Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

10. júlí 2008


122. fundur  skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn fimmtudaginn 10. júlí  2008  n.k. kl. 8:00  að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Friðrik Friðriksson, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Sigurður J. Grétarsson og Einar Norðfjörð byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.               

Dagskrá:

  1. Deiliskipulagsmál.
    a.       Deiliskipulag Vestursvæða. Á fundinn mæta ráðgjafar Hornsteina.
    b.      Lambastaðahverfi. Lögð fram drög að forsögn.
    c.       Deiliskipulag sunnan Hæðarbrautar. Tekin fyrir að nýju fyrirspurn um byggingu 5 raðhúsa á lóðunum Valhúsabraut 19 og Melabraut 20.
    d.      Önnur deiliskipulagsmál.
  2. Fyrirspurn frá Bjarna Ingvarssyni Melabraut 54 um leyfi til að stækka húsið að Melabraut 54 samkv. uppdráttum Jóns Guðmundssonar arkitekts.      
  3. Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á vegstæði á hluta Suðurstrandar.    Á fundinn mætir ráðgjafi frá VSÓ.
  4. Tekin fyrir skýrsla frá forvarnasviði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi brunavarnir á Eiðistorgi.
  5. Erindi frá bæjarstjóra fh. bæjarsjóðs Seltjarnarness varðandi breytingu á mötuneyti Mýrarhúsaskóla.
  6. Erindi frá Guðmundi Malmquist fh. Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins varðandi verulegrar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, Vatnsendahlíð-Þing, Kópavogi.
  7. Umsókn frá bæjarstjóra um byggingu Lækningaminjasafns í Nesi samkv. uppdráttum Ásdísar H. Ágústsdóttur og Sólveigar Berg arkitekta.
  8. Önnur mál.

Fundur settur af formanni kl. 8:05.

  1. Deiliskipulagsmál.
    a.       Deiliskipulag Vestursvæða. Á fundinn mættu ráðgjafar Hornsteina þær Ragnhildur Skarphéðinsdóttir og Kristín Þorleifsdóttir landslagsarkitektar. Gerðu þær grein fyrir deiliskipulagskorti af vestursvæðum ásamt þemakortum.
    b.      Lambastaðahverfi. Á fundinn mætti Helgi B. Thoroddsen arkitekt frá Kanon arkitektum. Gerði hann grein fyrir frumdrögum að forsögn að deiliskipulagi Lambastaðahverfis.
    c.       Deiliskipulag sunnan Hæðarbrautar. Tekin var fyrir að nýju fyrirspurn um byggingu 5 raðhúsa á lóðunum Valhúsabraut 19 og Melabraut 20. 
    Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki fallist á fram komna tillögu þar sem hún er hvorki í samræmi við byggðamynstur né nýtingarhlutfall lóða í hverfinu.
    d.        Deiliskipulag Bygggarðasvæðis var rætt, m.a. í ljósi samþykktar bæjarstjórnar og athugasemda hagsmunaaðila.

  2. Fyrirspurn frá Bjarna Ingvarssyni Melabraut 54 um leyfi til að stækka        húsið að Melabraut 54 samkv. uppdráttum Jóns Guðmundssonar arkitekts. Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í fyrirspurnina.

  3. Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á vegstæði á hluta Suðurstrandar.    
    Á fundinn mætti Smári Ólafsson verkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf.   Gerði Smári grein fyrir þeim tillögum sem unnar hafa verið. Samþykkt var  
    óska eftir frekari útfærslu í samræmi við umræður á fundinum.
    Friðrik og Sigurður viku af fundi.

  4. Lögð var fram skýrsla frá forvarnarsviði Slökkviliðs höfuðbogarsvæðisins varðandi eldvarnir á Eiðistorgi.

  5. Erindi frá bæjarstjóra fh. Bæjarsjóðs Seltjarnarness varðandi breytingu á mötuneyti Mýrarhúsaskóla. Samþykkt samhljóða.

  6. Erindi frá Guðmundi Malmquist fh. Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins varðandi verulegrar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, Vatnsendahlíð-Þing, Kópavogi.                      
    Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir.

  7. Umsókn frá bæjarstjóra um byggingu Lækningaminjasafns í Nesi     samkvæmt uppdráttum Ásdísar H. Ágústsdóttur og Sólveigar Berg arkitekta. Samþykkt samhljóða.

  8. Á fundinn mætti bæjarstjóri og gerði grein fyrir hugmyndum nefndar um  byggingu hjúkrunarheimilis á Seltarnarnesi varðandi staðarval hjúkrunarheimilisins. Samþykkt var samhljóða að taka undir niðurstöðu staðarvalsnefndarinnar og mæla einkum  með tveimur valkostum við Valhúsahæð til frekari skoðunar.

 

         Fundi slitið kl. 10:30

 

                       

       Ólafur Egilsson (sign)

       Þórður Ó. Búason (sign)

       Friðrik Friðriksson (sign)

       Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)

       Sigurður J. Grétarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?