119. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn fimmtudaginn 17. apríl 2008 nk. kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Dagskrá:
- Fundarsetning.
- Deiliskipulagsmál.
a. Bygggarðasvæði.
b. Deiliskipulag vestursvæða. - Umsókn frá bæjarstjóra f.h. bæjarsjóðs um stækkun á innra rými Tónlistarskólans við Skólabraut samkvæmt uppdráttum Jes Einars Þorsteinssonar arkitekts.
- Erindi frá Óskari Sandholt framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs f.h. skólanefndar Seltjarnarness um breytingu á umferðarskipulagi á horni Nesvegar og Kirkjubrautar sem unnin er af Gunnari Inga Ragnarssyni verkfræðingi.
- Tekin fyrir að nýju umsókn frá Páli Þórólfssyni og Katrínu Gunnarsdóttur Miðbraut 17 um byggingu tvíbýlishúss á lóðinni nr. 28 við Miðbraut samkvæmt uppdráttum Orra Árnasonar arkitekts.
Niðurstaða grenndarkynningar. - Umsókn frá Albert Guðmundssyni og Helga Birni Kristinssyni Tjarnarstíg 14 um stækkun á áðursamþykktum svölum hússins að Tjarnarstíg 14 samkv. uppdráttum Reyni Adamssyni arkitekts.
- Umsókn frá Leó Jónssyni f.h. Íslenskra aðalverktaka hf. um takmarkað framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegsskipti vegna byggingar Hrólfsskálamels 1-7.
- Umsókn frá Leó Jónssyni f.h. Íslenskra aðalverktaka um framkvæmdaleyfi vegna lagningar fráveitulagna á lóð Hrólfsskálamels meðfram Suðurströnd.
- Umsókn frá Guðmundi Reykjalín og Guðrúnu Jónsdóttur Miðbraut 36 um breytingu á innra skipulagi ásamt breytingu á gluggum hússins að Miðbraut 36 samkv. uppdráttum Luigi Bartolozzi arkitekts.
- Erindi frá Ólöfu Örvarsdóttur sviðsstjóra á skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar vegna óverulegrar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2004-2024.
- Erindi frá Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúa f.h. menningarnefndar Seltjarnarness varðandi staðsetningu útilistaverksins ,,Skyggnst bak við tunglið” eftir Sigurjón Ólafsson.
- Erindi frá Smára Smárasyni skipulagsstjóra Kópavogsbæjar varðandi verulegrar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2004-2024.
- Erindi frá Önnu Nielsen f.h. Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir niðurgrafna flutningsæð hitaveitu, Hellisheiðaræð, meðfram Sogslínu 2 sem liggja mun á kafla innan lögsögumarka Seltjarnarness.
- Lagður fram uppdráttur unninn af Ögmundi Skarphéðinssyni arkitekt þar sem gerðar hafa verið minniháttar breytingar á áðursamþykktum uppdrætti að vallarhúsi við gervigrasvöllinn við Suðurströnd.
- Fundur settur af formanni kl. 8:10.
- Deiliskipulagsmál.
a. Bygggarðasvæði
Ólafur gerði grein fyrir kynningarfundi sem skipulags- og mannvirkjanefnd hélt þ. 25. mars s.l. með hagsmunaaðilum vegna deiliskipulags Bygggarðasvæðis. Á fundinum voru lagðar fram 2 bókanir annars vegar lagði Guðmundur Elíasson fram afstöðu íbúa við Sefgarða hverjar skuli vera helstu forsendur deiliskipulags Bygggarðasvæðisins. Hins vegar lögðu Sigurveig Alexandersdóttir og Kristín Halla Jónsdóttir fram yfirlýsingu þar sem gerð er krafa um að haldinn verði íbúafundur um deiliskipulagstillögur Bygggarðasvæðisins áður en þær verða auglýstar.
Lögð fram greinargerð Hrefnu Kristmannsdóttur sem unnin var fyrir Hitaveitu Seltjarnarness vegna skipulagstillagna.
Ennfremur var lögð fram greinargerð frá Fjarhitun vekfræðistofu varðandi borholur við Bygggarða. Samþykkt var að senda greinargerðirnar til deiliskipulagshöfunda.
Frekari umræðum og samþykktum var frestað til næsta fundar.
Björg tók ekki þátt í umræðum né atkvæðagreiðslu þessa liðar.
b. Deiliskipulag vestursvæða.
Á fundinn mættu landslagsarkitektarnir Ragnhildur Skarphéðindóttir og Kristín Þorleifsdóttir frá Hornsteinum og gerðu þær grein fyrir fyrstu drögum að deiliskipulagi vestursvæða. Eftir umræður viku þær af fundi.
- Umsókn frá bæjarstjóra f.h. bæjarsjóðs um stækkun á innra rými Tónlistarskólans við Skólabraut samkvæmt uppdráttum Jes Einars Þorsteinssonar arkitekts. Samþykkt.
- Erindi frá Óskari Sandholt framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs f.h. skólanefndar Seltjarnarness um breytingu á umferðarskipulagi á horni Nesvegar og Kirkjubrautar sem unnin er af Gunnari Inga Ragnarssyni verkfræðingi.
Frestað til næsta fundar.
- Tekin fyrir að nýju umsókn frá Páli Þórólfssyni og Katrínu Gunnarsdóttur Miðbraut 17 um byggingu tvíbýlishúss á lóðinni nr. 28 við Miðbraut samkvæmt uppdráttum Orra Árnasonar arkitekts.
Niðurstaða grenndarkynningar. Athugasemdir bárust frá 2 húseigendum. Umsóknin samþykkt með fyrirvara um niðurstöðu úrskurðarnefndar skipulgs- og byggingarmála vegna kærumáls varðandi deiliskipulag hverfisins. Byggingarfulltrúa falið að svara athugasemdunum.
- Umsókn frá Albert Guðmundssyni og Helga Birni Kristinssyni um stækkun á áðursamþykktum svölum hússins að Tjarnarstíg 14 samkvæmt uppdráttum Reynis Adamssonar arkitekts. Samþykkt.
Þórður Búason vék af fundi.
- Umsókn frá Leó Jónssyni f.h. Íslenskra aðalverktaka hf. um takmarkað framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegsskipti vegna byggingar Hrólfsskálamels 1-7. Samþykkt.
- Umsókn frá Leó Jónssyni f.h. Íslenskra aðalverktaka um framkvæmdaleyfi fyrir vegna lagningar fráveitulagna á lóð Hrólfsskálamels meðfram Suðurströnd. Samþykkt.
- Umsókn frá Guðmundi Reykjalín og Guðrúnu Jónsdóttur Miðbraut 36 um breytingu á innra skipulagi ásamt breytingu á gluggum hússins að Miðbraut 36 samkvæmt uppdráttum Luigi Bartolozzi arkitekts. Samþykkt.
- Erindi frá Ólöfu Örvarsdóttur sviðsstjóra á skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar vegna óverulegrar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2004-2024. Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
- Erindi frá Ellen Calmon fræðlu- og menningarfulltrúa f.h. menningarnefndar Seltjarnarness varðandi staðsetnigu útilistaverksins ,,Skyggnst bak við tunglið” eftir Sigurjón Ólafsson. Frestað og byggingarfulltrúa jafnframt falið að hafa samband við menningarnefndina vegna umræðna á fundinum.
- Erindi frá Smára Smárasyni skipulagsstjóra Kópavogsbæjar dags. 26. mars 2008 varðandi verulegrar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2004-2024. Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
- Erindi frá Önnu Nielsen f.h. Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir niðurgrafna flutningsæð hitaveitu, Hellisheiðaræð, meðfram Sogslínu 2 sem liggja mun á kafla innan lögsögumarka Seltjarnarness. Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið.
- Lagður fram uppdráttur unninn af Ögmundi Skarphéðinssyni arkitekt þar sem gerðar hafa verið minniháttar breytingar á áðursamþykktum uppdrætti að vallarhúsi við gervigrasvöllinn við Suðurströnd. Samþykkt.
- Fundi slitið kl. 10:30