Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

111. fundur 13. september 2007


111. fundur  skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 13.  september  2007  kl. 8:00  að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Breyting á deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæða.  Svör við athugasemdum.
  3. Unnarbraut 19, svör við athugasemdum.
  4. Bygggarðasvæðið. 
  5. Tillaga frá Gróttu varðandi bílastæði og umferðarmál við  Íþróttamiðstöð.
  6. Umsókn frá Nova ehf  Sigtúni 42  Reykjavík,  til að setja upp loftnetsbúnað  fyrir farsíma á Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi samkvænt  teikningu  Gunnars Guðnasonar  arkitekts  og Rafhönnunar.
  7. Umsókn frá Nova ehf.  Sigtúni 42  Reykjavík,  til að setja upp loftnetsbúnað  fyrir farsíma á dælustöð Hitaveitunnar að Lindarbraut 13  Seltjarnarnesi samkvænt  teikningu  Gunnars Guðnasonar  arkitekts  og Rafhönnunar.
  8. Tekin fyrir á ný umsókn frá fasteignafélaginu B-16 Granaskjóli 64 Rvk. um byggingarleyfi fyrir nýju húsi að Nesvegi 107 samkv. uppdráttum Friðriks Friðrikssonar arkitekts og umsókn um leyfi til að rífa eldra hús.  Niðurstaða grenndarkynningar.
  9. Umsókn frá Jóhönnu  Ástvaldsdóttir  og  Sigmari Guðbjörnssyni Látraströnd 11 Seltjarnarnesi um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Látraströnd 11 samkvæmt uppdráttum Guðmundar Gunnarssonar byggingarverkfræðings.
  10. Umsókn frá Guðlaugu Elíasdóttir og Páli Melsted Selbraut 2 um endurbyggingu og stækkun glerskála, klæðningar útveggjar, trépallur og sorpg.   og umsókn frá Friðgeiri Sigurðssyni  og Ragnhildi Skúladóttir Selbraut 4 um leyfi fyrir  skjólgirðingu og sorpg. Umsókn er samkvæmt uppdráttum frá Teiknistofu Gunnars S. Óskarssonar ehf.
  11. Kynntur úrskurður frá  úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vegna  kæru á samþykkt skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarness um að veita leyfi til að byggja við húsið að Unnarbraut 15 á Seltjarnarnesi.
  12. Kynntar teikningar af vallarhúsi við íþróttavöll Suðurströnd.
  13. Bréf  frá Arkitektafélagi Íslands  varðandi íslensku byggingarlistaverðlaunin.
  14. Lagt  fram bréf dagsett 9 sept. 2007 varðandi athugasemdir vegna væntanlegrar nýbyggingar að Melabraut 27  frá Einari Þorbergssyni acronym title="fyrir hönd">f.h. íbúa á Melabraut 25 norðanvert.
  15. Lagðar fram fundargerðir samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins: 1. fundur dags. 10. júlí 2007  2. fundur dags. 10. ágúst 2007 og 3. fundur haldin 24 ágúst 2007.
  16. Fundarslit

Mættir:  Ingimar Sigurðsson, Ólafur Egilsson, Þórður Búason, Sigurður Grétarsson, Stefán Bergmann auk Hauks Kristjánssonar bæjartæknifræðings.

  1. Fundur settur kl. 08:05

  2. Tvær athugasemdir bárust við kynningu  breytingar á deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæða  og hefur önnur verið dregin til baka með bréfi dagsettu 11. september 2007.  Lögð fram  tillaga að svari til hins aðilans og hún yfirfarin og  samþykkt.   Skipulags- og mannavirkjanefnd samþykkir deiliskipulagið eins og það liggur fyrir og vísar því ásamt tillögu að svari við athugasemd til bæjarstjórnar til frekari afgreiðslu með 4 atkvæðum.  Ólafur Egilsson situr hjá  við afgreiðslu svars og deiliskipulagstillögu.

  3. Lagðar fram tillögur að svörum við athugasemdum sem bárust frá 6 aðilum vegna byggingar að Unnarbraut 19 og þær yfirfarnar og samþykktar.  Skipulagsnefnd telur að komið sé vel til móts við athugasemdir um lækkun bílskúrs á lóðamörkum.  Nefndin heimilar niðurrif hússins og óskar jafnframt eftir loka teikningum vegna byggingaleyfis.  Stefán Bergmann situr hjá.

  4. Lagðar fram tvær nýjar tillögur varðandi skipulag á Bygggarðssvæðinu sem óskað hafði verið eftir af Skipulagsnefnd.   Nefndin óskar eftir frekari útfærslu af þeirri hugmynd sem gerir ráð fyrir 2ja til 4ra hæða húsum, áður en tekin er afstaða til tillögunnar.  Sigurður Grétarsson víkur af fundi.

  5. Lagt fram erindi frá Íþróttafélaginu Gróttu.  Vísað til tæknideildar til útfærslu.

  6. Tekin fyrir umsókn frá Nova um fjarskiptamastur  á Valhúsaskóla.  Erindið samþykkt, með fyrirvara um samþykki skólanefndar.

  7. Tekin fyrir umsókn frá Nova ehf  um uppsetningu fjarskiptamasturs á  dælustöð Hitaveitunnar að Lindarbraut 13.  Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki stjórnar Hitaveitu Seltjarnarness.

  8. Tekin fyrir á ný umsókn frá fasteignafélaginu B-16 Granaskjóli 64 Rvk. um byggingarleyfi fyrir nýju húsi að Nesvegi 107.  Niðurstaða grenndarkynningar.  Lagðar fram tvær athugasemdir, sem bárust vegna grenndarkynningar.  Byggingafulltrúa falið að svara athugasemdunum.  Jafnframt heimilar nefndin niðurrif hússins og óskar eftir endanlegum byggingaleyfisteikningum.

  9. Umsókn frá Jóhönnu  Ástvaldsdóttir  og  Sigmari Guðbjörnssyni Látraströnd 11 Seltjarnarnesi um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Látraströnd 11 samkvæmt uppdráttum Guðmundar Gunnarssonar byggingarverkfræðings. Samþykkt að senda málið í grenndarkynningu.

  10. Umsókn frá Guðlaugu Elíasdóttir og Páli Melsted Selbraut 2 og Friðgeiri Sigurðssyni  og Ragnhildi Skúladóttir Selbraut 4.   Erindið samþykkt en gerður er fyrirvari um klæðningu á útvegg  Selbrautar 2 og byggingafulltrúa falið að óska eftir skýrari teikningum.

  11. Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála þar sem útgefið byggingaleyfi er fellt úr gildi.

  12. Lagðar fram teikningar af fyrirhuguðu vallarhúsi við gervigrasvöll. Nefndin tekur jákvætt í teikningarnar.  Óskað er frekari teikninga er sýni m.a. aðgengi fatlaðra að stúkunni sjálfri og afstöðu og hæðarlegu gagnvart Valhúsaskóla

  13. Lagt fram bréf frá Arkitektafélagi Íslands . 

  14. Lagt  fram bréf dagsett 9 sept. 2007 varðandi athugasemdir vegna væntanlegrar nýbyggingar að Melabraut 27  frá Einari Þorbergssyni f.h. íbúa á Melabraut 25 norðanverðu.  Bréfinu vísað til byggingafulltrúa til frekari afgreiðslu.

  15. Lagðar fram fundargerðir samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins: 1. fundur dags. 10. júlí 2007  2. fundur dags. 10. ágúst 2007 og 3. fundur haldin 24 ágúst 2007

  16. Fundi slitið kl. 10:30.

 

Ingimar Sigurðsson, fundarritari.

Ingimar Sigurðsson (sign.)

Ólafur Egilsson (sign.)

Þórður Búason (sign.)

Sigurður Grétarsson (sign.)

Stefán Bergmann (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?