117. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn þriðjudaginn 12. febrúar 2008 n.k. kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir: Ingimar Sigurðsson, Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Erna Gísladóttir og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.
Fundargerð ritaði Erna Gísladóttir.
Dagskrá
- Fundarsetning
- Deiliskipulagsmál.
a. Bygggarðasvæði.
b. Lóð lækningaminjasafns. - Umsókn frá bæjarstjóra f.h. bæjarsjóðs um endurgerð lóðar Mýrarhúsaskóla samkv. uppdráttum Þráins Haukssonar landslagsarkitekts.
- Umsókn frá Leó Jónssyni hf. Íslenskra aðalverktka hf um takmarkað byggingarleyfi vegna niðurrifs húsanna að Suðurströnd 2-4 ásamt leyfi fyrir að reisa girðingu kringum vinnusvæðið á Hrólfsskálamel.
- Umsókn frá Valgerði Ragnarsdóttur Suðurmýri 12a um leyfi til að breyta opnu bílskýli í bílskúr á lóðinni að Suðurmýri 12a samkvæmt uppdráttum Sigurðar Björgúlfssonar arkitekts.
- Umsókn frá Helga Þorsteinssyni Borgarhrauni 16 Hveragerði þar sem sótt er um staðbundin réttindi sem múrarameistari á Seltjarnarnesi.
- Tekin fyrir að nýju drög að reglum um auglýsingarskilti á Seltjarnarnesi frá síðasta fundi.
- Umsókn frá Páli Þórólfssyni og Katrínu Gunnarsdóttur Miðbraut 17 um byggingu tvíbýlishúss á lóðinni nr. 28 við Miðbraut samkvæmt uppdráttum Orra Árnasonar arkitekts.
- Umsókn frá Halldóri Halldórssyni Vallarbraut 1 um leyfi til að stækka húsið að Vallarbraut 1 og klæða að utan samkvæmt uppdráttum Garðars Halldórssonar arkitekts.
- Breyting á svæðisskipulagi höfuðborgasvæðisins, færsla á Álftanesvegi á Álftanesi.
- Fundur settur af formanni kl. 8.10
- Deiliskipulagsmál.
a. Bygggarðasvæði.
Á fundinn mættu fulltrúi Þyrpingar G. Oddur Víðisson og fulltrúi Hornsteina Ögmundur Skarphéðinsson og fóru þeir yfir stöðu málsins með nefndinni. Umræður voru um málið og viku þeir svo af fundi. Frestað
b. Lóð lækningaminjasafns.
Á fundinn mættu fulltrúar frá YRKI, þau Sigurður Kolbeinsson og Ásdís Helga Ágústsdóttir, bæjarstjórinn Jónmundur Guðmarsson og Ívar Pálsson lögfræðingur, kynntu þau tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð lækningaminjasafnsins. Umræður voru um málið og viku þeir svo af fundi. Samþykkt var að vísa deiliskipulagstillögunni til bæjarstjórnar en jafnframt var Ragnhildi Ingólfsdóttur falið fyrirhönd nefndarinnar að fara yfir nýtt uppkast af deiliskipulaginu áður þannig að það sé í samræmi við umræður og athugasemdir sem fram komu á fundinum m.a. um umferð um svæðið og lóðamörk.
- Umsókn frá bæjarstjóra f.h. bæjarsjóðs um endurgerð lóðar Mýrarhúsaskóla samkvæmt uppdráttum Þráins Haukssonar landslagsarkitekts.
Samþykkt samhljóða.
- Umsókn frá Leó Jónssyni f.h. Íslenskra aðalverktaka hf um takmarkað byggingarleyfi vegna niðurrifs húsanna að Suðurströnd 2-4 ásamt leyfi fyrir að reisa girðingu kringum vinnusvæðið á Hrólfsskálamel.
Nefndin samþykkti umsóknina og niðurrif enda verði jafnframt haft samráð við skólayfirvöld um staðsetningar grindverka vegna gönguleiða í nágrenni skólans.
- Umsókn frá Valgerði Ragnarsdóttur Suðurmýri 12a um leyfi til að breyta opnu bílskýli í bílskúr á lóðinni að Suðurmýri 12a samkvæmt uppdráttum Sigurðar Björgúlfssonar arkitekts.
Samþykkt samhljóða.
- Umsókn frá Helga Þorsteinssyni Borgarhrauni 16 Hveragerði þar sem sótt er um staðbundin réttindi sem múrarameistari á Seltjarnarnesi.
Samþykkt samhljóða.
- Tekin fyrir að nýju drög að reglum um auglýsingarskilti á Seltjarnarnesi frá síðasta fundi.
Frestað.
- Umsókn frá Páli Þórólfssyni og Katrínu Gunnarsdóttur Miðbraut 17 um byggingu tvíbýlishúss á lóðinni nr. 28 við Miðbraut samkvæmt uppdráttum Orra Árnasonar arkitekts.
Samþykkt samhljóða að senda í grenndarkynningu.
- Umsókn frá Halldóri Halldórssyni Vallarbraut 1 um leyfi til að stækka húsið að Vallarbraut 1 og klæða að utan samkvæmt uppdráttum Garðars Halldórssonar arkitekts.
Samþykkt samhljóða að senda í grenndarkynningu.
- Breyting á svæðisskipulagi höfuðborgasvæðisins, færsla á Álftanesvegi á Álftanesi.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið 10:20
Byggingarfulltrúi
Ingimar Sigurðsson (sign)
Þórður Ó. Búason (sign)
Ragnhildur Ingólfsdóttir (sign)
Ólafur Egilsson (sign)
Erna Gísladóttir (sign)