128. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn fimmtudaginn 15. janúar 2009 nk. kl. 8:00 að Austurströnd 2
Mættir:
Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Friðrik Friðriksson, Erna Gísladóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Ólafur Melsteð skipulagsstjóri.
Stefán Bergmann boðaði forföll.
Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.
Dagskrá:- Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins:
a. Kársnes, Kópavogur, veruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. - Deiliskipulagsmál:
a. Heildarstaða deiliskipulags á Seltjarnarnesi.
b. Staða deiliskipulagsmála í vinnslu:
i. Miðbæjarsvæði
ii. Lambastaðahverfi
iii. Bakkahverfi
iv. Bygggarðasvæði
v. Vestursvæði - Byggingamál:
a. Erindi frá íbúum að Austurströnd 12, yfirbygging svala. - Umferðarmál:
a. Umferðarhraði á Suðurströnd, hraðahindrun v/gangbrautarljós.
b. Bílastæði við íþróttamiðstöð. - Önnur mál:
Fundur settur af formanni kl. 8:05
- Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
a. Kársnes, Kópavogur, veruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024.
Tekið fyrir að nýju erindi frá Smára Smárasyni skipulagsstjóra Kópavogsbæjar vegna tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, Kársnes – vesturhluti.
Nefndin var sammála um að ekki væri unnt að fallast á svo víðtæka breytingu með vísan til eftirfarandi bókunar:
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að tillaga um breytt svæðisskipulag á Kársnesi hafi of mikil áhrif á umhverfi nærliggjandi byggðarlaga og svæða og takmarki möguleika á ákjósanlegum lausnum varðandi umferðarskipulag og tengingar á milli sveitarfélaga á suðurhluta höfuðborgarsvæðisins, við heildarendurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins á næstu árum. - Deiliskipulagsmál.
a. Heildarstaða deiliskipulags á Seltjarnarnesi.
Skipulagsstjóri lagði fram breytta tillögu að áætlun um deiliskipulagsvinnu til ársins 2013 sem felur í sér seinkun verkefna í ljósi ákvörðunar bæjarstjórnar um að heildarfjáhæð til skipulagsmála verði 4,5 milj. í stað 7,0 milj. árið 2008.
b. Staða deiliskipulagsmála í vinnslu.
i Miðbæjarsvæði.
Skipulagsstjóri upplýsti að hann muni meðan hlé er á vinnu skipulagsráðgjafa vinna ásamt tækni- og umhverfissviði bæjarins að undirbúningi málsins. Einnig kom fram að formaður muni eiga viðræður við Ögmund Skarphéðinsson um svæðið.
ii. Lambastaðahverfi.
Skipulagsstjóri greindi frá stöðu verkefnisins og gerði jafnframt ásamt formanni grein fyrir árangursríkum kynningarfundi sem haldinn var með íbúum hverfisins þann 11. desember sl.
iii. Bakkahverfi.
Fram kom að áætlað er að halda kynningarfund með íbúum hverfisins í næstu viku þar sem kynnt verða drög að deiliskipulagstillögu fyrir Bakkahverfi sem unnin er af Vinnustofunni Þverá.
iv. Bygggarðasvæði.
Skipulagsstjóri greindi frá fundi sem hann og bæjarstjóri áttu með G. Oddi Víðissyni framkvæmdastjóra Þyrpingar þar sem fram kom m.a. áhugi félagsins á að halda áfram vinnu við deiliskipulag svæðisins. Fram komu á þeim fundi mismunandi sjónarmið varðandi nýtingarhlutfall sem skoðuð verða nánar af sérfróðum ráðgjöfum.
v. Vestursvæði.
Skipulagsstjóri upplýsti að tillaga að deiliskipulagi svæðisins væri nánast tilbúin og að reiknað sé með sameiginlegum fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, umhverfisnefndar, ásamt ráðgjöfum frá Hornsteinum fimmtudaginn 22. janúar nk.. - Byggingarmál.
a. Erindi frá íbúum að Austurströnd 12, yfirbygging svala.
Samþykkt skv. fyrirliggjandi uppdráttum yfirbygging svala á íbúðum 03-05, 04-05, 06-02 að Austurströnd 12. Skipulagsstjóra falið að benda hlutaðeigendum á að eðlilegt sé að húsfélög leggi fram heildarbeiðnir fyrir slíkar breytingar í stað þess að sótt sé um fyrir einstakar íbúðir. - Umferðarmál.
a. Umferðarhraði á Suðurströnd, hraðahindrun v/gangbrautarljós.
Skipulagsstjóri lagði fram greinargerð sem unnin var af Gunnari Inga Ragnarssyni verkfræðingi þar sem fram koma 3 valkostir til úrbóta á Suðurströnd vegna hraðaksturs.
Nefndin samþykkir samhljóða að vinna eftir tillögu nr.3. Tillagan gerir ráð fyrir að sett verði upp girðing í græna beltið við Suðurströndina sem kæmi til með að beina fótgangendum að gangbrautarljósunum. Lýsing við gangbrautina verður bætt og gerð verður upphækkuð gangbraut á götuna.
Ennfremur samþykkir nefndin samhljóða að þegar gerðar hafa verið framangreindar ráðstafanir til að tryggja öryggi gangandi fólks verði hraðatakmörkun á allri Suðurströnd 50km/klst. þ.e. sú sama og á Lindarbraut. - b. Bílastæði við íþróttamiðstöð.
Formaður greindi frá viðræðum við ÍAV varðandi hugsanleg almenn bílastæði á lóð félagsins á Hrólfsskálamel og afnot hluta af bílageymslu sbr. 5. lið síðasta fundar.
Ennfremur var rætt tölvubréf sem barst formanni og nefndarmönnum frá Gunnari Gíslasyni formanni aðalstjórnar Gróttu varðandi bílastæðamál við íþróttamiðstöð.
Fram kom hjá skipulagsstjóra að ákveðið hafi verið að malbika og fegra núverandi bílastæði á ráðhúsreit sem nýtast muni íþróttamiðstöð. Einnig taldi nefndin æskilegt að bærinn láti endurbæta lýsingu á svæðinu.
Formaður og skipulagsstjóri munu eiga fund með formanni aðalstjórnar Gróttu þar sem kynntar verða nánar aðgerðir og áform nefndarinnar, en þegar hefur verið komið á framfæri við hann ýmsum upplýsingum um málið.
Önnur mál voru engin.
Fundi slitið kl. 09:20
Ólafur Egilsson (sign)
Þórður Ó. Búason (sign)
Friðrik Friðriksson (sign)
Erna Gísladóttir (sign)
Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)