Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ólafur Búason, Guðrún Helga Brynleifsdótir og Ragnhildur Ingólfsdóttir. Auk þess sátu fundinn Einar Norðfjörð framkvæmdastjóri tæknisviðs, Ögmundur Skarphéðinsson frá Hornsteinum og Grímur Jónasson frá VSÓ.
Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.
Dagskrá:
- Fundur settur
- Deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Tekin fyrir tillaga Hornsteina og VSÓ að deiliskipulagi frá síðasta fundi.
- Umsókn frá Gunnsteini Sigurðssyni Nesbala 9 um byggingu gróðurskála á lóðinni að Nesbala 9.
- Önnur mál
- Fundi slitið
1. Fundur settur af formanni kl. 08:06
2. Umræðum um deiliskipulag haldið áfram frá 44. fundi. Tillaga Hornsteina og VSÓ að deiliskipulagi samþykkt með atkvæðum meirihluta. Fulltrúar minnihluta sitja hjá og leggja fram eftirfarandi bókun:
“Við teljum að allt að 5 hæða hús við Suðurströnd sé of hátt og að byggingarnar séu of fyrirferðamiklar. Tillagan felur í sér töluverða útsýnisskerðingu frá húsum í Bakkavör. Þá teljum við að miðsvæðið og byggð á Hrólfsskálamel hafi ekki fengið nægilega umfjöllun í vinnunni og of opip hvaða skilmálar gilda um reitinn í tillögunni. Bæjarstjórn samþykkti að vinna með þá tillögu að staðsetning gervigrasvallar væri langsum á Hrólfsskálamel en í tillögunni er gert ráð fyrir að gervigrasvöllurinn sé þversum, sem þýðir að setja verður upp öryggisvegg gagnvart Suðurströnd, sem verður allt að 5,5 metrar að hæð, sem hefur m.a. í för með sér “útsýnismengun” á svæðinu”.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir Ragnhildur Ingólfsdóttir
Samþykkt samhljóða að óska eftir aukafundi í bæjarstjórn við fyrsta tækifæri til þess að ræða deiliskipulagstillöguna. Fulltrúar Hornsteina og VSÓ viku af fundi.
3. Lögð fram umsókn frá Gunnsteini Sigurðssyni Nesbala 9 um byggingu gróðurskála á lóðinni að Nesbala 9. Fyrir liggur samþykki nágranna og erindið því samþykkt.
4. Önnur mál.
5. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 10:13
Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)
Þórður Búason (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Raghildur Ingólfsdóttir (sign)