Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ólafur Búason, Guðrún Helga Brynleifsdótir og Stefán Bergmann. Auk þess sátu fundinn Einar Norðfjörð framkvæmdastjóri tæknisviðs, Hlín Sverrisdóttir frá Alta, Ögmundur Skarphéðinsson frá Hornsteinum og Grímur Jónasson frá VSÓ
Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.
Dagskrá:
1. Fundur settur
2. Breyting á aðalskipulagi svæðisins við Hrólfsskálamel og Suðurströnd. Á fundinn mæta ráðgjafar Alta.
3. Deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Ráðgjafar VSÓ og Hornsteina gera grein fyrir samantekt á athugasemdum sem borist hafa og tillögum sínum að svörum við þeim.
4. Umsókn frá Ragnheiði Haraldsdóttur og Hallgrími Guðjónssyni um stækkun hússins að Látraströnd 21
5. Erindi frá Helgu Matthildi Jónsdóttur og Rafni Benedikt Rafnssyni Hofgörðum 3 þar sem óskað er eftir að sett verði upp hraðahindrun í Hofgarða.
6. Önnur mál
7. Fundi slitið
1. Fundur settur af formanni kl. 17:07
2. Hlín Sverrisdóttir kynnti tillögu að breytingu á gildandi aðalskipulagi Seltjarnarness ásamt greinargerð. Umræður og fyrirspurnir. Hlín vék af fundi.
3. Grímur og Ögmundur lögðu fram tillögu að svari við bréfi því sem lagt var fyrir síðasta fund skipulagsnefndar vegna athugasemda um hugmyndir varðandi deiliskipulag Hrólfsskálamelar og Suðurstrandar. Grími og Ögmundi falið að lagfæra textann í samræmi við umræður á fundinum og senda nefndarmönnum til umsagnar. Jafnframt er þeim falið að leggja fyrir næsta fund frekari útfærslu að hæð húsa við Suðurströnd, huga að myndun rýnihópa og tillögu að forsögn deiliskipulags.
4. Lögð fram umsókn frá Ragnheiði Haraldsdóttur og Hallgrími Guðjónssyni um stækkun hússins að Látraströnd 21. Samþykkt að senda í grenndarkynningu.
5. Lagt fram erindi frá Helgu Jónsdóttur og Rafni Rafnssyni um að sett verði upp hraðahindrun í Hofgörðum. Tæknideild falið að koma með tillögur.
6. Önnur mál
a. Lagt fram erindi frá Margréti Harðardóttur grunnnskólafulltrúa f.h. Skólanefndar um hraðatakmarkanir á Suðurströnd við leik- og grunnskóla bæjarins. Vísað til næsta fundar.
b. Lögð fram fyrirspurn frá Jóni Þór Hjaltasyni og Önnu Gunnarsdóttur, Nesbala 48 um byggingu gufubaðs og skjólgirðingar á lóðinni. Málinu frestað.
7. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:06
Inga Hersteinsdóttir (sign) Ingimar Sigurðsson (sign)
Þórður Búason (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Stefán Bergmann (sign)