118. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn fimmtudaginn 13. mars 2008 n.k. kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir: Ingimar Sigurðsson, Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir og Einar Norðfjörð byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.
Dagskrá
- Fundarsetning
- Deiliskipulagsmál.
a. Bygggarðasvæði.
b. Deiliskipulag sunnan Hæðarbrautar. - Umsókn frá AFA JCDECAUX Ísland Vesturvör 30 Kóp.um leyfi til að reisa 10 ný strætóskýli á Seltjarnarnesi skv. samningi við bæjarsjóð, skv. uppdráttum Ásdísar Ingþórsdóttur arkitekts.
- Erindi frá Hauki Magnússyni f.h. Íslenskra aðalverktaka hf. varðandi heiti lóðar félagsins á Hrólfsskálamel.
- Bréf frá Kristínu Höllu Jónsdóttur o.fl. Sefgörðum 28 f.h. íbúasamtaka um lágreista byggð í Bygggörðum austan Gróttu.
- Umsókn frá Úlfari Aðalsteinssyni Sefgörðum 22 um stækkun hússins að Sefgörðum 22 samkv. uppdráttum Ragnars Ómarssonar byggingafræðings.
- Tekin fyrir að nýju drög að reglum um auglýsingaskilti á Seltjarnarnesi frá síðasta fundi.
- Erindi frá Sólveigu Pálsdóttur formanni menningarnefndar þar sem kynnt eru drög að menningarstefnu Seltjarnarnesbæjar.
- Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ólafi Inga Ólafssyni Fornuströnd 6 um leyfi til að stækka húsið að Fornuströnd 6 og byggja opið bílskýli ásamt geymslu samkv uppdráttum Úlriks Arthúrssonar arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.
- Erindi frá Umhverfisnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvörp til Skipulagslaga, Mannvirkja og Brunavarna.
- Tekin fyrir að nýju umsókn frá Þórarni Sveinssyni Sólbraut 10 um leyfi til að stækka húsið að Sólbraut 10 samkv. uppdráttum Helga Hafliðasonar arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.
- Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála varðandi byggingarleyfi á lóðinni að Unnarbraut 19.
- Tekin fyrir reyndarteikning af húsinu Lindarbraut 19, unnin af Björgvini Snæbjörnssyni arkitekti.
- Erindi frá Árna Bragasyni, Línuhönnun vegna tvöföldunar á Suðurlandsvegi.
- Fundur settur af formanni kl. 8:10.
- Deiliskipulagsmál.
a. Bygggarðasvæði
Teknar voru fyrir 2 tillögur að deiliskipulagi svæðisins sem kynntar voru á síðasta fundi. Samþykkt var samhljóða að efna til kynningarfundar með hagsmunaaðilum við Bygggarða og Sefgarða þriðjudaginn 25. mars nk. kl. 17:00
b. Deiliskipulag sunnan Hæðarbrautar.
Samþykkt var að hefja vinnu við deiliskipulag svæðisins sem afmarkast af Hæðarbraut, Valhúsabraut, Bakkavör, Suðurströnd og Lindarbraut. Jafnframt var samþykkt samhljóða að óska eftir því við Valdísi Bjarnadóttur arkitekt að hún taki verkið að sér.
- Umsókn frá AFA JCDEAUX Ísland Vesturvör 30 Kópavogi um leyfi til að reisa 10 ný strætóskýli á Seltjarnarnesi skv. samningi við bæjarsjóð samkvæmt uppdráttum Ásdísar Ingþórsdóttur arkitekts. Samþykkt.
- Erindi frá Hauki Magnússyni fh. Íslenskra Aðalverktaka hf. varðandi heiti lóðar félagsins á Hrólfsskálamel. Samþykkt var að lóðin heiti Hrólfsskálamelur 1-18.
- Lögð fram 3 bréf frá Kristínu Höllu Jónsdóttur ofl. fh. íbúasamtaka um lágreista byggð í Bygggörðum vegna deiliskipulags Bygggarðasvæðis.
- Umsókn frá Úlfari Aðalsteinssyni Sefgörðum 22 um stækkun hússins að Sefgörðum 22 samkv. uppdráttum Ragnars Ómarssonar byggingafræðings. Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.
- Tekin fyrir að nýju drög að reglum um auglýsingaskilti á Seltjarnarnesi frá síðasta fundi. Samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
- Erindi frá Sólveigu Pálsdóttur formanni menningarnefndar þar sem kynnt eru drög að menningarstefnu Seltjarnarnesbæjar.
- Tekin fyrir að nýju umsókn frá Ólafi Inga Ólafssyni Fornuströnd 6 um leyfi til að stækka húsið að Fornuströnd 6 og byggja opið bílskýli ásamt geymslu samkv. uppdráttum Úlriks Arthúrssonar arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar.
Ein athugasemd barst. Samþykkt með því skilyrði að bílskýlið verði ekki nær götu en 10 m.
- Erindi frá Umhverfisnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvörp til Skipulagslaga, Mannvirkja og Brunavarna. Frestað svo nefndarmenn geti kynnt sér nánar efni frumvarpanna.
- Tekin fyrir að nýju umsókn frá Þórarni Sveinssyni Sólbraut 10 um leyfi til að stækka húsið að Sólbraut 10 samkv. uppdráttum Helga Hafliðasonar arkitekts. Niðurstaða grenndarkynningar. Ein athugasemd barst.
Umsókninni er hafnað á grundvelli framkominnar athugasemdar.
- Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála varðandi byggingarleyfi á lóðinni að Unnarbraut 19 þar sem fram kemur að leyfi til niðurrifs núverandi húss stendur óraskað en byggingarleyfi nýs fellt úr gildi.
- Tekin fyrir reyndarteikning af húsinu Lindarbraut 19, unnin af Björgvini Snæbjörnssyni arkitekti. Samþykkt.
- Erindi frá Árna Bragasyni, Línuhönnun vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar. Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við framkomnar tillögur.
- Fundi slitið kl. 10:00
Ólafur Egilsson (sign)
Þórður Ó. Búason (sign)
Stefán Bergmann (sign)
Erna Gísladóttir (sign)