Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

116. fundur 17. janúar 2008

116. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 17. janúar 2008 kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

                                                      

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

 

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

 

Dagskrá:

  1. Fundarsetning
  2. Deiliskipulagsmál.
  3. Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá Orra Árnasyni arkitekti varðandi byggingu tvíbýlishúss á lóðinni nr. 28 við Miðbraut.
  4. Umsókn frá Pétri M. Halldórssyni og Sigurlínu M. Magnúsdóttur Grænumýri 1 um viðbyggingu við húsið að Grænumýri 1 samkv. uppdráttum Ellerts Más Jónssonar verkfræðings.                                     
  5. Umsókn frá Björgólfi Jóhannssyni og Málfríði Pálsdóttur Grænumýri 3 um leyfi til að setja glugga á kjallararými hússins að Grænumýri 3 samkv. uppdráttum Ellerts Más Jónssonar verkfræðings. 
  6. Erindi frá stjórn húsfélagsins að Eiðistorgi 1-9 þar sem kvartað er yfir skorti á viðhaldi og umhirðu hússins að Eiðistorgi 13-15.
  7. Lögð fram kæra sem borist hefur úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála á samþykkt skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness um að veita leyfi til að rífa núverandi hús að Unnarbraut 19 og byggja nýtt.
  8. Lögð fram drög að reglum um auglýsingaskilti á Seltjarnarnesi.
  9. Erindi frá íbúum að Sefgörðum 22-28 vegna fyrirhuaðrar íbúðabyggðar á núverandi iðnaðarsvæði vestan Sefgarða.
  10. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Þórarni Sveinssyni Sólbraut 10 um stækkun hússins að Sólbraut 10 samkv. breyttum uppdráttum Helga Hafliðasonar arkitekts.

  

  1. Fundur settur af formanni kl. 8:10.
  2. Deiliskipulagsmál.

    a.  Lambastaðahverfi.

    Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:

    Skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarness samþykkir að fela arkitektastofunni KANON að vinna deiliskipulag fyrir Lambastaðahverfi og svæðið austan þess, en þeim hefur áður verið falið að vinna rammaskipulag fyrir Lambastaðahverfi. Reiturinn er skilgreindur sem íbúðarsvæði í Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024 og afmarkast af Nesvegi, Skerjabraut í vestri og landamerkjum við Reykjavík í austri. Á reitnum skal m.a. gera grein fyrir staðsetningu dælustöðvar.

    Verkið hefjist með gerð verkáætlunar og forsagnar sem unnin verði í samvinnu við fulltrúa úr skipulags- og mannvirkjanefnd og lögð fyrir nefndina.

    Tillagan samþykkt samhljóða og jafnframt var samþykkt að fulltrúar nefndarinnar í verkefninu verði Ólafur Egilsson og Ragnhildur Ingólfsdóttir.

    b.  Lóð á horni Suðurstrandar og Nesvegar.

    Samþykkt var að hefja vinnu við deiliskipulag lóðarinnar sem unnin verður af Hornsteinum og VSÓ Ráðgjöf í sameiningu sbr. 2. lið fundargerðar frá 4. október sl.

    Ennfremur er vísað í bókun bæjarstjórnar frá 17. október sl. varðandi deiliskipulag lóðarinnar.

  3. Tekin fyrir að nýju fyrirspurn frá Orra Árnasyni arkitekti varðandi byggingu tvíbýlishúss á lóðinni nr. 28 við Miðbraut.

    Byggingarfulltrúa falið að koma athugasemdum nefndarmanna á framfæri við fyrirspyrjanda.

  4. Umsókn frá Pétri M. Halldórssyni og Sigurlínu M. Magnúsdóttur Grænumýri 1 um viðbyggingu við húsið að Grænumýri 1 samkv. uppdráttum Ellerts Más Jónssonar verkfræðings.     Samþykkt. Varðandi skjólgirðingar og frágang á lóðarmörkum skal liggja fyrir skriflegt samþykki eigenda aðlægra lóða.

  5. Umsókn frá Björgólfi Jóhannssyni og Málfríði Pálsdóttur Grænumýri 3 um leyfi til að setja glugga á kjallararými hússins að Grænumýri 3 samkv. uppdráttum Ellerts Más Jónssonar verkfræðings.

    Samþykkt. Varðandi skjólgirðingar og frágang á lóðarmörkum skal liggja fyrir skriflegt samþykki eigenda aðlægra lóða.

  6. Erindi frá stjórn húsfélagsins að Eiðistorgi 1-9 þar sem kvartað er yfir skorti á viðhaldi og umhirðu hússins að Eiðistorgi 13-15.

    Byggingarfulltrúa falið að senda húsfélaginu að Eiðistorgi 13-15 bréf varðandi málið.

  7. Lögð fram kæra sem sem borist hefur úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála á samþykkt skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness um að veita leyfi til að rífa núverandi hús að Unnarbraut 19 og byggja nýtt.

  8. Lögð fram drög að reglum um auglýsingaskilti á Seltjarnarnesi.

  9. Erindi frá íbúum að Sefgörðum 22-28 vegna fyrirhugaðrar íbúðabyggingar á núverandi iðnaðarsvæði við Bygggarða.

    Erindinu vísað til skipulagshöfunda svæðisins.

  10. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Þórarni Sveinssyni Sólbraut 10 um stækkun hússins að Sólbraut 10 samkv. breyttum uppdráttum Helga Hafliðasonar arkitekts.

    Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

  11. Fundi slitið kl. 9:40

 

Ingimar Sigurðsson (sign)

Ólafur Egilsson  (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Erna Gísladóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?