Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

19. febrúar 2009

 

Fundargerð 129. fundar Skipulagsnefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 19. febrúar 2009, kl. 8:00 í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness.

Mættir voru: Ólafur Egilsson formaður, Þórður Búason, Stefán Bergmann, Friðrik Friðriksson, Sigurður J. Grétarsson í forföllum Ernu Gísladóttur, Ólafur Melsteð framkvæmdastjóri umhverfis- og tæknisviðs og Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist: 

  1. Lagt var fyrir erindi frá Skipulagsstofnun með tillögu að matsáætlun vegna Suðurvesturlínu frá Hellisheiði til Reykjaness. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og er ÓM falið að upplýsa Skipulagsstofnun um ákvörðun nefndarinnar hljóti hún staðfestingu bæjarstjórnar.
  2. Farið var yfir mál er viðkoma deiliskipulagi í:
    i. Lambastaðahverfi
    a. Erindi hefur borist frá eigendum  Skerjabrautar 3a þar sem óskað er eftir að fá að byggja í hámarksnýtingu. Skipulagsnefnd samþykkir að vísa málinu til skipulagsráðgjafa svæðisins til skoðunar og tillögugerðar.

    b. Erindi barst frá eiganda á Tjarnarstíg 2 þar sem óskað var eftir breytingu á bílskúr o.fl. Erindinu vísað til frekari deiliskipulagsvinnu og ÓM falið að upplýsa viðkomandi um þær reglur sem gilda um niðurrif og byggingu húseigna.

    ii. Bakkahverfi
    Sent hefur verið bréf til allra íbúa í Bakkahverfi varðandi kynningu á drögum að deiliskipulagi hverfisins.  Kynning verður haldin fimmtudaginn 26. febrúar nk..  Nefndarmenn munu fara yfir kynningargögnin með skipulagsráðgjöfum miðvikudaginn 25. þ.m.

    iii. Vestursvæði
    Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu Vestur-svæða með þeim breytingum að byggingarreitur fyrir sjóbaðs- og veitingaaðstöðu falli út og að fuglaskoðunarbyrgi færist úr Tjarnartúni á Kotagranda að gangstíg norðanvert við Bakkatjörn, með þeim fyrirvara að engar athugasemdir við tillöguna berist í umsögn frá umhverfisnefnd.
  3. Byggingamál
    a)                  Suðurmýri 36-38. Erindi barst frá eiganda dags. 9. febrúar 2009. ÓM kynnti óskir hans varðandi byggingarmagn á lóðunum. Nefndin telur nauðsynlegt að samræmi ríki milli áformaðra húsa og þeirra sem fyrir eru í hverfinu og felur ÓM að upplýsa eigendur um afstöðu nefndarinnar.

    b)                 Suðurmýri 4.  Teikningar hafa ekki borist. Máli því frestað.

    c)                  Hjúkrunarheimili. ÓM og formaður skipulagsnefndar upplýstu nefndarmenn um stöðu mála vegna áforma um byggingu hjúkrunarheimilis.

    d)                 Girðing við Barðaströnd 1. Málinu er frestað þar til umbeðin greinagerð liggur fyrir væntanlega á næsta fundi.
  4. Bílastæði og umferðaröryggi við Suðurströnd.
    a.       Fyrir fundinum lá erindi formanns Gróttu vegna umferðar og bílastæðamála við Íþróttamiðstöð og ÓM skýrði frá fundi með honum. Kynnt var umbeðin tillaga ÍAV að bráðabirgðabílastæðum á Hrólfsskálamel sem standa til boða meðan ekki kemur til frekari framkvæmda á svæðinu. Um er að ræða allt að 103 stæði sem fullnægja mun þörf um sinn.

    b.      Lögð var fram tillaga teiknistofunnar Storð um útfærslu bílastæða og gróður á Ráðhúsreit.

    c.       ÓM kynnti undirbúning vinnustofunnar Þverár að steinlagðri gangbraut yfir Suðurströnd o.fl. Nefndin áréttaði mikilvægi þess að hraðað verði öryggisráðstöfunum við gangbrautina, bættri lýsingu og uppsetningu stólpa, sbr. fg. 126. fundar, 20. nóvember 2008, 5. lið b.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:40

EC

 

Ólafur Egilsson(sign)

 Þórður Búason, (sign) 

 Stefán Bergmann, (sign)

 Friðrik Friðriksson, (sign)

 Sigurður J. Grétarsson, (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?