mætti Valgarður Sigurðsson hrl. lögmaður bæjarins.

Gerði Valgarður grein fyrir lögum og reglugerð varðandi útboðsskyldu opinberra aðila á vörum og þjónustu.

Fór hann einkum yfir viðmiðunarfjárhæðir og mat á áætlaðri fjárhæð samninga.

Vék Valgarður síðan af fundi.

b. Tekin var til umræðu eftirfarandi tillaga meirihluta starfshóps Skipulags- og mannvirkjanefnd ar um skipulag á Hrólfsskálamel.

Tillaga:

Meirihluti starfshóps skipulags- og mannvirkjanefndar um skipulag á Hrólfskálamel leggur til við skipulags- og mannvirkjanefnd að bæjarstjóra verið falið, að fenginni kostnaðaráætlun bæjarins, að undirbúa samninga við eftirtalin fyrirtæki um þróun og gerð deiliskipulags á Hrólfsskálamel og byggingasvæði á Suðurströnd ásamt nánari skilgreiningu á staðsetningu gervigrasvallar. Tillaga þessi er gerð með fyrirvara um, að ákvæði laga nr. 94/2001, um opinber innkaup, sbr. rgj. nr. 513/2001, heimili slíka samninga án útboðs.

Fyrirtækin eru:

Verkfræðistofan VSÓ Ráðgjöf ehf um verkefnastjórnun, kostnaðargreiningu og þróun viðskiptaáætlunar fyrir svæðin.

Hornsteinar Arkitektar ehf vegna þróunar skipulags- og arkitektastarfa.

Arkitektastofuna Schmidt, Hammer og Lassen vegna þróunar skipulags og arkitektastarfa.

Jafnframt er lagt til að samið verði við ráðgjafafyrirtæki s.s. IMG Gallup um gerð markaðskönnunar fyrir verkefnið.

Greinargerð:

Meiri hluti starfshópsins telur skynsamlegt að fara þá leið að semja við ofangreinda ráðgjafa í ljósi reynslu þeirra og samstarfs í flóknum og umfangsmiklum skipulagsverkefnum.

Með gerð viðskiptaáætlunar og þróun tillagna eins og kemur fram í samningsdrögum og fylgiskjölum er ráðgert að við lok þróunarverkefnisins verði til orðin raunhæf viðskiptaáætlun, sem m.a. gefur til kynna hvert verðmæti verkefnisins er, heildstæð sýn á skipulag hverfanna, gæðastig, útlit og efnisval, lausnir í umferðamálum, óskir íbúa og væntanlegra kaupenda, markaðshæfi húsnæðisins og tengingu við stofnanir bæjarins og Eiðistorg.

Meðal verkefna á upphafsstigi er nánari skilgreining á hönnunarforsendum gervigrasvallar og staðsetningu í samræmi við nærliggjandi mannvirki. Lokastig verksins er gerð formlegs deiliskipulags á grundvelli skipulagslaga.

Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign).

Fulltrúar Neslistans í Skipulags- og mannvirkjanefnd leggja fram eftirfarandi tillögu:

Skipulagsnefnd samþykkir að fela Alta eða öðrum aðila að semja forsögn fyrir skipulag á Hrólfsskálamel í samvinnu við nefndina til þess að draga úr líkum á hagsmunaárekstrum við gerð skipulagsins, sem hætt er við, ef sami aðili semur forsögn og gegnir hlutverki ráðgjafa á öllum stigum skipulagsvinnunnar.

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Stefán Bergmann (sign).

 

Gengið var til atkvæða um tillögurnar og var tillaga fulltrúa Neslista felld með 3 atkvæðum gegn 2.

Tillaga meirihluta starfshóps um skipulag á Hrólfsskálamel var samþykkt með þremur atkvæðum. Fulltrúar Neslistans sátu hjá.

 

2. Önnur mál.

Stefán Bergmann greindi frá því að Þorvaldur K. Árnason hafi tilkynnt Neslistanum að hann muni ekki gegna áfram störfum í starfshópi um skipulag á Hrólfsskálamel af persónulegum ástæðum.

 

Fundi slitið kl.09:30. Einar Norðfjörð (sign).

Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Búason (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign

Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?